Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Vinur þinn er ósammála þér í ein-
hverju sem tengist sameiginlegum eigum.
Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast
loksins.
20. apríl - 20. maí +
Naut Slíðraðu sverðin og láttu ekki ómerki-
legar kritur eyðileggja ágætan dag. Aðrir
eru tilbúnir til þess að hlusta á þig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er engin ástæða til þess að
láta hugfallast þótt allt virðist ekki ganga
upp. Hugsaðu um hvert langtímamarkmiðið
er.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Reyndu að halda öllu í sem bestu
jafnvægi svo þú eigir auðveldara með að
ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka
upp á.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ástvinir hafa sínar eigin hugmyndir
um skemmtanir og reyna að fá þig með í
eitthvað sem passar þér alls ekki. Gakktu
frá lausum endum áður en þú ræðst í eitt-
hvað nýtt.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það gæti komið þér á óvart að kom-
ast að því að einhver er fjáðari en þig grun-
aði. Hvað sem þú tekst á hendur í dag verð-
ur með miklum ofsa.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Félagslegar aðstæður geta verið
streituvaldandi þó að þú þekkir alla á staðn-
um. Búðu þig undir að rekast á gamla vini.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér ætti að ganga vel að vinna
með vinum þínum og kunningjum í dag. Þú
munt uppskera laun erfiðis þíns.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er ekki hægt að njóta nýrra
hluta, ef hugurinn er uppfullur af gömlum
gildum. Með innsæið að vopni öðlastu virð-
ingu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú átt erfitt með að gera það
upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n
þig eða aðra í forgang í dag. Leyfðu sjálfs-
traustinu að njóta sín.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þegar taka þarf stórar ákvarð-
anir er best að taka eitt skref í einu. Stattu
fastur fyrir og láttu engan ganga á rétt þinn
í hvaða mæli sem er.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist
ganga á afturfótunum þessa dagana. Ein-
hver er tilbúinn til að aðstoða þig í mál-
efnum er varða ferðalög eða menntun.
60 ÁRA Ríkharð Ottó Ríkharðsson
fæddist 12. júní 1961 og ólst upp í
Kópavogi. Hann gekk í Kársnes-
skóla og Þinghólsskóla og útskrif-
aðist úr Verslunarskólanum 1981.
Síðan tók háskólinn við og hann út-
skrifaðist úr viðskiptafræði 1985. Í
kjölfarið hóf hann störf hjá Olís og
var fyrstu árin í hagdeild sem hann
síðar veitti forstöðu. Stuttu eftir að
Óli Kr. keypti Olís var honum boðin
staða fjármálastjóra.
„Það var mikil ábyrgð fyrir ungan
mann, sérstaklega í því erfiða
rekstrarumhverfi sem var á þeim
tíma. Eins og margir muna var stirt
á milli lánveitenda og fyrirtækisins,
en úr því leystist þegar Texaco
keypti 30% hlut í félaginu 1989.“
Ári síðar var Olís fyrst fyrirtækja
á Íslandi til að fara í hlutafjárútboð á
frjálsum markaði. Þegar fyrirtækið
var komið í góðan rekstur ákvað
Ríkharð að söðla um og fór til Nor-
egs og lauk MBA-námi frá Oslo Bus-
iness School árið 1991. Hann var svo
framkvæmdastjóri AUK til 1994
þegar hann fór að vinna hjá Eim-
skip, fyrst heima en síðar í Bretlandi
þar sem hann sá um Íslandsdeild
fyrirtækisins og var síðar fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip í Noregi.
Á þeim tíma kynntist hann núver-
andi konu sinni, Hildi, og og flutti
heim um mitt ár 2000 og vann næstu
árin við ráðgjöf og stjórnun fyr-
irtækja. Nokkru fyrir hrun fór Rík-
harð til Glitnis, en færði sig yfir til
Íslandsbanka eftir hrun og var þar
m.a. í endurreisn lánaviðskiptanna
og viðskiptastjóri í lokin. Frá 2013
hefur hann verið framkvæmdastjóri
Norðurturns hf. og séð um uppbygg-
ingu félagsins. Ríkharð hefur setið í
stjórnum fjölda fyrirtækja í gegnum
tíðina.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Ríkharðs er Hildur
Grétarsdóttir, f. 6.10. 1964, gæða-
stjóri hjá Verði tryggingum. Þau
eiga dótturina Þórdísi Helgu, f. 4.12.
2001. Áður átti Ríkharð soninn Þor-
vald, f. 3.11. 1988.
Ríkharð Ottó Ríkharðsson
komið í hóp klassískra dægurs-
mella.“
Næst lá leiðin í Mosfellssveit þar
sem Pétur kenndi eitt ár við Var-
márskóla og var svo skólastjóri þar
í sex ár. Á sumrin fór hann nokkra
túra sem rútubílstjóri og leið-
sögumaður um hálendið en hann
hafði áður lokið námi úr Leiðsögu-
skólanum með vinnu.
Árin fyrir vestan
„Árið 1983 gerðist ég fræðslu-
stjóri Vestfjarða og fjölskyldan
unnt var. „Ég var einn vetur skip-
stjóri (og áhöfn) á rækjubát sem ég
átti, en ég var einn um borð. Jafn-
framt þessu var ég í hljómsveitinni
Facon í nokkur ár og gekk meðal
annars í það að fá útgefna plötu
með þremur lögum eftir okkur og
einnig eitt með Pink Floyd. Þar
kom við sögu Svavar Gests og virð-
ingarvert átak hans í að gefa út
plötur með landsbyggðarhljóm-
sveitum. Þessi plata gekk nokkuð
vel og eitt lagið, Ég er frjáls, heyr-
ist enn í dag og má heita að sé
P
étur Bjarnason fæddist á
Bíldudal 12. júní 1941,
en faðir hans drukknaði
með m/b Þormóði þegar
hann var á öðru ári.
Fimm ára gamall fluttist Pétur með
móður sinni og eldri systur í
Tálknafjörð þar sem hann ólst upp.
Þá giftist móðir hans Jóni Guð-
mundssyni, smið, sjómanni og síðar
bónda á Sveinseyri. Yngri systir
hans, Birna, fæddist 1949. „Skóla-
námið í Tálknafirði var skemmti-
legt. Við vorum tvær vikur í skóla
og svo voru aðrar tvær vikur í út-
sveitinni, en frí hjá okkur, svo það
var heilmikið frelsi til að sinna
áhugamálum sem voru mörg. Við
virkjuðum bæjarlækinn og raf-
lýstum kofann okkar, ég smíðaði
skuggamyndavél og sýndi sam-
límdar ræmur með Gissuri Gullrass
með dönskum texta sem ég varð að
lesa, þýða og flytja áhorfendum af
spegilskrift, því vélin var ekki full-
komnari en það. Svo voru siglingar
á tjörnum og pollum og skautasleð-
ar með seglum að hætti Sandhóla-
Péturs nafna míns.“
Kennsla og leigubílahark
Pétur var í Héraðsskólanum í
Reykholti í Borgarfirði og lauk það-
an landsprófi 1958. „Þar eignaðist
ég mikinn fjölda góðra vina og við
hittumst flest vikulega enn í dag í
gönguferð og kaffi.
Þá tóku við tvö ár við sjó-
mennsku og áfram öll sumur en ég
var í Kennaraskólanum 1960-1964.
Við vorum tvö ár í skólanum við
Laufásveg og tvö ár við Háteigs-
veginn, sem við köllum enn í dag
„Nýja skólann“. Þetta var síðasti
óskipti árgangurinn í kennaranám-
inu og við höfum haldið hópinn allar
götur síðan.“
Pétur kenndi í tvö ár við Hlíða-
skólann í Reykjavík og lærði þar
margt. „Jafnframt tók ég meirapróf
ásamt samkennara mínum og vini
Edvard Ragnarssyni og við vorum
„harkarar“ á kvöldin og um helgar
á leigubílum hjá Steindóri.“ Árið
1966 varð Pétur skólastjóri á Bíldu-
dal og sinnti því næstu tíu árin en
stundaði sjó á sumrin eftir því sem
flutti á Ísafjörð þar sem við bjugg-
um til aldamóta.“ Á Ísafirði tók
hann þátt í starfi Litla leikklúbbs-
ins, en hann hafði áður starfað með
Leikfélaginu Baldri á Bíldudal og
Leikfélagi Mosfellssveitar. Þá
stofnaði hann með öðrum Harm-
onikufélag Vestfjarða 1986 og var
varaformaður þess þar til fjöl-
skyldan flutti af staðnum.
„Ég bauð mig fram til þings í
annað sæti á lista Framsókn-
arflokksins árið 1987 og varð vara-
þingmaður til ársins 1995, þegar ég
sagði mig af lista flokksins eftir
prófkjör og meiningamun, ekki síst
í sjávarútvegsmálum, og bauð mig
fram á Vestfjörðum undir merkjum
Vestfjarðalistans. Það vantaði þó
rúmlega tuttugu atkvæði til að ég
kæmist á þing. Árið 1999 gengum
við Guðjón Arnar Kristjánsson til
samstarfs og vorum með í að koma
Frjálslynda flokknum á þing. Ég
var þar varaþingmaður allt til 2006.
Alls kom ég fjórtán sinnum inn á
þingið, lengst í fjóra mánuði í einu í
veikindum Ólafs Þ. Þórðarsonar.“
Árið 2000 var Pétri boðið starf
sem framkvæmdastjóri SÍBS og
hann gegndi því og síðar fram-
kvæmdastjórn Happdrættis SÍBS
til starfsloka 2011. Eftir það skrif-
aði hann sögu SÍBS, Sigur lífsins,
SÍBS í 75 ár 1938-2013, en hann
hafði stundað nám í sagnfræði í
fjarnámi frá HÍ. Síðan hefur hann
skrifað og gefið út sex bækur, síð-
ast Suðureyri, athafnasaga.“
Pétur hefur einnig ritstýrt ýms-
um blöðum og tímaritum, s.s. Ís-
firðingi, Dynjanda, Flóka ferða-
málablaði, Gullkistunni, SÍBS
blaðinu, Velferð og Slagorði. Pétur
var sæmdur gullmerki SÍBS og
einnig Hjartaheilla sem viðurkenn-
ingu fyrir störf hans í þeirra þágu.
Hann hefur verið í stjórn Sam-
bands íslenskra harmonikuunn-
enda, SÍHU, síðustu sex árin og var
um sex ára skeið í stjórn Félags
kennara á eftirlaunum, FKE, þar af
tvö ár sem formaður.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Greta Jóns-
dóttir, f. 3.1. 1942, skrifstofumaður
Pétur Bjarnason fv. framkvæmdastjóri SÍBS með meiru – 80 ára
Sýndi teiknimyndir með eigin vél
Facon Tveir úr Facon frá Bíldudal, Ástvaldur Jónsson og Pétur, en sveitin
gaf út á plötu nokkur lög, m.a. klassíska dægursmellinn: Ég er frjáls.
Félagsmálin Hjónin Greta og Pétur
eru hér í hallargarði á Fjóni á nor-
rænu móti kennara á eftirlaunum.
Æskan Stoltir útgerðarmenn. F.v.
Pétur, Guðmundur S. Jóhannsson
og Guðmundur S. Guðmundsson.
Til hamingju með daginn
EPLAEDIK HEFUR ALDREI
SMAKKAST BETUR!
NÝTT
Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, heilsuhillur stórmarkaðanna og Heimkaup.is
Aðeins ein
Tafla á dag
1000mg í töflu
ásamt túnfífli,
ætilþistli og króm
LJÚFfENGT EPLABRAGÐ
100% hrein og náttúruleg
vara unnin úr eplum
Sykurlaust
án gelatíns og allra gervi
litar- og bragðefna