Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 30
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hug- fallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlants- hafi. Hagkerfið er lítið og við- kvæmt en með mikla aðlög- unarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðn- aðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af stóru gulu – því ekki fáum við nóg D-vítamín hér efst á jarðarkringlunni, er mik- ilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahags- lífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum veir- unnar, en sem betur fer fáum við heimsóknir að utan í varlegu magni sem veitir lífs- korn í hagkerfið. Við þurfum engu að síð- ur á öllum okkar færu vinnandi hönd- um að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyr- ir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjöl- breytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tæki- færa til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvi- leika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Stóra samhengið Eftir Sigríði Hrund Pétursdóttur Sigríður Hrund Pétursdóttir » Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Höfundur er forman FKA, eigandi Vinnupalla, fjárfestir. sigridur@vvit.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.