Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 16
Ljósmynd/Jón Gústafsson
Rannsókn Vísindamennirnir Kári Stefánsson og Þjóðbjörg Eiríksdóttir hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Ný rannsókn fyrirtækisins hefur vakið athygli.
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Þetta er ekki próf sem við bjóðum
einstaklingum, þetta er mjög óná-
kvæmt mat, það mælir ekki einstaka
þætti vel, þetta er mælikvarði á mann-
legan líkamlegan veikleika,“ segir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar.
Vísindamenn hjá Íslenskri erfða-
greiningu (ÍE) hafa þróað líkan sem
styðst við mælingar á eggjahvítuefn-
um í blóði og spáir fyrir um hversu
langt fólk á eftir ólifað af mun meiri
nákvæmni en líkön sem styðjast við
hefðbundna áhættuþætti.
„Það er alveg ljóst að í mynstri
eggjahvítuefna í blóði má lesa ým-
islegt um líkur á því sem gerist í fram-
tíðinni, meðal annars þeim dramatíska
viðburði sem við köllum andlát,“ segir
Kári en fjallað var um rannsóknina í
vísindaritinu Communications Biology
í gær. Þjóðbjörg Eiríksdóttir, vís-
indamaður hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu, er einn höfunda rannsókn-
arinnar og segir hún að með líkaninu
verði hægt að meta almenna heilsu
nokkuð vel út frá einni blóðprufu.
Gögn um 22.913 einstaklinga í líf-
sýnasafni ÍE voru skoðuð en 7.061
hafði látist á rannsóknartímabilinu.
Spálíkanið studdist einungis við upp-
lýsingar um aldur, kyn og mælingar á
eggjahvítuefnum en gat spáð fyrir um
tíma til dauða af meiri nákvæmni en
líkön sem byggjast á þekktum
áhættuþáttum.
Með líkaninu var til að mynda hægt
að finna þau 5% úr hópi þátttakenda á
aldrinum 60 til 80 ára, sem voru með
88% líkur á því að deyja innan 10 ára,
og einnig þau 5% sem voru einungis
með 1% líkur.
Með einni blóðprufu er því hægt að
segja til um lífslíkur viðkomandi. Kári
segir líkanið flott en á sama tíma ógn-
vekjandi. „Þetta sýnir okkur að al-
mennt heilsufar okkar endurspeglast í
eggjahvítuefnum í blóði. Þetta virðist
vera mælikvarði á almennan veik-
leika,“ segir Kári og bætir við að það
muni án nokkurs vafa gagnast í með-
ferð á fólki. „Ekki bara lyf heldur að-
búnað almennt.“
Það vekur óneitanlega athygli að
hægt sé að nálgast upplýsingar um
lífslíkur með einni blóðprufu en Kári
segir að fólk muni ekki koma til með
að geta sóst eftir upplýsingum um hve
langt það eigi eftir ólifað.
Sjálfur hefur hann engan áhuga á
að vita hversu langt hann á eftir ólifað
enda er það ekki það sem spálíkanið
snýst um. „Þetta er enginn spádómur
í kristalskúlu,“ segir Kári, heldur
snýst þetta um að greina hættu á
ákveðnum sjúkdómum og hvar fólk er
statt.
Geta spáð fyrir um
hversu lengi fólk lifi
- Rannsókn ÍE vekur mikla athygli
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki fást
í vefverslun heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
Árið 2019 var helmingur heimila
einstæðra foreldra á leigumarkaði
og frá árinu 2006 hafa þeir almennt
verið líklegri til þess að vera á
leigumarkaði heldur en þeir sem
búa einir. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í niðurstöðum sérheftis
félagsvísa Hagstofu Íslands um
fjárhag heimila.
Þar kemur fram að staða ein-
stæðra foreldra hefur almennt séð
versnað. Árunum 2015 til 2018
fækkaði heimilum einstæðra for-
eldra undir lágtekjumörkum úr
31% niður í 24% en á milli 2018 og
2019 hækkaði hlutfallið upp í 38%.
Samanborið við um 14% heimila
þar sem einn barnlaus fullorðinn
bjó árið 2019, 8% heimila tveggja
fullorðinna með börn og 7% heimila
tveggja eða fleiri barnlausra full-
orðinna. Hlutfall undir lágtekju-
mörkum hefur ekki breyst mikið í
heild sinni á tímabilinu 2016 til
2019 en þegar litið er á einstakar
heimilisgerðir sést að lágtekjuhlut-
fallið hefur hækkað hjá einstæðum
foreldrum en lækkað eða ekki
breyst hjá öðrum heimilisgerðum.
Heimili einstæðra foreldra og ein-
menninga eru því líklegust til að
búa við fjárhagsþrengingar. Auk
þess virðist staða á húsnæðismark-
aði hafa áhrif en fjárhagsstaða
þeirra sem búa í leiguhúsnæði er
almennt verri en þeirra sem búa í
eigin húsnæði.
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður
var algengastur á meðal einstæðra
foreldra árið 2019, eða 36%, og þar
næst hjá einmenningsheimilum eða
23%. Húsnæðiskostnaður telst
íþyngjandi þegar heildarkostnaður
nemur meira en 40% af ráðstöf-
unartekjum heimilisins. Íþyngjandi
húsnæðiskostnaður heimila ein-
stæðra foreldra hækkaði um 15%
frá árinu 2008.
Einstæðir í leiguhúsnæði
Heimili í leiguhúsnæði eru mun
líklegri til þess að vera undir lág-
tekjumörkum heldur en heimili í
eignarhúsnæði. Þá er íþyngjandi
húsnæðiskostnaður mun algengari
á meðal leigjenda en á meðal eig-
enda húsnæðis sem og skortur á
efnislegum gæðum. Á tímabilinu
2016 til 2019 dró nokkuð úr skorti á
efnislegum gæðum á meðal heimila
einstæðra foreldra og á meðal ein-
menningsheimila en árið 2019 var
tíðni skorts á efnislegum gæðum
9,5% á heimilum einstæðra foreldra
og 8,6% á einmenningsheimilum.
urdur@mbl.is
Staða einstæðra
foreldra versnar
- 38% eru undir lágtekjumörkum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hæsta meðaltal fasteignagjalda á
yfirstandandi ári eftir svæðum á
landinu reiknað á ákveðna viðmið-
unareign sem er einbýlishús, er á
Suðurlandi eða 380 þúsund kr. og á
Suðurnesjum 377 þúsund kr., en
lægsta meðaltal fasteignagjalda á
landshlutum er á Vestfjörðum 289
þúsund krónur.
Þetta má lesa út úr nýjum sam-
anburði Byggðastofnunar sem nær
yfir allt landið. Viðmiðunareignin er
einbýlishús sem er 161,1 fermetri að
grunnfleti, 476 rúmmetrar og 808
fermetra lóð.
Byggðastofnun fékk Þjóðskrá til
að reikna út fasteignamat á tiltekna
viðmiðunareign á 96 matssvæðum á
landinu og reiknuðu sérfræðingar
Byggðastofnunar út hver fasteigna-
gjöldin eru nú samkvæmt álagning-
arreglum í hverju sveitarfélagi.
Hafa víðast hækkað nokkuð
Í skýrslu Byggðastofnunar um
samanburð á fasteignagjöldum
heimila á árinu 2021 er bæði reiknað
út fasteignamat sömu viðmiðunar-
eignar og fasteignagjöld. „Þróun
fasteignagjalda frá árinu 2014 hefur
verið sú að þau hafa víðast hvar
hækkað nokkuð en fasteignamat
hefur að sama skapi hækkað mikið.
Á 31 matssvæði sem eldri gögn ná til
var meðaltal heildarfasteignagjalda
fyrir viðmiðunareign 289 þ.kr. árið
2014 (m.v. verðlag 2021) en 367 þ.kr.
árið 2021 sem samsvarar hækkun
um 27%,“ segir í frétt Byggðastofn-
unar.
Ekki er alltaf fullkomið samræmi
á milli fasteignamats og heildar-
gjalda af fasteignum. Bent er á að
t.d er hæsta fasteignamat viðmiðun-
areignarinnar í Suður-Þingholtum
og á Ægisíðu og Högum í Reykjavík
en gjöldin eru þó víða hærri en þar.
Fram kemur að heildarfasteigna-
gjöld viðmiðunareignarinnar, eru
hæst á Seltjarnarnesi, eða 489 þús-
und kr. á svæðinu vestan við Nesveg
og 462 þúsund kr. á matssvæðinu
Brautir, sem er nyrðri hluti Sel-
tjarnarness. Bent er á að munurinn
stafi af ólíkum matssvæðisstuðli í
fasteignamatinu.
„Í Borgarbyggð, í Borgarnesi og á
Hvanneyri, eru fasteignagjöld fyrir
viðmiðunareign um 450 þ.kr. og
svipuð upphæð gjalda er á Egils-
stöðum og í Keflavík. Í eldri byggð-
inni á Ísafirði og á Selfossi eru heild-
arfasteignagjöld 444 þ.kr. fyrir
viðmiðunareignina. Í hverfunum
tveimur í Reykjavík þar sem fast-
eignamat er hæst, Suður-Þingholt-
um og Ægisíðu/Högum, eru heild-
argjöld um 430 til 440 þ.kr. og í
Bláskógabyggð, í Reykholti og á
Laugarvatni, eru heildargjöld milli
420 og 430 þ.kr. fyrir viðmiðunar-
eignina. Í Grundarfirði, í Njarðvík, á
Höfn og á Sauðárkróki eru heildar-
gjöld á bilinu 400 til 415 þ.kr. [...].“
Þá kemur fram að heildarfast-
eignagjöld fyrir viðmiðunareign er á
bilinu 380 til 400 þúsund kr. á mörg-
um matssvæðum. Þeirra á meðal eru
Neskaupstaður, Hvolsvöllur, nýrri
byggð á Ísafirði, Lónsbakki í Hörg-
ársveit, Húsavík, Vík, Stykkishólm-
ur, meginhluti Hafnarfjarðar, Siglu-
fjörður og Vestmannaeyjar.
Fasteignagjöld samanstanda af
fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitu-
gjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjöldum
og er fasteignaskattur hlutfall af
heildarfasteignamati. Í umfjöllun
um þróun fasteignagjalda kemur
fram að frá árinu 2014 hefur þróunin
verið sú að gjöldin hafa víðast hvar
hækkað nokkuð en fasteignamat
hefur að sama skapi hækkað mikið.
Hafa t.a.m. meðalfasteignagjöld við-
miðunareignarinnar á sex mats-
svæðum á höfuðborgarsvæðinu
hækkað úr 283 þúsund kr. árið 2014 í
343 þúsund kr. á yfirstandandi ári,
sem sem er 21% hækkun. Á sama
tíma hækkaði fasteignamat þessarar
eignar að jafnaði um 59%.
„Mesta hlutfallshækkun fast-
eignagjalda var í Suður-Þingholtum
31% þar sem fasteignamat hækkaði
um 43% á sama tíma og minnst í
Kórahverfi í Kópavogi 12% þar sem
fasteignamat hækkaði um 59% [...],“
segir þar.
Hæsta upphæð fasteignaskatts
í eldri byggð Ísafjarðar
Í umfjöllun um sundurliðun fast-
eignagjalda og fasteignaskattinn
sérstaklega er bent á að vegna þess
hve miklu getur munað á fasteigna-
mati eftir staðsetningu eru álagning-
arhlutföll fasteignaskatts mjög mis-
munandi milli sveitarfélaga.
Hlutfallið er lægst 0,175% í Seltjarn-
arnesbæ en þar næst 0,180% í
Reykjavíkurborg og 0,185% í Garða-
bæ.
Meðalupphæð fasteignaskattsins
á viðmiðunareignina eftir lands-
svæðum er hæst á Norðurlandi
eystra eða 141.184 kr. og þar næst á
höfuðborgarsvæðinu 140.388 kr. Af
einstökum byggðarlögum og svæð-
um er hæstu upphæð fasteigna-
skattsins hins vegar að finna í eldri
byggð Ísafjarðar eða 205.425 kr. og
á Egilsstöðum 203.375 kr.
Heildarupphæðin
hæst á Seltjarnarnesi
- Byggðastofnun birtir samanburð fasteignagjalda yfir landið
Morgunblaðið/Golli
Hús Fasteignagjöld hafa víða hækk-
að nokkuð en fasteignamat mikið.