Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að hús með sölum fyrir dans, fimleika og aðra íþrótta- starfsemi verði staðsett í hverfis- miðjunni við Austurberg, sam- kvæmt tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Efra- Breiðholt. Umhverfis- og skipulagssviði og ÍTR var falið að vinna að þarfa- greiningu fyrir dans- og fimleikahús í Efra-Breiðholti í samráði við fim- leikadeild ÍR, dansskóla með starf- semi í hverfinu, félög dansara og íbúaráð Breiðholts. Þá taki skrif- stofa borgarstjóra og borgarritara upp viðræður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti varðandi möguleika á að skólinn verði með danstengt nám sem nýti sér dans- og fimleikahúsið. Ákjósanleg staðsetning fyrir nýja húsið er talin vera á horni Austur- bergs og Gerðubergs á lóðinni Gerðubergi 1. Staðsetning Dans- og fimleikahússins á þessari lóð, sem er í eigu borgarinnar, þykir styrkja menningar-, mennta- og íþrótta- miðju hverfisins við borgargötuna Austurberg. Þar eru fyrir menningarmiðstöðin Gerðuberg, frístundamiðstöðin Mið- berg, tónlistarskóli, Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti og sundlaugin, ásamt fleiri íþróttamannvirkjum, sem og hverfistorgi, sem á að styrkja enn frekar. Jafnframt er áformað að Breiðholtsleggur borg- arlínu fari þarna um í framtíðinni. „Horft er til þess að allar teg- undir af dansi fái að njóta sín í Dans- og fimleikahúsinu, sem á að þjóna bæði íbúum í Breiðholti og borginni allri. Með áherslu á fjöl- breytta dansiðkun getur slíkt hús styrkt enn frekar hið fjölþjóðlega samfélag í borginni og opnað alls kyns ný samskipti og samskipta- möguleika,“ segir í greinargerð borgarstjóra, sem kynnt var á fundi borgarráðs. sisi@mbl.is Danshöll rísi í Efra-Breiðholti - Á að nýtast öllum íbúum borgarinnar Morgunblaðið/Hari Dansinn Hin nýja miðstöð á að nýt- ast öllum iðkendum dans í borginni. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vogabyggð við Elliðaárvog hefur verið að byggjast upp undanfarið en fullbyggt mun hverfið telja allt að 1.900 íbúðir. Á þessu svæði stóðu áður gömul og úr sér gengin atvinnuhús sem smám saman hafa vikið fyrir nýjum íbúðablokkum. Til dæmis þurftu átta byggingar, sem stóðu á Gelgjutanga, að víkja fyrir íbúðabyggð, svokallaðri Voga- byggð 1. Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog á móts við Grafarvog. Nú er komið að þeim tímapunkti að huga þarf að uppbyggingu skóla- mannvirkja og því hefur borgarráð samþykkt að efna til opinnar hönn- unar- og framkvæmdasamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir starfsemi frí- stundaheimilis og félagsmiðstöðvar. Gert er ráð fyrir áfangaskiptingu byggingarinnar eftir því sem íbúum í Vogabyggð fjölgar. Samkeppnin mun ennfremur ná til nýrrar göngu- og hjólabrúar í Vogabyggð. Samkeppnin verður haldin í sam- starfi við Arkitektafélag Íslands. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði tveggja þrepa. Skipuð verður dómnefnd sem semur samkeppnis- lýsingu, annast yfirferð tillagna og skilar niðurstöðum sínum til Reykjavíkurborgar. Áætlað er að niðurstaða samkeppninnar geti leg- ið fyrir í byrjun árs 2022. Áður lítt þekkt örnefni Örnefni sem fáum hafa verið kunn koma nú til sögunnar. Þau eru tengd sjónum og útgerð. Nýr skóli verður á tanga í Elliðaárósum sem kallaður er Fleyvangur (Voga- byggð 5). Ný göngu- og hjólabrú yfir Ketilbjarnarsíki mun tengja börn og aðra íbúa Vogabyggðar við nýja byggingu, útivistarsvæðið á Fleyvangi og aðra borgarhluta. Á Fleyvangi verður útbúið nýtt torg, Vörputorg. Brúin verður helsta samgöngu- leiðin og jafnframt nýtt kennileiti í borgarlandslaginu. Staðsetningin á nýjum mannvirkjum er einstök í borginni með sjávarströnd til beggja hliða, nálægð við smábáta- höfnina, Elliðaárnar og útivistar- svæði Elliðaárósa og Elliðaárdals, segir í greinargerð um samkeppn- ina. Í gildi er deiliskipulag, Voga- byggð svæði 5, samþykkt í borgar- ráði 10. janúar 2019. Hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi munu taka mið af niðurstöðu samkeppn- innar. Byggingarnar verða um- hverfisvottaðar og í samræmi við áherslur Græna plansins. Gert er ráð fyrir því að ný sam- þætt bygging fyrir leik- og grunn- skóla með aðstöðu fyrir starfsemi frístundaheimilis og félagsmið- stöðvar verði byggð í þremur áföngum. Heildarfjöldi nemenda á leik- og grunnskólastigi er nú áætl- aður allt að 600 nemendur. Áhersla er lögð á sveigjanleika bygging- arinnar þannig að möguleiki verði á frekari stækkun skólans m.t.t. hug- mynda um frekari uppbyggingu íbúða á svæðinu. Áætluð heildar- stærð byggingarinnar er um 7.200 fermetrar. Í byggingunni verður íþróttasalur fyrir nemendur skól- ans. Nýlega eru hafnar viðræður við íþróttafélög í nágrenni Vogabyggð- ar um að hasla sér völl í hinu nýja hverfi. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur samþykkti að Þrótti, Fjölni, Ármanni, Fylki og Víkingi yrði gefið tækifæri til að kynna hugmyndir sínar varðandi íþróttastarf í nýju hverfunum Vogabyggð og Ártúnshöfða. Meðal annars verði litið til óska félaganna um innviðauppbyggingu í hinum nýju hverfum og samnýtingu með þeim svæðum þar sem þau starfa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vogabyggðin Hinn nýi skóli mun rísa á Fleyvangi skammt frá Snarfarahöfninni, sem sést neðst á myndinni. Fyrir miðri mynd er Ketilbjarnarsíkið, en það verður brúað í tengslum við skólann. Samkeppni um skóla á Fleyvangi - Skóli fyrir hina nýju Vogabyggð undirbúinn - Einnig verður byggð brú yfir Ketilbjarnarsíki Götur í Vogabyggð draga nafn af bátum, svo sem Kugguvogur, Arkarvogur, Bátavogur og svo framvegis. Sama má segja um Fleyvang. Vörputorg vísar til veiðarfæris. Ketilbjarnarsíki vísar til Ket- ilbjarnar gamla Ketilssonar sem var landnámsmaður sem kom til Íslands frá Noregi. Í Landnáma- bók segir að Ketilbjörn hafi komið til landsins þegar land var víða byggt með sjó og lent skipi sínu, Elliða, í ósum þeirra áa sem síðan heita Elliðaár og allir þekkja. Síkið er við hann kennt KETILBJÖRN GAMLI Íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Berjateigur 33-39, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli. Frábært útsýni yfir Snæfellsjökul o.fl. Afhending í september 2021 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Berjateigur 33 82,9 m2 Seld Berjateigur 35 81,9 m2 36.400.000.- Berjateigur 37 81,9 m2 Seld Berjateigur 39 82,9 m2 Seld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.