Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Það hefur verið algjör unun
að fylgjast með Jóhönnu Leu
Lúðvíksdóttur slá í gegn á Opna
breska áhugamannamótinu í
golfi sem fram fer á Barassie-
golfvellinum í Kilmarnock í Skot-
landi.
Jóhanna gerði sér lítið fyrir í
gær og tryggði sér sæti í úr-
slitaeinvíginu með sigri á Shan-
non McWilliam frá Skotlandi í
bráðabana. Hún sýndi mikinn
kraft með að gefast ekki upp
þegar sú skoska náði þriggja
holu forskoti þegar skammt var
eftir.
Sennilega áttu fáir von á að
Jóhanna næði svo langt þar sem
hún var í 53. sæti eftir tvær holur
af höggleik. Hún hefur hins vegar
unnið hverja viðureignina á fæt-
ur annarri og komið sér í úrslita-
einvígið, sem er magnaður ár-
angur.
Jóhanna er ekki stærsta
nafnið í íslenska golfheiminum
og hefur hún komið gríðarlega á
óvart. Hún endaði t.a.m. í 8.-9.
sæti á síðasta móti hér á landi,
B59-hótelmótinu, 19 höggum á
eftir Guðrúnu Brá Björgvins-
dóttur sem bar sigur úr býtum.
Þar á undan hafnaði hún í
sjötta sæti á ÍSAM-mótinu og var
18 höggum frá efstu kylfingum.
Þá var hún nokkuð langt á eftir
Huldu Clöru Gestsdóttur og
Ragnhildi Kristinsdóttur sem
tóku einmitt líka þátt á mótinu í
Kilmarnock. Jóhanna sló Huldu
úr leik í 1. umferð holukeppn-
innar.
Þetta er því óvæntur en
magnaður árangur hjá Jóhönnu,
sem er aðeins 18 ára gömul. Það
verður mjög áhugavert að fylgj-
ast með henni á komandi árum.
Það er aldrei að vita nema hún
komist á LPGA-mótaröðina, líkt
og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Í LAUGARDAL
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Agla María Albertsdóttir var besti
leikmaður íslenska kvennalandsliðs-
ins í knattspyrnu þegar liðið vann
3:2-sigur gegn Írlandi í vináttuleik á
Laugardalsvelli í gær.
Agla María kom íslenska liðinu yf-
ir strax á 11. mínútu með frábæru
marki eftir laglega sendingu frá Gló-
dísi Perlu Viggósdóttur út úr vörn
íslenska liðsins en Agla tók afar vel á
móti boltanum og vippaði honum
snyrtilega yfir Grace Moloney í
marki Íra. Gunnhildur Yrsa Jóns-
dóttir bætti við öðru marki íslenska
liðsins fjórum mínútum síðar en
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá
fyrirgjöf frá hægri sem Agla María
flikkaði á fjærstöngina þar sem
Gunnhildur var mætt. Dagný Brynj-
arsdóttir bætti við þriðja marki ís-
lenska liðsins á 39. mínútu þegar
hún fylgdi eftir frábæru stangar-
skoti Alexöndru Jóhannsdóttur og
staðan 3:0 í hálfleik.
Heather Payne og Ambert Bar-
rett skoruðu mörk Íra í síðari hálf-
leik.
Það er óhætt að segja að leikurinn
á Laugardalsvelli hafi verið leikur
tveggja hálfleika.
Íslenska liðið gjörsamlega valtaði
yfir Írana í fyrri hálfleik enda með
mikinn meðvind í bakið og hefði for-
skot íslenska liðsins hæglega getað
verið stærra í hálfleik.
Að sama skapi var seinni hálfleik-
urinn arfaslakur og leikmenn liðsins
voru ekki mættir til leiks þegar Ír-
um tókst að minnka muninn í 1:3 á
50. mínútu.
Vissulega var um vináttuleik að
ræða en það er ekki í boði að van-
meta andstæðing sinn í lands-
leikjum, jafnvel þótt maður sé þrem-
ur mörkum yfir í hálfleik.
Margir leikmenn íslenska liðsins
tóku stórt skref síðasta vetur þegar
þær héldu út í atvinnumennsku en
það sást á leik margra þeirra að þær
eru ekki búnar að spila jafn mikið og
þær hefðu eflaust viljað.
Það var ekki sama sjálfstraust yfir
þeim og í landsleikjaglugganum síð-
asta haust þar sem þær léku á als
oddi eftir stórkostlega spilamennsku
með Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Þorsteinn Halldórsson er að
reyna að setja sitt handbragð á liðið
en það er viðbúið að það muni taka
tíma. Þjálfarinn gerði fjórar breyt-
ingar í leiknum, allt leikmenn sem
hann hefur þjálfað hjá Breiðabliki og
vita hvað landsliðsþjálfarinn vill, en
það er lykilatriði fyrir íslenska liðið
að aðrir leikmenn liðsins verði fljótir
að temja sér hugmyndafræði þjálf-
arans, því skiptingarnar í gær höfðu
lítil sem engin áhrif á leikinn.
Leið allt of vel í hálfleik
- Íslenska kvennalandsliðið vann 3:2-sigur gegn Írlandi í vináttulandsleik í gær
- Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en var arfaslakt í þeim síðari
Morgunblaðið/Eggert
Einbeiting Ingibjörg Sigurðardóttir skallar boltann frá marki Íslands og einbeitingin skín úr andlitum leikmanna..
Leikurinn í gærkvöld var aldrei
spennandi því staðan var 59:28 í
hálfleik og í raun formsatriði fyrir
Vestramenn að sigla sigrinum í
höfn eftir það.
Ken-Jah Bosley skoraði 27 stig
fyrir Vestra, Gabriel Adersteg 20
og þeir Hilmir Hallgrímsson og
Nemanja Knezevic 15 stig hvor.
Knezevic tók auk þess 12 fráköst.
Pálmi Geir Jónsson skoraði 17
stig fyrir Hamar og Ruud Lutter-
man 14. vs@mbl.is
Eftir sjö ára fjarveru eiga Vestfirð-
ingar á ný úrvalsdeildarlið í körfu-
bolta. Vestri tryggði sér sæti í efstu
deild á afar sannfærandi hátt í gær-
kvöld með því að sigra Hamar úr
Hveragerði, 100:82, í fjórða úrslita-
leik liðanna sem fram fór á Ísafirði.
Vestramenn unnu þar með ein-
vígið 3:1 og fylgja Breiðabliki upp í
úrvalsdeildina. KFÍ, forveri Vestra
í körfuboltanum fyrir vestan, lék
síðast í deildinni keppnistímabilið
2013-2014.
Vestfirðingar eiga
úrvalsdeildarlið á ný
Ljósmynd/Anna Ingimars
Ísafjörður Hilmir Hallgrímsson og félagar í Vestra eru komnir í úrvalsdeild.
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik fer til Svartfjallalands í
ágúst en þar verður leikinn riðill-
inn í forkeppni heimsmeistara-
mótsins 2023.
Dregið var í riðlana í apríl og
Ísland lenti þá í E-riðli með
Svartfjallalandi og Danmörku.
Tvö liðanna komast áfram í sjálfa
undankeppni HM en ljóst er að
mjög erfitt verkefni bíður ís-
lenska liðsins gegn tveimur sterk-
um andstæðingum.
Keppt verður í Podgorica, höf-
uðborg Svartfjallalands, dagana
12. til 18. ágúst, en FIBA stað-
festi í gær hvar riðlarnir yrðu
leiknir. Leikin er tvöföld umferð
og því eru fjórir leikir á dagskrá
hjá íslenska liðinu á þessum sjö
dögum.
Svíar, Portúgalar og Austurrík-
ismenn leika í Matosinhos í
Portúgal.
Rúmenar, Lettar og Hvít-
Rússar leika í Riga í Lettlandi.
Norður-Makedóníumenn, Sviss-
lendingar og Slóvakar leika í
Skopje í Norður-Makedóníu.
Í þessum fjórum riðlum er leik-
ið um síðustu átta sætin í und-
ankeppni HM 2023 en alls leika
32 þjóðir í átta riðlum undan-
keppninnar.
Ísland spilar
fjóra leiki í
Podgorica
ÍSLAND – ÍRLAND 3:2
1:0 Agla María Albertsdóttir 11.
2:0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 14.
3:0 Dagný Brynjarsdóttir 39.
3:1 Heather Payne 50.
3:2 Amber Barrett 90.
MM
Agla María Albertsdóttir
M
Sandra Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar-
dóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís
Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir (Guðrún Arnardóttir 64), Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Alex-
andra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir , Dagný Brynjarsdóttir (Kar-
itas Tómasdóttir 85). Sókn: Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir, Elín Metta Jensen
(Berglind Björg Þorvaldsdóttir 80),
Agla María Albertsdóttir (Svava Rós
Guðmunsdóttir 80).
Dómari: Rebecca Welch – Englandi.
Áhorfendur: 496.
_ Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 30.
mark fyrir A-landslið Íslands og hún er
sú þriðja sem nær þeim áfanga. Mar-
grét Lára Viðarsdóttir skoraði 79 mörk
og Hólmfríður Magnúsdóttir 37.
_ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyr-
irliði og skoraði sitt 11. mark fyrir lands-
liðið. Agla María Albertsdóttir skoraði
sitt þriðja mark.
Ítalir minntu rækilega á sig í gær-
kvöld þegar þeir sigruðu Tyrki 3:0 í
upphafsleik Evrópumóts karla í fót-
bolta á heimavelli sínum í Rómar-
borg frammi fyrir 23 þúsund áhorf-
endum.
Ítalska liðið er augljóslega með
mikið sjálfstraust eftir frábært
gengi undanfarið undir stjórn Ro-
berto Mancini. Ítalir höfðu unnið
átta síðustu landsleiki sína, síðan í
október, án þess að fá á sig mark,
og eru nú ósigraðir í 28 lands-
leikjum síðan í september 2018.
Þeir þurftu þó sjálfsmark frá Ju-
ventus-manninum Mereh Demiral
til að brjóta ísinn á 53. mínútu en
síðan fylgdu Ciro Immobile og Lo-
renzo Insigne því eftir með mörk-
um á 66. og 79. mínútu. Immobile
lagði upp markið fyrir Insigne.
Wales og Sviss eru með þessum
liðum í riðli og mætast í Bakú í dag.
Ítalir spila líka leikina við Sviss og
Wales í Róm og þeir eru þegar
orðnir enn sigurstranglegri í A-
riðlinum en þegar flautað var til
leiks. vs@mbl.is
AFP
Góður Ciro Immobile fagnar öðru marki Ítala gegn Tyrkjum í Róm.
Sannfærandi byrjun
hjá Ítölum í Róm