Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 46
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við fengum listaverk að láni frá
Listasafni Íslands, Listasafni Há-
skóla Íslands og Listasafni Reykja-
víkur, auk Arion banka, Listasafns
ASÍ og úr einkaeigu. Við höfum valið
verkin eftir auganu og innsæinu og
sleppum meðvitað ákveðnum köflum
á ferli Guðmundu, þannig að sumar
seríur rata ekki inn á sýninguna, þar
sem markmið okkar var ekki að
þetta væri eiginleg yfirlitssýning
eða söguleg sýning á tímalínu. Við
viljum fyrst og fremst nota þetta
tækifæri til að miðla þessum verkum
með fólki og minna aðeins á hana,
þar sem nú eru 17 ár liðin síðan síð-
ast var haldin sýning á verkum
hennar í stærri listasöfnum landsins,
þó við viljum líka benda fólki á sýn-
ingu sem Listasafn Háskóla Íslands
stendur fyrir á verkum hennar
núna,“ segja þau Unnur Mjöll S.
Leifsdóttir og Hólmar Hólm en þau
eru sýningarstjórar Hrynjandi, sýn-
ingar á völdum verkum Guðmundu
Andrésdóttur, sem verður opnuð í
dag, laugardag, í Hafnarborg.
Guðmunda var fædd 1922 og var
ein þeirra listamanna sem unnu í
anda geómetrískrar abstraksjónar á
Íslandi en verkin á sýningunni eru
unnin í ólíka miðla, olíumálverk,
vatnslitamyndir, blýantsskissur og
fleira.
„Guðmunda var alveg einstök,
bæði sem listakona og persónuleiki.
Við lítum jafnvel á þessa sýningu
sem ákveðinn upptakt að frekari
sýningum og rannsóknum á verkum
Guðmundu í stærri söfnunum, enda
er hún vel komin að sínum virðingar-
sessi í íslenskri listasögu og við
ákváðum að setja skynjunina og
fagurfræðina í fyrsta sæti á þessari
sýningu,“
Líkamleg viðbrögð við myndlist
Þau Unnur og Hólmar segja verk
Guðmundu vera fjölbreytt og ólík en
þó tengist þau saman þegar á heild-
ina sé litið, því í þeim sé ákveðin
gegnumgangandi lína.
„Við erum með verk frá nokkrum
tímabilum á ferli hennar og völdum
það sem greip okkur. Það eru ákveð-
in viðbrögð sem við leitum eftir að
verkin veki og eru listaverkin valin
út frá því á sýninguna. Fólk verður
gjarnan hugfangið þegar það stend-
ur frammi fyrir verkum Guðmundu
og þau vekja alveg sérstök viðbrögð
hjá mörgum. Flestir kannast eflaust
við að upplifa slík viðbrögð þegar
þeir hlusta á tónlist en það er ekki
síður sérstakt þegar myndlist nær
þannig alveg inn að kjarnanum.“
Guðmunda lýsti sjálf sterkum við-
brögðum sem hún varð fyrir þegar
hún, 23 ára ung kona, fór á myndlist-
arsýningu Svavars Guðnasonar í
Listamannaskálanum árið 1946, þar
sem hann sýndi óhlutbundin mál-
verk. Guðmunda lýsti upplifun sinni
með eftirfarandi orðum: „Ég hrein-
lega ruglaðist þegar ég sá þá sýn-
ingu!… Og þá fór ég að hugsa um að
byrja að mála. Það var eins og rot-
högg“ (brot úr viðtali við Guðmundu
í Morgunblaðinu 1996). „Þarna tók
hún ákvörðun um að verða myndlist-
arkona og það varð ekki aftur snúið.
Við teljum að fólk sem hefur áhuga á
myndlist muni margt eftir slíkum
augnablikum, þegar myndlist hafði
þannig áhrif að það breyttist eitt-
hvað innra með því. Þetta er ákveðið
augnablik í lífinu og okkur þykir
stórkostlegt að Guðmundu hafi tek-
ist að koma sinni ástríðu þannig yfir
á strigann að verkin hennar hafi
þessi áhrif á áhorfendur, eða það
gera þau a.m.k. fyrir okkur.“ Unnur
segist hafa séð verk Guðmundu fyrst
árið 2004 á yfirlitssýningu í Lista-
safni Íslands en þá var hún sjálf í
námi í Listaháskólanum.
„Verkin hennar vöktu alveg sér-
stakar tilfinningar hjá mér, þau virð-
ast sum hver jafnvel einföld við
fyrstu sýn en eru í raun afrakstur
mikilla útreikninga og eru þannig
bæði djúp og lagskipt á sama tíma
og þau eru ljóðræn. Það er svo mikill
heimur innan hvers ramma að mað-
ur tapar sér alveg í þeim.“
Hún var mikill einfari
Unnur og Hólmar segja að í ljósi
þess að Guðmunda fæddist snemma
á tuttugustu öld hafi hún verið meðal
fárra íslenskra kvenna sem gátu
helgað sig myndlistinni.
„Hún lærði myndlist í Svíþjóð og
París og var í fararbroddi abstrakt-
listarinnar. Hún var eina konan sem
sýndi verk sín með Septem-hópnum
í fyrri sýningahrinu hans árið 1952,
þegar henni var boðið að vera með,
en það var einnig fyrsta sýningin
sem Guðmunda tók þátt í. Svo sýndi
hún líka með Septem-hópnum á ár-
unum 1974-88. Hún var alla ævi ein-
hleyp og mikill einfari. Mögulega
þurfti hún að fórna miklu til að geta
helgað sig myndlistinni, svo sem
fjölskyldulífi og öðru slíku. Þeir sem
kynntust henni lýstu henni sem afar
sérstakri manneskju, sem hafði
ákveðnar skoðanir og var beinskeytt
en á sama tíma var hún hlédræg og
kvíðin. Gera má ráð fyrir að það hafi
hentað hennar persónuleika vel að
vera ein og verða sá ofur-myndlist-
armaður sem hún varð. Hún fyllti
íbúðina sína af myndlist og hélt fast í
verkin sín. Margir vildu kaupa verk
eftir hana bæði hér heima og úti í
heimi, stofnanir og einstaklingar, en
undir lok ævinnar vildi hún helst
ekki selja verkin, því henni fannst
erfitt að láta þau frá sér og var mjög
tengd þeim. Hún vissi sjálf hvað hún
var merkilegur myndlistarmaður í
sögulegu samhengi, svo hún kom
verkunum sínum fyrir á réttum stöð-
um við lok ævi sinnar, til að almenn-
ingur hefði góðan aðgang að þeim.
Hún passaði þannig upp á að verkin
myndu ekki dreifast út um allt, held-
ur yrðu þau varðveitt á öruggum
stöðum á söfnum, í listasögulegu
samhengi.“
Skildi eftir sig digran sjóð
Unnur og Hólmar segja að Guð-
munda hafi oft vakið máls á því að
það vantaði stuðning fyrir myndlist-
arfólk á þessum tíma.
„Hún skildi eftir sig digran sjóð,
sem Listasafn Íslands heldur utan
um og veitir árlega úr til ungs mynd-
listarfólks. Hún seldi verk í útlönd-
um fyrir góðan pening, enda var hún
miklu vinsælli myndlistarmaður en
fólk gerði sér kannski grein fyrir.
Hún var jafnvel ekki fyllilega metin
að verðleikum hér heima framan af,
hún var t.a.m. yngri en hinir í Sept-
em-hópnum og eina konan. Undir
lokin var hún sú eina sem var eftir af
þessum hópi og hún fann fyrir því
þegar allir jafningjar hennar voru
fallnir frá,“ segja þau Unnur og
Hólmar og bæta við að það sem þeim
finnist heillandi sé þessi árátta hjá
Guðmundu, þessi mikla leit og tján-
ingarþörf.
„Hún var síleitandi í starfi sínu og
hún sagði sjálf að hún hefði aldrei
náð því algerlega sem hún vildi í
málverkinu. Þessi leit var því stöðug
hjá henni alla hennar ævi. Hún spáði
mikið í myndbyggingu og hvernig
formhyggjan gæti raðast saman á
mismunandi hátt. Í síðustu seríunni
hennar eru verkin t.d. nærri alveg
strípuð, þar sem málverkin eru
kannski bara einn hringur og nokk-
ur strik í frumlitunum, aðeins þrjú
element inni í myndinni. Þá var hún
algerlega komin inn í einfaldleikann
og hún málaði nærri fram á sinn síð-
asta dag. Við getum eiginlega sagt
að við séum mjög ástfangin af henni,
bæði sem manneskju og myndlistar-
konu.“
Sýningaropnun er frá kl. 12-17 í
Hafnarborg í Hafnarfirði dag.
Hún nær alveg inn að kjarnanum
- Hún var síleitandi í starfi sínu - Hrynjandi, sýning á völdum verkum Guðmundu Andrésdóttur,
verður opnuð í Hafnarborg - Guðmunda var alveg einstök, bæði sem listakona og persónuleiki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnarborg Unnur og Hólmar í sýningarsalnum í Hafnarborg þegar var verið að hengja upp verk eftir Guðmundu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmunda Andrésdóttir Hér fyrir framan eitt málverka sinna haustið
1996. Hún málaði nærri fram á sinn síðasta dag, en hún lést árið 2002.
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Heimildarmyndin
A Song Called
Hate var um síð-
ustu helgi valin
besta norræna
heimildarmyndin
á Oslo Grand Pix-
hátíðinni og
keppti við sjö aðr-
ar heimildar-
myndir í sínum
flokki. Segir í tilkynningu að þriggja manna dómnefnd
hafi valið myndina og í umsögn hennar segi m.a. að
myndin fái áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifa-
ríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.
Myndin fjallar um þátttöku Hatara í Eurovision í Ísr-
ael og er Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri og
framleiðandi myndarinnar. Hún tileinkaði verðlaunin
palestínsku þjóðinni þegar hún veitti þeim viðtöku á
mánudaginn. Myndin hefur verið sýnd á 14 hátíðum víða
um heim og hlotið fjölda tilnefninga. Hún verður sýnd á
Doc’n Roll-hátíðinni í London 16. júní og verður það í
fyrsta sinn sem áhorfendur geta komið í bíó til að sjá
hana erlendis frá því hún var heimsfrumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Varsjá í október síðastliðnum.
Í Ísrael Þrír liðsmenn Hatara í Eurovison.
Valin besta norræna heimild-
armyndin á Oslo Grand Prix Fimm tónskáld hafa verið valin til
að semja hljóðverk fyrir Salinn og
tengjast yrkisefnin öll á einhvern
hátt Kópavogi. Má af þeim nefna
hljóðheim pípulagna, innri og ytri
hljóðheim kvennafangelsisins,
raddir gamalla og nýrra Kópa-
vogsbúa og Hamraborgar-bóleró
fyrir tíu trommuleikara. Tón-
skáldin eru Gunnar Gunnsteinsson,
Ingibjörg Friðriksdóttir, Rík-
harður H. Friðriksson, Úlfur Eldjárn og Þóranna
Dögg Björnsdóttir og voru þau valin úr hópi 28 um-
sækjenda.
Þetta er annað árið í röð sem Salurinn kallar eftir
umsóknum fyrir ný verk en í maí voru fjórir
strengjakvartettar frumfluttir á Tíbrártónleikum
sem voru hluti af þessu verkefni Salarins. Mark-
miðið er að stuðla að frumsköpun í tón- og hljóð-
verkagerð og að kynna íslensk tónskáld, segir í til-
kynningu. Tónskáldin munu semja tíu til fimmtán
mínútna hljóðverk innblásin af sögu og/eða sam-
tímahljóðheimi Kópavogs. Héraðsskjalasafn Kópa-
vogs verður þeim innan handar við aðgengi að
gögnum, gerist þess þörf. Aino Freyja Järvelä er
forstöðumaður Salarins.
Ólíkir hljóðheimar í Kópavogi
Aino Freyja Järvelä
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsl
a
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið