Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elsku besta tengdamamma. Ég var svo heppin að kynnast Tomma þínum fyrir tæpum ára- tug og þar með þér og Kára þín- um. Þetta var í desember 2011. Ég man þegar við hittumst fyrst og mér var tekið opnum örmum ásamt Anítu og Eggerti mínum sem þá voru 15 og 10 ára. Á þess- um tíu árum höfum við eytt mikl- um tíma saman og margt gerst og breyst síðan. Mér og börn- unum leið eins og við hefðum alltaf verið hluti af fjölskyldunni og þau fóru strax að kalla ykkur ömmu og afa. Og það var nú oft að ég kíkti um helgar í heimsókn með börnin okkar Tomma þó að hann væri á sjó. Þú passaðir allt- af vel upp á þína og sást til þess að allir þínir væru jafnir og fengju jafnt. Þú varst alltaf glöð og kát og þér fannst ekkert betra en að vera með fólkinu sem þú Jóhanna Hólmfríð- ur Óskarsdóttir ✝ Jóhanna Hólm- fríður Ósk- arsdóttir fæddist 19. desember 1947. Hún lést 29. maí 2021. Jóhanna Hólm- fríður var jarð- sungin 10. júní 2021. elskaðir og elskaði þig. Ég hjálpaði til við að flytja með ykkur tvisvar og Aníta mín færði okkur tvo gleðigjafa á þessum árum, langömmubörnin Natalie og Nóa, sem þér þótti afar vænt um. Minningarnar eru ótal margar og mjög svo skemmti- legar og þær munum við ávallt geyma í hjartanu okkar og deila áfram til afkomenda okkar allra. Elskum þig alltaf. Takk enda- laust fyrir allt og sjáumst síðar. Þín Rúrí, Aníta og fjölskylda og Eggert. Elsku Jóhanna frænka. Ég er ekki að ná því að þú sért farin, það voru nákvæmlega 55 dagar á milli ykkar systra. Þú varst mín stoð og stytta í gegn- um útför mömmu, hélst í hönd mína og studdir mig, nú mun ég ekki einu sinni vera viðstödd þína útför. Ég vildi virkilega vera þar, það veist þú best af öllum, við áttum svo gott samtal fyrir nokkrum vikum síðan. Ég get bara ekki gengið í gegnum þá raun sem einangrunin á Íslandi hefur í för með sér. – Það veist þú. En ég mun sitja hérna megin Atlantshafsins og fylgjast með útförinni. Þú varst mér alltaf svo góð – svona extra mamma, þær voru ófáar útilegurnar sem við fjöl- skyldurnar fórum saman, meira að segja eftir að við Bjarki byrj- uðum að vera saman, þá var skundað í Galtalæk með mismik- ið óvelkomið öl með. Sterkar í minningunni eru líka allar ferð- irnar í Þorlákshöfn, veðurspáin kannski ekki alltaf jafn bjartsýn og pabbi var, en þá var bara gist hjá ykkur í þær nætur sem þurfti til að komast heim - eftir að hafa kannski þurft tog-hjálp í þrengsl- unum, þetta var fyrir Suður- strandarveginn. Búðin þín, litla og sæta, með öllu sem litlum stelpum fannst spennandi. Að koma austur og fá að fara í búðina og skoða allt og stundum kaupa eitthvað eða ef þú gafst okkur eitthvað – bara frábært. Eftir Suðurstrandarveginn er mér svo sterkt í huga eitt skipti þegar ég var í heimsókn hjá mömmu, þetta var þegar mamma átti enn þá bíl, þá sagði hún að hún hefði ekki farið austur í ár og daga. Þá ákváðum við bara að skella okkur í heimsókn og fara Suðurstrandarveginn. Kári var að vísu á sjó en þið Anna Magga voruð heima. Að sjálfsögðu tekið á móti okkur með skonsum og með þeim, einhverra hluta vegna þróaðist umræðan út í stærð, já eða smæð, á fólki, við mældum okkur allar, svo kom Tómas heim frá sjónum og skemmdi allt þar sem hann var svo langur. Mikið óskaplega á eftir að vera tómt hjá Kára okkar, hann sem hugsaði svo vel um þig, hann var jú á sjúkrahúsi þegar útför mömmu var en þá hoppaði Tóm- as beint í skarðið, þið voruð og eruð svo heil sem fjölskylda, allir hugsa vel um alla. Hér er kveikt á tveimur kert- um allan sólarhringinn, engla- kertin fyrir ykkur tvær sem kvödduð með svo stuttum fyrir- vara, þið eruð samt þrjár engla- systur sem allar voru mér svo kærar, fyrir aftan kertin er mynd af ykkur þremur, þið áttuð líka bræður sem farnir eru. Fyrir mér er heil kynslóð farin sem var mér svo góð. Mamma sem var mér allt og hugsaði svo vel um stelpurnar, Björk sem var auka- mamma fyrir mér, hún hugsaði líka vel um Matthildi og Guðnýju áður en þær fóru á leikskóla, og svo Jóhanna sem var gleðipinn- inn í hópnum. Mig langar að skrifa mikið meir þar sem minningarnar eru óteljandi, eins og þegar Bjarki sagði mömmu sinni frá því að þú hefðir kvatt, þá kom strax upp hvað það var gaman þegar við vorum í Húsgagnahöllinni og hittum ykkur Kára og Önnu Möggu þar. Þú varst svo góð við ömmu og afa, og já bara alla, þú varst best! Kveðja frá Kolbrúnu (Kollu) í Svíþjóð. Það er fallegur vordagur í Uppsöl- um, eftirvænting og spenna í lofti. Von á fasteignasal- anum á hverri stundu enda á að fara að sýna húsið, við á leið heim eftir margra ára búsetu erlendis. Þá hringir síminn, þú ert á línunni og ég heyri strax að það er eitthvað að, fimm ára barátta við krabbameinið hafin. Ég gat ekki ímyndað mér þegar leiðir okkur lágu fyrst saman í læknadeildinni fyrir nær 30 árum að við yrðum svona nánar vinkonur. Þú svo mikil skvísa, falleg, opin og skemmtileg, á margan hátt ólík mér en samt ekki. Fólk kynnist vel á svona löngum námstíma og er við útskrifuðumst vorum við hluti af nánum hópi sem stórt skarð er nú höggvið í. Þú ákvaðst að sérhæfa þig í barna- lækningum, vildir sinna þessum viðkvæma og dýrmæta hópi sjúklinga, sem eftir á að hyggja kom kannski ekki á óvart, dýra- vinurinn sem þú varst. Veik börn og dýr svo ósjálfbjarga og varnarlaus. Gigtarlækningar barna urðu þitt sérsvið, þú barst hag sjúklinga þinna ávallt fyrir brjósti, samviskusöm og nákvæm. Við bjuggum í næsta ná- grenni hvor við aðra í fleiri ár í Svíþjóð en ég áttaði mig ekki á því hvað þú varst mikill Svíi í þér fyrr en ég sá þig í þessu sænska umhverfi. Þú og fjöl- skylda þín voru hluti af vina- hópi sem varð fjölskylda okkar þarna úti. Við fögnuðum afmæl- um barnanna, útskriftum og öðrum áföngum og hátíðisdög- um í lífinu saman. Þrátt fyrir heimflutning minn fór ég reglu- lega til Svíþjóðar eða allt þar til Covid skall á og ætíð reyndum við að hittast. Það var alltaf gaman að ræða málin við þig, þú sást hlutina oft frá öðru sjónarhorni, varst ráðagóð og ætíð hreinskilin. Ég fylgdist með baráttu þinni við þennan skæða sjúkdóm, endurteknum aðgerðum, fylgikvillum, auka- verkunum, verkjum og vanlíð- an. Ég dáðist að því hvernig þú tókst á við þetta allt af mikilli þrautseigju. Þú hafðir gaman af að hlaupa og æfa og reyndir að byggja upp styrk og þol á milli meðferða. Það var ótrúlegur kraftur í þér, þú sem varst svo fíngerð. Þú lifðir virkilega lífinu og lést sem sjúkdómurinn væri ekki til staðar. Varst á ferð og flugi, stundum á ansi fjarlæga staði en mér stóð ekki alltaf á sama svo veik sem þú varst. Ástand þitt fór hríðversnandi frá áramótum en það var erfitt að fylgjast með því hvernig sjúkdómurinn tók yfirhöndina og allt stefndi í eina átt. Er kallið kom og gullvagninn sótti þig sit ég eftir með sorg, reiði og söknuð í hjarta. Fjöldinn all- ur af góðum minningum verður nú svo dýrmætur en ég er einn- ig þakklát fyrir að hafa kynnst þér, kæra vinkona. Á þessum tíma sem er liðinn frá andláti þínu hefur hugur Sóley Ómarsdóttir ✝ Sóley Ómars- dóttir fæddist 8. júní 1969. Hún lést 1. apríl 2021. Útför Sóleyjar fór fram 9. júní 2021. minn dvalið oft hjá Guðjóni og börnun- um ykkar, Ómari Kára, Írisi og Söru. Ég sendi þeim, foreldrum þínum, systkinum og öðrum aðstand- endum mínar inni- legustu samúðar- kveðjur. Hvíl þú í friði yndislega vin- kona, minningin mun lifa. Margrét Agnarsdóttir. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum elsku Sóley okkar sem nú fer í sína hinstu för. Nú, þegar styttist í árlega sum- ardvöl okkar fjölskyldunnar í Svíþjóð, er skrýtið að hugsa til þess að þetta sumar verður án Sóleyjar sem hefur verið órjúf- anlegur hluti af fjölskyldum okkar og öllum okkar stundum í Svíþjóð. Þeim sem kynntust henni kom ekki á óvart að hún hafi valið sér að verða læknir því hún var ávallt að hugsa um vel- ferð allra og mátti ekkert aumt sjá. Hún valdi sér barnalækn- ingar sem sérfag og starfaði á Astrid Lindgren-barnasjúkra- húsinu sem er hluti af Karol- inska-stofnuninni og varði þar árið 2015 doktorsritgerð um móðurmjólkurnæringu fyrir- bura. Hún starfaði auk þess við gigtarlækningar á börnum og var yfirlæknir á því sviði á Kar- olinska. Hún var í framlínu á sínu sviði og það hefur þurft mikinn styrk til að sameina þessa miklu samúð sem ein- kenndi hana og erfið tilfelli meðal sjúklinga hennar. Þegar Sigríður, móðir bræðranna, lést nóttina eftir fjölskylduveislu í Stokkhólmi sumarið 2015 þá var það Sóley sem gaf hvergi eftir við að hnoða í hana lífi og síðan þegar orrustan var töpuð, sú eina sem hafði til þess styrk að sjá til þess að Sigga lægi þægilega í rúmi sínu, vel til höfð. Hins vegar birtist sam- úðin meðal annars í því hversu mikill dýravinur hún var og gerðum við mikið grín að því hvernig hún ofdekraði öll gælu- dýr sem enduðu í fanginu á henni en sem dæmi fengu kan- ínurnar ætíð hreinsað og skorið salat af sömu gæðum og fjöl- skyldan. Hér sitjum við, slegin yfir þessum endi, og spyrjum af hverju þetta hafi farið svona en vitum ósköp vel að við því fáum við aldrei nein svör. Sóley hafði svo mikið að gefa og miklu að miðla af sinni einstöku innsýn og þekkingu. Hún hafði ein- stakt lag á að lesa í aðstæður og varpaði iðulega fram spurn- ingum sem gat verið erfitt að svara en hollt að ræða. Við minnumst allra sumar- kvöldanna sem við sátum sam- an á pallinum og dáðumst að sólarlaginu ásamt því að smella enn einni myndinni af því. Allra vetrarkvöldanna sem við sátum fyrir framan arininn með rauð- vínsglas og nutum samverunn- ar og síðast en ekki síst jólanna og áramótanna síðustu sem veikindin settu óneitanlega mark sitt á. Þá var það að sjálf- sögðu engin önnur en Sóley sem sá til þess að það yrði stemning og mætti klyfjuð af alls kyns jólapeysum, áramóta- höttum og dóti sem allir voru skikkaðir í og svo var þetta sem betur fer myndað í bak og fyrir. Þegar við lítum til baka áttum við okkur á því hvernig hvert og eitt okkar datt inn í ákveðin hlutverk þegar fjöl- skyldurnar okkar sameinuðust og þá var Sóley klárlega sú sem sá um íþróttir, heilsu og skemmtanahald í fjölskyldunni. Við fráfall Sóleyjar er stórt skarð hoggið í okkar litlu fjöl- skyldu, þó nær hjartarótum þeirra sem stóðu henni næst. Missirinn er mikill en enginn sem þekkti Sóley mun gleyma henni, minning hennar mun lifa. Guðjóni og börnum þeirra vottum við okkar dýpstu sam- úð. Steingrímur og Þórhildur. Sú harmafregn barst á skír- dag að bekkjarsystir okkar Sól- ey Ómarsdóttir væri fallin frá á besta aldri. Er það þriðja skarðið sem höggvið er í hóp sem taldi 20 nemendur. Bless- unarlega vorum við ekki hreinn strákabekkur, þrjár stúlkur björguðu því. Sóley ásamt hin- um tveimur lét strákapör og stöðugt mas yfir sig ganga, miklu oftar en skynsamlegt var í kennslustundum. Oftar en ekki var henni þó skemmt og tísti þá í henni af hlátri. Skaust svo og hitti vinkonurnar úr öðr- um bekkjum í frímínútunum til að hlaða batteríin. Sóley var hvers manns hugljúfi með hlýtt bros og sindrandi augu, skemmtileg og fjörug. Hún var afburða námsmaður og tók virkan þátt í félagslífinu, virtist hafa lítið fyrir stórgóðum ein- kunnum í MR. Vorið 1989 skundaði bekkurinn út í lífið eftir mótandi árin í mennta- skólanum og hélt til frekara náms. Sóley fór í læknisfræði strax um haustið með mörgum öðrum úr árganginum, því námi lauk hún með glæsibrag. Meðal heimsókna til Íslands var mæting í stúdentsafmæl- isfögnuði þar sem fjöldi mið- aldra fólks lætur eins og það sé tvítugt aftur. Eins og það eru með eindæmum skemmtilegir endurfundir brá óvæntum skugga á eitt árið. Þegar bekk- urinn hittist í 30 ára stúdents- afmælinu fyrir tveimur árum færði hún okkur heilsutíðindin þungbæru af hispursleysi og hugrekki, baráttan við meinið var löngu hafin. Læknirinn Sól- ey vissi vísast að það gat brugðið til beggja vona. Eðli- legt er að spyrja: hver er sann- girni lífsins? Hún átti eftir bestu ár ævinnar, uppskerutím- ann sjálfan. Seinni hluta starfs- ferilsins þegar menntunin og reynslan er verðmætust fyrir samfélagið sem fær krafta hennar ekki notið lengur. Sam- verustundir með fjölskyldunni biðu ótalmargar. Þess í stað er lífinu lokið þegar seinni hálf- leikur var rétt hafinn. Við sem eftir stöndum getum einungis yljað okkur við frábærar minn- ingar frá menntaskólaárunum um fjörugu, kláru og síbrosandi Sóleyju sem setti svo eftir- minnilega mark sitt á þessi mikilvægu ár. Foreldrum, systkinum, eiginmanni og börn- um hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði elsku Sóley, takk fyrir allt gamalt og gott. F.h. 6.Y. úr MR 1989, Egill Tryggvason. Í dag er góð vinkona okkar borin til hinstu hvílu eftir bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem á endanum hafði betur. Með frá- falli hennar hefur stórt skarð myndast í vinahópinn sem ekki verður bætt. Sóley var ein af þessum einstöku konum sem geta allt, verið eiginkona og móðir, læknir og vísindamaður og auk þess tekið vel á móti vinum og vandamönnum á fal- legu heimili fjölskyldunnar í Sollentuna. Jákvæð, glöð og endalaust gaman að hitta. Allar þær óteljandi minningar um ferðalög og samveru sem við áttum með Sóleyju og fjöl- skyldunni hennar munu ylja okkur um ókomna tíð. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við votta Guðjóni, Ómari Kára, Írisi, Söru, foreldrum hennar, systkinum og öðrum aðstandendum innilega samúð, bænir okkar og hugsanir eru hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Elísabet og Einar Jón. ✝ Gunnlaugur Pétur Valdi- marsson frá Kolla- fossi í Miðfirði fæddist 25. mars 1950 á Hvamms- tanga. Hann lést 25. maí 2021. Foreldrar hans voru Valdimar Daníelsson, f. 14. des. 1901, d. 19. mars 1974, og Guð- björg Sigurlaug Gunnlaugs- dóttir, f. 18. maí 1919, d. 27. des. 1993. Systkini Gunnlaugs: Helgi Ingvar, f. 24. júní 1931, d. 3. jan. 2006, Dóra Magnheiður, f. 17. des. 1954, og Ásmundur Smári, f. 2. júlí 1956. Uppeldisbróðir Gunnlaugs er Sigurður Eiríks- son, f. 27. sept. 1940. Ingi Karl Sigríðarson, f. 17. okt. 1982. Guðbjörg á þrjú börn, Daníel Frey f. 27. sept. 2001, Úlfar Mána, f. 21. maí 2009, og Perlu Lind, f. 21. október 2011. 3) Jóhann Fannar, f. 12. júlí 1985. Jóhann á tvö börn, Jökul Mána, f. 25. feb. 2015, og Mar- gréti Báru, f. 14. des 2016. 4) Valdimar Halldór, f. 12. júlí 1985. Sambýliskona hans er Al- dís Olga Jóhannesdóttir, f. 24. júlí 1976. Valdimar á þrjá syni úr fyrra sambandi, Viktor Kára, f. 14. júlí 2006, Róbert Sindra, f. 14. feb 2011, og Tómas Braga, f. 6. jan. 2015. 5) Ólöf Eik, f. 19. júlí 1988. Eiginmaður hennar er Gunnar Pétursson, f. 14. sept. 1983. Dóttir þeirra er Áróra Eik, f. 12. nóv. 2009. Útför Gunnlaugs fer fram frá Melstaðarkirkju í dag, 12. júní 2021, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/uray6mf/. Virkan hlekk má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Börn Gunnlaugs eru fimm: 1) Þor- björg, f. 14. apríl 1980. Móðir hennar er Guðrún Ragna Sveinsdóttir, f. 5. nóv. 1947, d. 13. apríl 2009. Sam- býlismaður Þor- bjargar er Bene- dikt Þór Kristjánsson, f. 10. mars 1979, þau eiga tvo syni, Bjarna Þór, f. 4. ágúst 2000, og Guðna Rafn, f. 16. september 2002. Gunnlaugur átti fjögur börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Önnu Rósu Jóhanns- dóttur, f. 25. nóv. 1958, en þau slitu sambúð haustið 1997. 2) Guðbjörg Sigurlaug, f. 23. nóv. 1981. Sambýlismaður hennar er Gulli frændi hefur verið kallað- ur í sumarlandið. Það var erfitt að fá þær fréttir en við trúum því að þar líði honum vel. Það er farið að fenna yfir minningar okkar systra um árin hans á Kollafossi en við eigum margar góðar minningar um tímann með honum eftir að hann flutti aftur í Húnaþingið frá Dalvík. Gulli var alltaf með annan fótinn á Gilsbakkanum hjá for- eldrum okkar og það voru oft líf- legar umræðurnar við eldhús- borðið þegar Gulli kom í mat eða kaffisopa, hann hafði jú vissulega sterkar skoðanir á ýmsum málum. Við systur ólumst upp við það að Gulli frændi var með okkur á jól- um og áramótum, hann mundi alltaf eftir afmælisdögunum okk- ar og seinna barnanna okkar. Hann sendi okkur alltaf jólakort eftir að við fórum að búa og fylgd- ist með því sem á daga okkar dreif. Síðustu mánuði er eins og eitthvað hafi breyst, heilsa hans fór að dala, það gustaði ekki jafn mikið af honum og við eigum minningar um, hann varð maður fárra orða. Það er skrítið að hugsa til þess að Gulli muni ekki kíkja í kaffi til mömmu og pabba næst þegar við komum heim á Gils- bakkann. Elsku Tobba, Gugga, Valdi, Jói, Óla og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson) Inga Rut og Valbjörg Rós. Gunnlaugur Pétur Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.