Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
✝
Þóra Víkings-
dóttir fæddist í
Reykjavík 29. apríl
1958. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu, Mosagötu
13, Garðabæ, hinn
31. maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Víkingur
Heiðar Arnórsson,
yfirlæknir og pró-
fessor, f. 2. maí
1924, d. 21. febrúar 2007, og
Stefanía Gísladóttir, cand. phil
og aðstoðariðjuþjálfi, f. 22.
ágúst 1926, d. 23. maí 2004.
Systkini Þóru eru Kristján, f.
1949, d. 1982, Viðar, f. 1951,
Svana, f. 1955, Gísli, f. 1956,
Arnór, f. 1959, Ragnheiður, f.
1962, og Þórhallur, f. 1968.
Eiginmaður Þóru var Bjarni
Jónsson kerfisfræðingur, f. 24.
júlí 1954. Börn þeirra eru: 1)
Þóra Hrund heimilislæknir, f.
1983, gift Niels Lynggaard
Rannsóknastofu HÍ í meina-
fræðum 1984-1985 en fór þá til
framhaldsnáms í ónæmisfræði
við Kaupmannahafnarháskóla
og lauk þaðan cand. scient.-
prófi 1989. Þóra starfaði við
Rannsóknarstofu HÍ í ónæmis-
fræði 1989-2008 og sinnti auk
þess störfum við stundakennslu
og handleiðslu við útskrift-
arverkefni nemenda í HÍ og
HR. Þóra hafði mikinn áhuga á
að vinna með ungu fólki og afl-
aði sér kennsluréttinda og hóf
störf sem líffræðikennari við
Kvennaskólann í Reykjavík
2009 og svo við Menntaskólann
við Sund frá 2010. Þóra hafði
mikið dálæti á söng og var fé-
lagi í Kvennakór Reykjavíkur
um árabil.
Útför Þóru verður gerð frá
Vídalínskirkju í dag, 12. júní
2021, og hefst athöfnin klukkan
13. Streymt verður frá athöfn-
inni og slóðin verður aðgengi-
leg á:
https://streyma.is/.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
kerfisfræðingi, f.
1978, börn þeirra
eru Sölvi, f. 2007,
Silja, f. 2009, og
Svana, f. 2017. 2)
Valgerður læknir,
f. 1992, gift Jó-
hannesi Inga
Torfasyni tölvunar-
fræðingi, f. 1993. 3)
Kári Kristinn hag-
fræðinemi, f. 1997,
kærasta Særún
Anna Traustadóttir hjúkrunar-
fræðinemi, f. 1995. Dóttir
Bjarna af fyrra hjónabandi er
Sveinbjörg garðyrkjufræð-
ingur, f. 1979, móðir Þ. Hanna
Hannesdóttir, f. 1959.
Þóra ólst upp í Hvassaleiti 75.
Hún lauk prófi frá Mennta-
skólanum við Sund 1978 og
kenndi við Grunnskóla Eski-
fjarðar veturinn 1978-1979. Hún
hóf nám í líffræði við HÍ haustið
1979 og útskrifaðist sem B.Sc. í
líffræði 1984. Hún starfaði við
Við áttum góða æsku, stundum
upplifði ég hana sem fullkomna.
Að alast upp í Hvassaleiti á sjö-
unda áratugnum voru forréttindi.
Hverfið eins og frjósamur akur
sem hlúði vel að plöntunum sínum
og tók örugglega vel á móti
þriggja ára gamalli Þóru, nýfluttri
frá útlöndum ásamt tveggja, fimm
og sex ára gömlum systkinum sín-
um. Svo fjölgaði enn um tvo á
næstu árum, átta manna fjöl-
skylda sem var alltaf ótrúlega
samhent. Á góðviðrisdögum iðaði
Hvassaleitið af lífi þegar börnin
streymdu út á holótta malargöt-
una og tóku þátt í „brennó“, „yfir“,
„teygjó“ og öðrum vinsælum leikj-
um. Þóra var vel liðtæk; góð í að
henda og grípa bolta og engir
stóðu henni framar í liðleika,
sveiflaði fætinum létt upp fyrir
teygjuna í brjósthæð. „Tóta litla
tindilfætt“ raulaði mamma stund-
um til grönnu og léttfættu stúlk-
unnar sinnar.
Barnæska mín var samofin til-
veru Þóru; hún var árinu eldri en
ég, við gengum í sama skóla, borð-
uðum saman hafragraut og slátur,
smurðum skólanesti fyrir hvort
annað og drukkum kókómalt úr
gosflöskum sem mygluðu í skóla-
töskunni ef gleymdist að skola
þær. Þóra var akkerið mitt á
skólalóðinni í Hvassó þegar hætta
steðjaði að og líka heima á dimm-
um og draugalegum kvöldum. Á
rigningardögum tókum við fram
spilastokkinn: Manni, Rommí,
Kani … aftur Manni, hún gat spil-
að endalaust. En þótt yfirleitt
væri stutt í brosið og hláturinn var
Þóra í þyngra lagi að eðlisfari,
stundum önug. Henni gat sárnað
óréttlæti, eins og þegar hún hafði
mikið fyrir því að hjálpa mér sjö
ára gömlum að fylla út og senda á
síðustu stundu jólagetraun Um-
ferðarráðs. Ég varla læs á þeim
tíma og óviti á umferðarmerki.
Nema hvað á aðfangadag bankar
einkennisklæddur lögregluþjónn
upp á og afhendir mér verðlauna-
bók með stimpli lögreglunnar á
forsíðu. Þetta fannst Þóru órétt-
látt. „Maður þarf að vinna fyrir
gæfu sinni“ gætu vel verið ein-
kunnarorð Þóru á lífsleiðinni.
Á æskuárunum var Þóra mér
áminning þess að með elju næst
árangur. Í ballettskóla Sigríðar
Ármann varð þessi hægláta 9 ára
systir mín að leikshússtjörnu þeg-
ar hún ásamt sex öðrum stúlkum
dansaði í „Snjókarlinum okkar“ í
Iðnó. Ekki ein heldur tvær ljós-
myndir af henni í Vísi staðfestu
þessa bjargföstu og stoltu trú
mína.
Svo byrjaði kynþroskinn og
Þóra stækkaði hratt, upp fyrir
flesta strákana í bekknum. Ég
náði henni rétt í holhönd. Þetta
var henni viðkvæmt og afar órétt-
látt. Sennilega hefur hún ákallað
guð því þessi hræðilegi vaxtar-
kippur stöðvaðist snarlega og
skildi Þóru eftir í 164 cm á hæð.
Þóra grét það sem ég þráði.
Svo eru æskuárin allt í einu að
baki og við taka unglingsár, há-
skólaár nær og fjær, barneignir,
starfsferill og þetta óþarfa stress.
Samskiptin við Þóru minni en
maður hefði kosið en nálægð
æskuáranna alltaf sterk þegar við
hittumst, þögull þráður á milli
okkar. Hún kallaði mig alltaf
Addó, og á milli tíðra og kátra fjöl-
skyldusamkoma áttum við stund-
um símtöl sem vöruðu gjarnan í
hálftíma eða lengur. Og nú er
þessi gegnheila, trausta og hroka-
lausa systir mín allt í einu ekki
lengur hér, en minningin um hana
er sterk og sæl.
Arnór Víkingsson.
Þóra Víkingsdóttir mágkona
mín er fallin frá, skyndilega og án
fyrirvara í svefni, rétt orðin 63 ára.
Höggið var þungt og óvænt og erf-
itt að ná utan um þennan óvænta
raunveruleika.
Kynni okkar Þóru hófust fyrir
meira en fjörutíu árum. Upphafið
var nokkuð klaufalegt, þegar ég,
bláeygur unglingur sem snæddi í
fyrsta sinn um jól með minni stóru
tengdafjölskyldu, þekkti ekki
möndlugraut og eyðilagði fyrir
Þóru spenninginn yfir því hver
fengi möndluna.
Minningarnar eru margar og
alltaf var Þóra lykilmanneskja.
Við áttum samleið í söngnum hjá
Möggu Pálma og í uppeldinu með
börnin okkar í Háteigsskóla og
Stakkaborg og í fótboltanum hjá
Val. En fjölskyldulífið í minni
þéttu tengdafjölskyldu var dýr-
mætast af öllu. Samheldnin, systk-
inaástin, söngurinn, matarástin og
hópandinn, sem þau fengu í arf úr
uppeldinu í Hvassaleitinu hefur
fylgt þeim allar götur síðan og
hrifið okkur viðbæturnar með.
Undanfarið hefur minningin
um skyndilegt fráfall Kristjáns
hálfbróður þeirra og þess elsta í
hópnum leitað á mig og ferð okkar
Þóru og Arnórs til Vestmannaeyja
í fallega minningarathöfn um
hann, fyrir næstum fjórum ára-
tugum. Erfið en falleg minning og
einhvern veginn svo nálæg núna.
Mér fannst birta yfir Þóru eftir
því sem árin liðu, fagurhvíta hárið
hennar, sem hún fékk frá pabba
sínum, fór henni einstaklega vel
og hún varð litríkari í klæðaburði,
sem ég kunni vel að meta. Þóra
átti tvö ævistörf og í því fyrra var
hún kollegi Arnórs bróður síns og í
því seinna kollegi minn. Líffræðin
færði hana frá starfi á Rannsókn-
arstofu í ónæmisfræði á Landspít-
alanum yfir í menntaskóla-
kennslu, sem hún hellti sér í af
miklum krafti. Ég veit fyrir víst að
það var ómetanlegt að fá mann-
eskju eins og Þóru með áratug-
areynslu af rannsóknarstörfum
yfir í kennslu ungmenna með æv-
ina fram undan. Enda brilleraði
hún á því sviði eins og annars stað-
ar.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
Þóru í mínum innsta hring í öll
þessi ár og fyrir að fá að þroskast
saman. Hún var fyrirmynd-
aramma sem hélt vel utan um
fólkið sitt, veisluhaldari af guðs
náð og listakokkur, hjartans vin-
kona og liðsfélagi í ótal hópum
með Bjarna sínum þar sem þau
nutu lífsins saman á góðum stund-
um. Skarðið er stórt sem hún skil-
ur eftir hjá ástvinum sínum, en
minningarnar ylja og eru sem
smyrsl á sárin.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vinda leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt!
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Með orðum Jóhannesar úr
Kötlum kveðjum við Þóru mág- og
svilkonu okkar. Full þakklæti fyr-
ir fallega samleið með henni og
dýrmætar stundir, en sorg og
trega yfir að nú skuli leiðir skilja.
Við vottum Bjarna, Þóru Hrund,
Valgerði, Kára, Sveinbjörgu,
Niels, Jóhannesi, Særúnu, Sölva,
Silju og Svönu okkar innilegustu
hluttekningu.
Guðrún, Øyvind, Erna,
Eymundur, Anna og
Garðar.
Þær eru margar minningarnar
um Þóru sem fljúga í gegnum hug-
ann. Ég man þegar við Þóra
Hrund byggðum okkur snjóhús
úti í garði á Brávallagötunni og
vorum svo ánægðar með afrakst-
urinn að við vildum endilega fá að
sofa í snjóhúsinu þá um nóttina. Í
stað þess að banna okkur það,
vissi Þóra að við myndum aldrei
endast nóttina úti í kuldanum. Við
klæddum okkur í kuldagallana,
buðum Þóru og Bjarna góða nótt
og héldum út með svarta plast-
poka fyrir gólfefni ásamt vasaljósi
og draugasögum. Við höfðum ekki
verið lengi í nýju híbýlunum þegar
við ákváðum að líklega væri betra
að fara bara aftur inn og sofa í
hlýju og mjúku rúmi. En það að
hafa mátt sofa úti í snjóhúsinu var
nóg útaf fyrir sig, enda mikils virði
að finna að okkur var treyst.
Þóra var mikil fjölskyldukona
og var dugleg að rækta tengslin. Í
seinni tíð tók hún upp á því að
bjóða okkur Luke heim þegar við
vorum á landinu. Í fyrsta skiptið
bauð hún okkur í bröns og þegar
við mættum beið okkar heilt hlað-
borð af alls kyns réttum, allt svo
fallega fram sett. Hún hafði einnig
ákveðið að bjóða allri stórfjöl-
skyldunni, svo þeir sem ekki hefðu
náð að hitta okkur fengju tækifæri
til þess að gera það áður en við
færum aftur af landi brott, líkt og
við værum hið mesta merkisfólk.
Allt í einu var það sem við héldum
að yrði saklaust kaffiboð orðið að
höfðinglegri veislu.
Eftir að sonur minn fæddist
vildi Þóra endilega fá að fylgjast
með honum. Hún gerði sér sér-
staka heimsókn til mömmu svo
hún gæti séð myndir af honum í
símanum, þar sem mamma kann
ekki að áframsenda myndir. Þeg-
ar við komum svo loksins til Ís-
lands með drenginn var hún fyrsta
manneskjan til að hafa samband
því hana langaði svo að hitta hann.
Mér þykir óendanlega vænt um
þennan áhuga sem hún sýndi hon-
um og hann virtist finna að þarna
var einstök kona á ferð, en hann
sleit ekki augun af henni og hafði
engan áhuga á hvorki mér né
ömmu sinni þegar hann hitti Þóru
í fyrsta skipti.
Hún ræktaði ekki eingöngu
tengsl sín við frændfólk sitt, held-
ur var henni líka í mun að við
frændsystkinin ræktuðum vin-
skapinn okkar á milli. Síðustu árin
bauð hún okkur í spilakvöld á milli
jóla og nýárs, þar sem hún sá um
allan undirbúning og útbjó veit-
ingar en lét sig svo hverfa þegar
við vorum mætt svo við gætum átt
okkar eigin stund saman.
Þóra var einstök kona, yndisleg
og hlý. Hún var laus við alla til-
gerð og var einhvern veginn svo
sönn. Hún var sérlega metnaðar-
full, framúrskarandi kennari og
svo var alltaf stutt í húmorinn.
Það er undarlegt að Þóra skyldi
kveðja þennan heim einmitt þegar
það voru svo spennandi og bjartir
tímar fram undan. Við nánari um-
hugsun er þó eins og hún hafi
ákveðið að fara einmitt þegar
hennar nánasta fjölskylda hafði
eitthvað að hlakka til. Líkt og hún
hafi séð til þess að í sorginni væri
ljósglæta og von um betri tíma.
Hjartað er fullt af sorg en um
leið er ekki hægt annað en að finna
fyrir þakklæti yfir að hafa átt slíka
móðursystur.
Anna Vala Ólafsdóttir.
Þóra Víkingsdóttir, líffræði-
kennari í Menntaskólanum við
Sund, var kær vinkona, góður
kennari og góð manneskja. Þóra
hafði frjóar hugmyndir um
kennslu og leitaði sífellt áhrifa-
ríkra leiða til að hvetja nemendur
til dáða. Hún var í framvarðar-
sveit fyrir starfsþróun kennara í
MS sem verkefnisstjóri starfenda-
rannsókna og var stöðugt að þróa
sig sem kennara. Hún sat til dæm-
is vetrarlangt námskeið um sam-
vinnunám í fjölbreyttum nem-
endahópi og kynnti
starfendarannsóknir og samvinn-
unám í MS og víðar.
Í kennslunni lagði Þóra áherslu
á að finna leiðir til að efla áhuga og
metnað nemenda. Hún leit á það
sem hlutverk sitt sem kennara að
stuðla að sjálfstæði nemenda og
gera þá að öflugum námsmönnum.
Þegar samvinnunámið bar ekki
þann árangur sem Þóra vonaðist
til sneri hún sér að tilraun með
þemabundnar smiðjur þar sem
nemendur gátu unnið mishratt og
mismikið eftir hentugleikum og
áhugasviði. Þannig var hún
óþreytandi að þróa kennsluaðferð-
ir sínar. Í vor komu nemendur,
sem kynnst höfðu smiðjunum, til
Þóru og báðu hana um að útbúa
aftur slík verkefni fyrir sig því þau
væru svo lærdómsrík.
Þóra var örverufræðingur og
vann lengi á tilraunastofu HÍ við
rannsóknir. Þegar hún hóf
kennslu var vísindakonan auðsjá-
anleg og birtist sjónarhorn hennar
meðal annars í frumleika í náms-
framboði er hún útbjó áfanga í
skólanum í anda vinsælla lög-
regluþátta, CSI. Þar þjálfaði Þóra
nemendur í vísindalegum vinnu-
brögðum með því að leggja fyrir
þá morðgátu sem þeir áttu að
leysa. Nemendur rannsökuðu
vettvang, greindu blóðflokka, tóku
fingraför og unnu að öllu leyti fag-
lega við að upplýsa glæp. Há-
punktur námskeiðsins var þegar
nemendur mættu í skólann að
morgni dags og búið var að loka af
svæði þar sem glæpur átti að hafa
verið framinn, blóðslettur um allt,
útlínur líks dregnar upp og ýmis
merki um átök. Allt var skipulagt í
þaula og útfært á spennandi hátt.
Þóra var fagmaður fram í fing-
urgóma, vönduð í vinnubrögðum
og ósérhlífin. Henni þótti brýnt að
móta skólabrag þar sem menntun
væri í heiðri höfð og gerði áhuga-
verðar tilraunir með þverfaglegt
samstarf og var talskona teymis-
kennslu í MS. Þóra lagði mikið til
skólasamfélagsins bæði í faglegu
starfi sem kennari og einnig með
starfi sínu í stjórn starfsmanna-
félagsins. Í starfsmannafélaginu
naut leikgleði Þóru sín og átti hún
frumkvæði að alls kyns æsispenn-
andi leikjum sem kröfðust
skemmtilegra samskipta innan
starfsmannahópsins. Við urðum
einnig þeirrar ánægju aðnjótandi
að fara með henni í nokkur ferða-
lög og kynntumst þar Bjarna, eig-
inmanni hennar, og sáum hve
samband hans og Þóru var náið og
fallegt. Þóra var góður og
skemmtilegur félagi enda greind
og kát kona sem gaman var að um-
gangast.
Þóra var óþreytandi að benda á
leiðir til að styrkja lærdómssam-
félagið í MS. Hún gaf mikið af sér
og nú er stórt skarð höggvið í hóp
MS-inga. Andlát Þóru er mikið
áfall en við erum óendanlega
þakklátar fyrir að hafa fengið að
kynnast og starfa með Þóru. Við
sendum samúðarkveðjur til
Bjarna og fjölskyldunnar, þeirra
missir er mestur.
Hjördís Þorgeirsdóttir og
Sigurrós Erlingsdóttir.
Á einu augabragði er allt
breytt. Elskuleg vinkona leggst til
hvílu að kvöldi eftir annasaman
dag. Verkefnum lífsins hvergi
nærri lokið. Tilhlökkunarefnin eru
mörg, ný heimkynni, stækkandi
fjölskylda og samvera í sólskini
sumarsins. En öllu er afmörkuð
stund og allt hefur sinn tíma.
Stundaglasið hennar Þóru tómt og
hún vaknar ekki framar til þessa
lífs. Hve snöggt, hve sárt, hve
ótímabært.
Snemma í upphafi nýrrar aldar
ákváðu tvær samstarfskonur að
stofna bridgeklúbb. Önnur átti
vinkonu og hin frænku sem kunnu
eitthvað fyrir sér og voru líklegir
klúbbfélagar. Síðan höfum við ver-
ið samferða og hist vikulega á
vetrarmánuðum. Borðað saman,
spilað, hlegið, deilt stóru og smáu í
lífi okkar og barna okkar, borið
saman bækur og skroppið í bú-
stað.
Við viljum trúa því að samvera
okkar hafi hvatt Þóru til þess að
skipta um starf. Færa sig úr rann-
sóknarstofunni í skólastofuna þar
sem við hinar áttum allar starfs-
vettvang. Samræðurnar tengdust
því oftar en ekki skólamálum og
hvað mætti þar betur fara en
spilamennskan þróaðist hægt, var
fyrst og fremst vettvangur gjöf-
ullar samveru. Skólasamfélagið
hefur nú misst einn sinn besta liðs-
mann.
Missirinn er sár en minning-
arnar ljúfar.
Fjölskylda Þóru hefur misst
yndislega konu, eiginkonu, móður,
ömmu, systur og frænku. Sesselja
okkar hefur misst sína æskuvin-
konu. Það eru margir sem syrgja
Þóru. Þeim sendum við kærleik-
skveðjur.
Við þökkum fyrir Þóru og fel-
um hana björtu ljósinu.
Ásdís og Vilhelmína (Villa).
Þóra Víkingsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Þóru Víkingsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar
elskulegs sonar míns og bróður,
SIGURSTEINS FREYS VIGFÚSSONAR,
Boston, Massachusetts.
Sérstakar þakkir viljum við færa æskuvinum
Sigga.
Guðrún Sigursteinsdóttir
Inga Brá Vigfúsdóttir
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
OLGU ÓLU BJARNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ.
Eymundur Sigurðsson Ragnheiður Bragadóttir
Hanna Birna Sigurðardóttir Jesper Dalby
Bjarni Gaukur Sigurðsson Elísabet Jónsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SOFFÍA EINARSDÓTTIR
frá Þorlákshöfn,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Selfossi föstudaginn 11. júní.
Bettý Grímsdóttir Árni Hrannar Arngrímsson
Arngrímur Árnason
Soffía Sif Árnadóttir