Morgunblaðið - 12.06.2021, Page 44
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
2. deild kvenna
Fjarð/Hött/Leiknir – Völsungur............. 7:0
KH – Fram................................................ 2:1
ÍR – Hamar............................................... 2:2
Staðan:
FHL 5 5 0 0 24:6 15
KH 5 4 0 1 16:4 12
Völsungur 5 4 0 1 16:8 12
Fjölnir 4 3 0 1 25:6 9
Fram 4 3 0 1 10:6 9
Hamrarnir 4 2 0 2 14:8 6
Hamar 5 1 2 2 10:13 5
ÍR 4 1 1 2 8:11 4
Álftanes 3 1 0 2 6:7 3
Sindri 3 1 0 2 7:10 3
Einherji 4 0 1 3 2:10 1
SR 4 0 0 4 4:10 0
KM 4 0 0 4 0:43 0
2. deild karla
Þróttur V. – Reynir S............................... 1:3
_ Þessi úrslit voru rangt skráð í blaðinu í
gær. Reynir er í efsta sæti deildarinnar
með 12 stig, KF er með 11, Njarðvík 10, KV
10, ÍR 10 og Þróttur V. 9 í næstu sætum þar
á eftir.
Vináttulandsleikir kvenna
Ísland – Írland .......................................... 3:2
Bandaríkin – Portúgal ............................. 1:0
Kanada – Tékkland .................................. 0:0
Búlgaría – Bosnía ..................................... 0:1
Finnland – Pólland ................................... 2:2
Brasilía – Rússland .................................. 3:0
EM karla 2021
A-riðill:
Tyrkland – Ítalía ...................................... 0:3
Staðan:
Ítalía 1 1 0 0 3:0 3
Sviss 0 0 0 0 0:0 0
Wales 0 0 0 0 0:0 0
Tyrkland 1 0 0 1 0:3 0
Leikir um helgina:
A: Wales – Sviss...................................... L13
B: Danmörk – Finnland ......................... L16
B: Belgía – Rússland .............................. L19
D: England – Króatía ............................. S13
C: Austurríki – N-Makedónía................ S16
C: Holland – Úkraína.............................. S19
Vináttulandsleikur karla
Japan – Serbía .......................................... 1:0
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, seinni leikir:
Haukar – Stjarnan ............................... 29:32
_ Haukar áfram, 57:55 samanlagt.
Valur – ÍBV........................................... 27:29
_ Valur áfram, 55:54 samanlagt.
E(;R&:=/D
Umspil karla
Fjórði úrslitaleikur:
Vestri – Hamar ................................... 100:82
_ Vestri sigraði 3:1 og leikur í úrvalsdeild-
inni 2021-2022.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Milwaukee – Brooklyn ......................... 86:83
_ Staðan er 2:1 fyrir Brooklyn.
Vesturdeild, undanúrslit:
Utah – LA Clippers.......................... 117:111
_ Staðan er 2:0 fyrir Utah.
>73G,&:=/D
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands er haldið á Þórsvell-
inum á Akureyri um helgina og flest besta
frjálsíþróttafólk landsins mætir þar til
leiks. Keppni hefst kl. 11 í dag og síðasta
grein er á dagskrá kl. 16.10. Á morgun er
keppt frá kl. 10 og síðasta grein hefst kl.
14.30.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, oddaleikur:
IG-höllin: Þór Þ. – Stjarnan.............. L20.15
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir .... L14
Víkingsvöllur: Víkingur R. – FH........... L17
Samsung-völlur: Stjarnan – Valur........ L17
1. deild karla, Lengjudeildin:
Olísvöllur: Vestri – Afturelding............. L13
2. deild karla:
Akraneshöll: Kári – Fjarðabyggð......... L14
Vodafonev.: Völsungur – Leiknir F ...... L14
3. deild karla:
Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍH.............. L14
Nesfiskvöllur: Víðir – Höttur/Huginn .. L14
Sindravellir: Sindri – Ægir.................... L14
Týsvöllur: KFS – Augnablik .................. S14
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR ........... S13
2. deild kvenna:
KR-völlur: KM – Sindri ......................... L13
Vopnafjörður: Einherji – Hamrarnir ... L14
OnePlus-völlur: Álftanes – Fjölnir ....... L14
UM HELGINA!
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Einar Þorsteinn Ólafsson tryggði
Valsmönnum sæti í úrslitaeinvíginu
gegn Haukum um Íslandsmeist-
aratitil karla í handknattleik í
dramatískum leik Vals og ÍBV á
Hlíðarenda í gærkvöld.
Valsmenn unnu fyrri leikinn í
Eyjum, 28:25, en þeir voru undir,
27:29, og Eyjamenn með boltann í
lokasókninni. Mark hefði komið
ÍBV í úrslitaeinvígið en Einar Þor-
steinn gerði sér lítið fyrir og komst
inn í sendingu Eyjamanna og eyði-
lagði fyrir þeim sóknina og mögu-
leikann á að senda Valsmenn í sum-
arfríið.
Einar á ekki langt að sækja
handboltahæfileikana en hann er
sonur Ólafs Stefánssonar, besta
handboltamanns Íslandssögunnar.
Þar með eru það Valur og Hauk-
ar sem leika til úrslita og fyrri úr-
slitaleikurinn fer fram á Hlíðarenda
á þriðjudaginn kemur en sá seinni,
þar sem úrslitin ráðast, fer fram á
Ásvöllum næsta föstudagskvöld.
Eyjamenn virtust vera með
pálmann í höndunum þegar þeir
náðu boltanum á lokamínútunni.
Endurtekið efni frá FH-hasarnum í
átta liða úrslitunum virtist í upp-
siglingu. En augnablikshik varð
þeim að falli, Einar nýtti sér það,
náði af þeim boltanum og skaut yfir
allan völlinn – í stöngina og út. Það
skipti ekki máli, Valsmenn stigu
stríðsdans en Eyjamenn voru úr
leik.
_ Finnur Ingi Stefánsson skoraði
6 mörk fyrir Val, Róbert Aron Hos-
tert 5 og Anton Rúnarsson 4.
_ Hákon Daði Styrmisson skor-
aði 10 mörk fyrir ÍBV, Kári Krist-
ján Kristjánsson 6 og Theodór
Sigurbjörnsson 4.
Stjarnan vann upp forskotið
Haukar lentu í miklu basli með
Stjörnuna á Ásvöllum þrátt fyrir að
mæta til leiks með fimm marka for-
skot eftir sigur, 28:23, í fyrri leikn-
um í Garðabæ.
Stjörnumenn unnu forskotið upp
fyrir hlé þegar þeir skoruðu sjö
mörk í röð og komust í 15:10. Enn
munaði fimm mörkum laust fyrir
miðjan síðari hálfleik, 22:17, en
Haukar náðu þá að jafna metin í
24:24. Stjarnan komst aftur þremur
mörkum yfir en Haukar héldu sín-
um hlut naumlega.
_ Björgvin Páll Gústavsson varði
17 skot í marki Hauka. Brynjólfur
Snær Brynjólfsson skoraði 6 mörk
og þeir Darri Aronsson og Stefán
Rafn Sigurmannsson 4 hvor.
_ Tandri Már Konráðsson skor-
aði 10 mörk fyrir Stjörnuna, Starri
Friðriksson 6 og þeir Björgvin Þór
Hólmgeirsson og Leó Snær Pét-
ursson 4 hvor.
Einar kom Val
í lokaúrslitin
- Stal boltanum á örlagastundu
Morgunblaðið/Eggert
Hetjan Einar Þorsteinn Ólafsson horfir á eftir Hákoni Daða Styrmissyni
sem skoraði tíu mörk í leiknum á Hlíðarenda í gærkvöld.
Tvö efstu liðin í úrvalsdeild karla í
fótbolta, Valur og Víkingur, fá í
dag tækifæri til að breikka enn
frekar bilið á milli sín og annarra
liða í deildinni. Þrír leikir í áttundu
umferð fara fram í dag en hinir þrír
á mánudag og miðvikudag. Topplið
Vals, sem hefur ekki tapað leik,
heimsækir Stjörnuna sem situr á
botninum ásamt Keflavík og hefur
ekki unnið leik og Víkingar taka á
móti FH-ingum. Þriðja viðureignin
er síðan á milli Breiðabliks og Fylk-
is sem eru bæði um miðja deild sem
stendur.
Auka toppliðin
forskot sitt?
Morgunblaðið/Eggert
Í dag Valsmenn fara í Garðabæ og
Víkingar fá FH í heimsókn.
Flest besta frjálsíþróttafólk lands-
ins er mætt til Akureyrar þar sem
Meistaramót Íslands verður haldið í
dag og á morgun. Þar á meðal eru
kringlukastarinn Guðni Valur
Guðnason, spretthlauparinn Guð-
björg Jóna Bjarnadóttir, kúluvarp-
arinn Erna Sóley Gunnarsdóttir,
sleggjukastararnir Hilmar Örn
Jónsson og Vigdís Jónsdóttir og
millivegalengdahlauparinn Baldvin
Þór Magnússon sem hefur sett þrjú
Íslandsmet í ár og keppir á mótinu í
fyrsta skipti. Mótið hefst á Þórsvell-
inum klukkan 11.
Frjálsíþróttahátíð
á Akureyri
Ljósmynd/University of Memphis
Akureyri Vigdís Jónsdóttir keppir í
sleggjukasti á Þórsvellinum í dag.
GOLF
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hin átján ára gamla Jóhanna Lea
Lúðvíksdóttir er einum leik frá því
að komast inn á fjögur af stærstu
golfmótum heims í kvennaflokki eftir
ótrúlega frammistöðu á Opna breska
áhugamannamótinu í Kilmarnock í
Skotlandi.
Jóhanna hafnaði í 53. sæti í högg-
leik mótsins en hefur síðan farið á
kostum í útsláttarkeppninni þar sem
64 bestu eftir tvo hringi tóku þátt og
leika holukeppni. Hún fór í gegnum
fyrstu þrjár umferðirnar á þriðjudag
og miðvikudag og náði síðan há-
punktinum í gær. Hún sigraði þá
Kate Lanigan frá Írlandi í átta
manna úrslitum og lagði síðan Shan-
non McWilliam frá Skotlandi að velli
í æsispennandi undanúrslitaleik í
gær þar sem leika þurfti bráðabana
því þær voru jafnar eftir 18 holur.
Það sem meira var, McWilliam
náði þriggja holu forskoti á seinni
hringnum en Jóhönnu tókst að vinna
það upp á síðustu fimm holunum og
vinna síðan á fyrstu holu í bráðabana.
Louise Duncan frá Skotlandi er
mótherjinn í úrslitaleiknum og sig-
urvegarinn á mótinu fær keppnisrétt
á fjórum risamótum hjá atvinnukylf-
ingum, AIG-mótinu, Opna banda-
ríska meistaramótinu, Evian-
meistaramótinu og Augusta Nation-
al-meistaramótinu.
Stúlkurnar eru örþreyttar
„Við erum varla farin að átta okk-
ur á þessu því þetta hefur verið lyg-
inni líkast og frekar óraunverulegt
allt saman,“ sagði Lúðvík Berg-
vinsson faðir Jóhönnu við Morg-
unblaðið í gær en hann er kylfu-
sveinn hennar á mótinu í
Kilmarnock.
„Þegar komið er fram í svona
langt mót reynir mikið á bæði and-
legan og líkamlegan styrk og það
hefur satt best að segja komið mér á
óvart hve öflug hún hefur reynst á
því sviði. Hún hefur haldið sínu striki
og tekið öllu með stóískri ró og ein-
beitt sér að því að taka eitt högg í
einu og eitt skref í einu. Stúlkurnar
eru meira og minna örþreyttar eftir
gríðarlega erfitt mót, og svo eru
fram undan tveir hringir á morgun
því það verða leiknar 36 holur í úr-
slitaleiknum,“ sagði Lúðvík en
keppni hefst klukkan 8.30 að bresk-
um tíma í dag, 7.30 að íslenskum
tíma.
„Við erum að sjálfsögðu spennt og
það verður gaman að sjá hvernig
þetta fer. Hún mætir mjög öflugum
andstæðingi og það er mikið í húfi
þótt við séum varla farin að gera
okkur grein fyrir því enn þá.“
Þáttur Ólafíu og Valdísar
„En það sem er að skila sér hjá Jó-
hönnu á þessu móti er mikil vinna
með frábæru fólki og þjálfurum í GR
og öllum sem þar starfa. Hinar ís-
lensku stúlkurnar sem tóku þátt í
mótinu hafa líka staðið vel við bakið á
henni og hvatt hana.
Síðan endurspeglar þetta þá upp-
sveiflu sem er í kvennagolfinu á Ís-
landi og sérstaklega hjá yngri kyn-
slóðinni. Þær Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jóns-
dóttir eiga gríðarlega mikinn heiður
skilinn. Þær hafa lyft kvennagolfinu
upp á nýtt þrep og nú eru aðrar
stúlkur byrjaðar að njóta ávaxtanna
af þeirra vinnu,“ sagði Lúðvík Berg-
vinsson.
„Þetta er lyginni líkast“
- Jóhanna Lea spilar í dag um keppn-
isrétt á fjórum risamótum í golfi
Ljósmynd/Lúðvík
Kilmarnock Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir við hlið Barassie-golfvallarins eftir
að hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik Opna breska áhugamannamótsins í gær.