Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Á nýlegu netstjákli villtist ég inn á gamlan málfars- pistil Gísla Jóns- sonar úr þessu blaði og hnaut þar um góðan mola. Árið var 1982 og þættinum hafði borist bréf: „Það sem vakir helst fyrir mér þessa stundina, er hvort maður eigi að segja, þegar gestir koma að kvöldlagi á skemmti- staði hér í borg: „Góða kvöldið“ eða „Gott kvöld“. Ég vinn sem dyravörður í Hollywood, ég býð ávallt „gott kvöld“, en gestirnir flestir „góða kvöldið“. Við erum með einn íslensku- kunnáttumann þar við vinnu, og hann segir að „gott kvöld“ sé réttara, en hann veit ekki hvers vegna né af hverju. Þess vegna leita ég til þín í þeirri von að þú getir upplýst þetta fyrir okkur, svo að við getum leiðrétt sem flesta, íslenskunni til halds og trausts.“ Hér myndi einhver setja broskall, ef það tíðkaðist á þessum síðum. Hinir sam- viskusömu dyraverðir vildu sumsé – og álitu jafn- vel þátt í starfslýsingunni – leiðrétta gesti sem heilsuðu með orðalagi sem ekki hlyti náð fyr- ir augum fræðinga. Ég reyndi að ímynda mér senuna. Það var minna mál hvort fólk stæði í röð eða þvögu, væri skakkdrukkið eða allsgáð; aðalmálið var hvernig það orðaði kveðju sína! Og áfram ímyndaði ég mér að svona hefði málhreinsun kannski ein- mitt virkað á sinni tíð – þar hefðu beinlínis verið að störfum e.k. útkastarar íslenskrar tungu sem sáu til þess að enginn kæmist inn í paradís siðaðra nema fara rétt með orðasambönd, beygja rétt, þéra rétt, skrifa rétt … Ég man nefnilega að þegar áhugi minn á málinu var að kvikna töluðu sumir um að málfarsfasistar væru að ganga af tungunni dauðri, sem mér fannst raunar þversögn enda hlytu þeir að vera drifnir af ástríðu fyrir málinu. En þeir voru óvinsælir, umvöndunarsinnarnir, og lærðu víst með tímanum að spara rauða tússið, málóttinn ógurlegi er þannig (vonandi) á und- anhaldi, valdið dreifðara meðal notenda, o.s.frv. Þó er varla annað hægt en dást að hinum einlæga dyraverði sem árið 1982 þráði að vera útvörður „íslenskunnar“ á kvöldvaktinni. Um leið er gaman að sjá hvernig pistlar um tungutak endurspegla tíðarandann (sem vér skrifarar skyldum kannski hafa í huga – broskall), þessi saga er í öllu falli heimild um samskiptamynstur, tísku, áhuga á tján- ingu. Annars er því við að bæta að okkar maður Gísli skipaði í svari sínu hvorki fyrir um niðurstöðu, né útmálaði neinn sem málsóða, enda yrði í svo flóknu dæmi „smekkur okkar að koma til og hefð málsins“. Blæbrigðamunur gæti verið á því hvort sagt væri gott kvöld eða góða kvöldið, og þar skipti tónninn miklu. Hann mæltist því ekki til þess að dyravörðurinn breytti um stíl, heldur benti honum á að svar gesta, þ.e. „orðmyndirnar með greini, góðan dag- inn og góða kvöldið, geta innifalið meiri alúð og jafnvel lítils háttar glettni“. Þannig lét Gísli andrúmsloftinu í Hollywood eftir að marka hvað væri við hæfi. Það var merkilega hressandi. Útkastarar íslenskrar tungu Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Tungutak S ilfur RÚV fyrir tveimur vikum með formönn- um þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi var tíðindalaust framan af en vaknaði til lífs- ins þegar skæruliðadeild Samherja kom til umræðu. Þá var hægt að sjá fyrir sér hvert yrði mesta deilumál kosninganna. Það mat breyttist svo snögglega þegar fréttir bár- ust af því að fyrirtækið hefði beðist afsökunar á framgöngu skæruliðanna. Eftir þá afsökunarbeiðni getur málið tæpast orðið hitamál í kosningum. Ef það hins vegar gerðist að héraðssaksóknari birti nið- urstöður á rannsókn sinni á málum Samherja fyrir kosningar gæti málið komist á dagskrá aftur. Ef það gerðist er líklegt að það yrði erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, einfaldlega vegna þess að það er sterk tilhneiging til að gera hann ábyrgan fyrir hugs- anlegum misgjörðum atvinnulífsins. Annað mál sem er að koma upp um þessar mundir er samstarf Dana og Bandaríkjanna um njósnir um bandalagsþjóðir og leiðtoga þeirra. Það er heldur ólíklegt að þær njósnir hafi náð til Íslands og ís- lenzkra stjórnmálamanna. Til hvers? Þeir skipta nákvæmlega engu máli í hinni stóru mynd. Öðru máli gegnir um kalda stríðið. Þá þótti okkur öllum sjálfsagt mín megin í því að finna út með öllum ráðum hvað komm- arnir væru að gera, eins og við kölluðum andstæð- inga okkar í kalda stríðinu Fyrir nokkrum árum fékk eiginkona mín, sem nú er látin, bréf frá opinberum aðilum þess efnis að síminn á heimili foreldra hennar hefði verið hleraður. Faðir hennar, Finnbogi Rútur Valdimarsson, sem var þingmaður fyrir Sósíal- istaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið, þóttist reyndar vita það. Þeir töluðu töluvert saman í síma, hann og Ólafur Thors, og þegar klikk heyrðist í sím- anum sagði Ólafur: jæja nú eru þeir byrjaðir að hlera. Meira leyndarmál var þetta nú ekki þeirra í milli. Æskuvinur minn, Ragnar Arnalds, fékk líka bréf þess efnis að heimasími hans hefði verið hleraður, en hann barðist hart gegn veru bandaríska varnarliðsins á Íslandi. Þá var ástæða til að fylgjast með kommunum. Nú er engin ástæða til að fylgjast með íslenzkum stjórn- málamönnum. Komi það hins vegar í ljós að það hafi verið gert mun það valda uppnámi í kosningabarátt- unni hér. Enn eitt mál, sem getur valdið usla á næstu mán- uðum, eru atvinnumálin og þá sérstaklega ungs fólks. Engar kynslóðir ungs fólks hafa lent í slíkum hremmingum og núverandi kynslóðir á þeim aldri sennilega frá því fyrir stríð. Og ef því unga fólki finnst stjórnarflokkarnir ekki standa sig nægilega vel í því að bæta þeirra stöðu getur orðið meiri hátt- ar uppnám meðal ungra kjósenda. Það eru því margir óvissuþættir í kosningabarátt- unni. Til viðbótar kemur svo að vísbendingar eru um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Þegar reynt er að spyrjast fyrir um hvað valdi er skýringin sú að viðmót ráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að þeir ráði. Nú má vel vera að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins átti sig ekki á að viðmót þeirra megi skilja á þennan veg en auðvitað er þeim ljóst að í samstjórn tveggja eða þriggja flokka ræður enginn einn ferðinni. Þannig hefur það aldrei verið og þannig verður það aldrei. Framsóknarflokkurinn hefur áratugum saman stundað að starfa ýmist til hægri eða vinstri. Þær vísbendingar sem voru nefndar hér áðan snúast um það að nú sé komið að því að þeir horfi til vinstri. Hins vegar eru engar vísbendingar um að þeir vilji kaupa það því verði að taka upp stuðning við aðild að ESB. Myndun vinstristjórnarinnar sumarið 1956 var vandlega undirbúin og lykilatriði í því stjórnarsamstarfi var brottför varnarliðsins, sem ekki varð af. Allt eru þetta vangaveltur. Úr- slit kosninganna ráða mestu um það hvað gerist. Enginn getur sagt til um það hvað kann að koma upp í kosningabaráttunni og breyta allri þessari mynd. En hið stóra undirliggjandi mál í okkar sam- félagi er nýting auðlindarinnar í hafinu og hvernig þeim auði hefur verið ráðstafað með ákvörðunum stjórnmálamanna. Það mál er af þeirri stærðargráðu að fyrr eða síðar veldur það einhvers konar spreng- ingu. Auðlindamálið er mál sem gæti leitt til ger- breytingar á flokkakerfinu eins og við þekkjum það. Fólkinu í landinu er löngu ofboðið. Líkurnar á því að einhver núverandi flokka taki á sig rögg og móti sér stefnu sem endurspegli vilja fólksins í landinu hafa ekki verið miklar. Það eru liðin rúmlega þrjátíu ár frá því að málið varð til með einni ákvörðun vinstristjórnar. Á þeim tíma hefur ekkert annað gerst í lýðræðisríki en að festa óbreytt kerfi í sessi. Það breyttist hins vegar í eldhúsdagsumræðum síðastliðið mánudagskvöld. Píratar töluðu þannig að þeir gætu náð til ungs fólks með þeim málflutningi. Svo er spurningin hvort hið beina lýðræði á að koma til sögunnar og að áhugamenn um þennan málaflokk taki höndum saman um að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta stóra mál. Alþingi hefur ekki tekizt að ráða við það með fullnægjandi hætti á þremur áratugum og þá er eðlilegt að þjóðin sjálf taki af skarið. Það er að verða töluverð endurnýjun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem er gott. Hún gæti haldið áfram í Suðvesturkjördæmi í dag með framboði Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, sem hefur vakið verulega athygli með skrifum sínum um þjóð- mál. Það er ennþá endurnýjunarkraftur í þeim flokki. Hvað kveikir í kosningabaráttunni? Alþingi hefur brugðizt þjóðinni í þrjátíu ár. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á árum áður mátti gera grein-armun á tveimur tilraunum til að endurskapa skipulagið, rúss- neskum vinnubúðasósíalisma og sænskum vöggustofusósíalisma. Rússnesku sósíalistarnir vildu breyta þjóðskipulaginu í risastórar vinnu- búðir, þar sem þeir segðu sjálfir fyrir verkum. Þeir, sem óhlýðnuðust, voru skotnir eða sveltir til bana. Sænskir sósíalistar sáu hins vegar þjóð- skipulagið fyrir sér eins og vöggu- stofu, þar sem þeir væru hinar um- hyggjusömu fóstrur, en borgararnir væru börnin. Þeir beittu ólíkt mann- úðlegri ráðum en Rússar, aðallega fortölum, en gerðu líka hiklaust þær konur ófrjóar, sem taldar voru myndu ala af sér vanhæf afkvæmi. Alls voru framkvæmdar 62.888 ófrjó- semisaðgerðir í Svíþjóð árin 1935- 1975. Báðar tilraunirnar mistókust hrap- allega, enda ræður engin ríkisstjórn yfir sömu þekkingu og dreifist á borgarana og nýtist best í frjálsum viðskiptum þeirra. Ráðstjórnarríkin leystust upp í árslok 1991, og um svipað leyti hurfu Svíar þegjandi og hljóðalaust frá vöggustofusósíalisma. En innan kapítalismans hefur orðið til ný tegund sósíalisma, styrkjasósí- alisminn. Þeir, sem hann stunda, ætla sér ekki að velta kapítalismanum um koll, heldur reyna að sjúga út úr hon- um alla þá fæðu, sem þeir geta. Þeir vilja taka án þess að láta. Rússnesk- bandaríska skáldkonan Ayn Rand greindi best styrkjasósíalismann í skáldsögunni Undirstöðunni, en hún skipti fólki í framleiðendur og þiggj- endur og spurði, hvað myndi gerast, ef afburðamennirnir þreyttust á að skapa það, sem afæturnar hirtu jafn- óðum. Á Íslandi lifir styrkjasósíalisminn góðu lífi, sérstaklega í Reykjavík 101. Þar safnast það fólk, sem gerir góð- verk sín á kostnað annarra, iðulega saman á kaffihúsum og krám og skál- ar fyrir því, hversu langt því hefur tekist að seilast í vasa skattgreið- enda. Sérstaklega nýtur þetta fólk sín vel í kosningum, sem eru stundum lít- ið annað en uppboð á fyrirfram- stolnum munum. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Styrkjasósíalisminn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.