Morgunblaðið - 12.06.2021, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
J
óhanna Björg Jóhannsdóttir
og Lenka Ptacnikova munu
tefla einvígi um Íslands-
meistaratitil kvenna eftir
spennandi keppni kvennaflokks sem
lauk um síðustu helgi. Þær tvær voru
í algerum sérflokki meðal keppenda
sem sést best á því að þegar loka-
umferð mótsins rann upp tefldu þær
innbyrðis og höfðu unnið allar skákir
sínar. Lenka fékk snemma betri
stöðu og með skemmtilegri leikfléttu
vann hún mann. Að Jóhanna myndi
stöðva klukkuna og gefast upp hefði
ekki komið á óvart. En hún kaus að
halda áfram baráttunni manni og
peði undir. Eitthvað vafðist úrvinnsl-
an fyrir Lenku og þegar fram í sótti
gaf hún eitt tækifæri sem Jóhanna
lét sér ekki úr greipum ganga:
Íslandsmót kvenna 2021; 7. um-
ferð:
Lenka Ptacnikova – Jóhanna
Björg Jóhannsdóttir
Síðasti leikur svarts var . …
56. … Rc5xb3
… og lá beinast við að leika 57.
Hxf7+ Kh8 (ekki 57. … Kh6 vegna
58. Rg4+ Kh5 59. Hh7+ Kg5 60.
h4+ Kf5 61. Hf7 mát) 58. Kf4 með
auðunninni stöðu. En Lenka vildi
stytta sér leið og lék …
57. Rc2??
… sem Jóhanna svaraði óvænt
með …
57. … Rd4+! 58. Rxa3 Rf5+ 59.
Kf4 Rxe7.
Uppskipti á peðum tryggði svo
jafnteflið.
Lokastaðan varð þessi: 1.-2.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og
Lenka Ptacnikova 5½ v. (af 6) 3. Lis-
seth Mendez Acevedo 3 v. 4. Tinna
Kristín Finnbogadóttir 2½ v. 5.
Hrund Hauksdóttir 2 v. 6. Batel Goi-
tom 1½ v. 7. Ulker Gasanova 1 v.
Í einvíginu sem fer fram þann 24.
júní nk. verða tefldar skákir með
styttri tímamörkum.
Vignir Vatnar sigraði á minn-
ingarmótinu um Pál Árnason í
Eyjum
Minningarmótið um Pál Árnason
múrara úr Vestmannaeyjum fékk
strax góð viðbrögð og margir ferða-
þyrstir skákmenn lögðu land undir
fót til að geta teflt í Eyjum um sjó-
mannadagshelgina. Páll var félagi í
Taflfélagi Vestmannaeyja um ára-
tuga skeið, tefldi fyrir félagið á Ís-
landsmóti skákfélaga, tók þátt í
meistaramótum í Vestmannaeyjum,
þ.á m. hinu sögufræga skákþingi
1973, og ótal öðrum keppnum. Hann
lék á píanó og var hress og skemmti-
legur maður sem glímdi við park-
insons-sjúkdóminn í meira en 20 ár.
Við upphaf mótsins lék Örvar Guðni
Arnason frá Ísfélaginu, helsta
styrktaraðila mótsins, fyrsta leikinn
fyrir son Páls, Guðmund Árna.
Upphaflega stóð til að minning-
armótið færi fram í húsnæði Tafl-
félags Vestmannaeyja en þegar ljóst
varð að fjöldi keppenda yrði meiri en
húsnæðið þyldi var mótið fært yfir á
2. hæð Þekkingarseturs Vest-
mannaeyja þar sem áður var
vinnslusalur Fiskiðjunnar. Það voru
félagar í TV sem skipulögðu móts-
haldið og fyrir hönd mótsstjórnar
hélt Arnar Sigurmundsson skemmti-
lega ræðu þar sem hann kallaði fram
stemningu þeirra daga þegar gengu
um sali Fiskiðjunnar Stebbi Run.,
Ásta á sjöunni, Atli greifi og fleira
gott fólk. Allt þetta mikla hús er enn
í mótun.
Þar sem ferðir Herjólfs lágu niðri
seinni hluta laugardagsins var mótið
stytt um tvær umferðir og umhugs-
unartíminn settur á 10-5. En nýr al-
þjóðlegur meistari, Vignir Vatnar
Stefánsson, vann glæsilegan sigur,
hlaut 6½ vinning af sjö mögulegum.
Helgi Áss Grétarsson varð í 2. sæti
með 6 vinninga og í 3. sæti komu
greinarhöfundur, Hannes Hlífar
Stefánsson og Guðmundur Kjart-
ansson með 5½ vinning. Skákstjóri
var Þórir Benediktsson. Keppendur
á öllum aldri voru 50 talsins.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Óskar Páll Friðriksson
Mótsstjórnin. Hallgrímur Steinsson formaður TV og Arnar Sigurmunds-
son við lokaathöfn minningarmótsins um Pál Árnason.
Jóhanna og Lenka
tefla einvígi um
Íslandsmeistara-
titil kvenna
Árni Steinar Jóhannsson
fæddist á Dalvík 12. júní 1953,
sonur hjónanna Valrósar Árna-
dóttur verslunarkonu og Jó-
hanns Ás-
grímssonar
Helgasonar
sjómanns,
sem
drukknaði í
mann-
skaðaveðri.
Árni Steinar
var tæplega
tíu ára gam-
all þegar
faðir hans
dó og næstyngstur fjögurra
systkina. Eftir gagnfræðapróf
á Dalvík fór Árni Steinar sem
skiptinemi til Bandaríkjanna,
síðan í Garðyrkjuskóla ríkisins
og þaðan í Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn þar
sem hann útskrifaðist 1979.
Árni Steinar flutti til Akureyr-
ar eftir námið og varð garð-
yrkjustjóri bæjarins og síðar
umhverfisstjóri Fjarðabyggð-
ar, en því starfi gegndi hann til
hinsta dags.
Árni Steinar var vel liðinn og
hafði brennandi áhuga á um-
hverfismálum og samfélags-
málum. Hann var í framboði
fyrir Þjóðarflokkinn 1987 og
síðan Alþýðubandalagið og
óháða 1995 og var kosinn al-
þingismaður fyrir Vinstri-
græna 1999 í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Hann var í
stjórn Rarik 2008-2014 og
stjórnarformaður þar frá 2009.
Hann var hugmyndaríkur og
byggði ásamt fleirum nýbýli á
Höskuldarstöðum í Eyjafjarð-
arsveit þar sem íbúðarhúsið
var einnig gróðrarstöð. Akur-
eyringar búa enn að hug-
myndum hans um grænt bæj-
arskipulag.
Árni Steinar lést á dvalar-
heimilinu Dalbæ á Dalvík 1.
nóvember 2015, langt fyrir ald-
ur fram.
Merkir Íslendingar
Árni Steinar
Jóhannsson
Árni Steinar
Jóhannsson
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapokar
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
695
1.995
Strákústar
á tannbursta verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá999
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 595
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Allt um sjávarútveg
Einhvern tímann
heyrði ég landsliðs-
þjálfara kvenna í fót-
bolta útskýra hvers
vegna Margrét Lára
Viðarsdóttir væri allt-
af valin í liðið en í
spurningunni fólst sú
gagnrýni að hún væri
ekkert sérstök í vörn-
inni. Þjálfarinn brosti
vingjarnlega og út-
skýrði að markahæsta
landsliðskonan þyrfti
ekki að vera best í varnarleiknum.
Það dygði liðinu að enginn skoraði
fleiri mörk en hún.
Hvert lið þarf að vera samansett
af ólíkum einstaklingum með mis-
munandi hæfileika. Þingflokkur
sjálfstæðismanna er þar ekki und-
anskilinn. Í honum þurfa að vera
þeir sem eru góðir í vörn og aðrir
sem eru frábærir í sókn. Í honum
þurfa að vera einstaklingar sem
eru hoknir af reynslu og aðrir sem
bera með sér ferska strauma. Í
honum þurfa að vera einstaklingar
sem hafa reynslu af pólitik og aðr-
ir sem skynja púlsinn í atvinnulíf-
inu.
Ég fagna því að Sigþrúður Ár-
mann gefur kost á sér í þriðja sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi. Hún er kraft-
mikil og bjartsýn.
Hugmyndarík og já-
kvæð. Hún er hörku-
duglegur nagli sem
gustar af. Vel menntuð
og með umfangsmikla
reynslu úr atvinnulíf-
inu. En umfram allt er
Sigþrúður góður liðs-
maður. Stálheiðarleg
og falleg sál sem gam-
an er að vinna með.
Fram undan er
tímabil uppbyggingar í
íslensku samfélagi þar
sem mikilvægast er er draga úr at-
vinnuleysi. Til að koma hjólum at-
vinnulífsins aftur í gang er mik-
ilvægt að spila sóknarleik. Sækja
óhrædd fram. Sigþrúður Ármann
er mikilvægur hlekkur í liðinu sem
á að leiða þá sókn. Ég styð hana í
þriðja sæti í prófkjörinu og hvet
alla þá sem taka þátt til að gera
það líka.
Stillum
upp sóknarliði
Þór Sigfússon
Þór
Sigfússon
» Sigþrúður Ármann
er kraftmikil og
bjartsýn. Hugmyndarík
og jákvæð. Hún er
hörkuduglegur nagli
sem gustar af.
Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.