Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 53
Efnisgerð augnablik nefnist sum-
arsýning Nýlistasafnsins sem
opnuð er í dag milli kl. 15 og 17 í
Marshallhúsinu. „Sýningin er
samsýning fjögurra listamanna,
þeirra Baldurs Geirs Bragasonar,
Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur,
Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og
Ívars Valgarðssonar. Með sýning-
unni er leitast við að efnisgera
augnablikið um stund með nýjum
verkum sem dvelja í bilinu milli
málverks og skúlptúrs,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að
efnisgerð augnablik sæki upp-
hafspunkt í málverkið, tilurð þess
og arfleifð, „en sýningin hverfist
í raun um stað og stund sýning-
argesta. Markmiðið er að beina
sjónum að því hvernig rýmis-
verkun listaverka eykur meðvit-
und áhorfenda um eigin líkama,
nærveru og skynjun á umhverf-
inu.“ Sýningin stendur til 8.
ágúst.
Sumarsýn-
ing Nýlista-
safnsins
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Okkur langaði að bera á borð
sönglist með ólíkum hætti, bæði
einsöng og samsöng og því er dag-
skráin fjölbreytt, við verðum með
níu tónleika.
Fjórtán at-
vinnueinsöngv-
arar koma fram
en líka kórinn
Schola Cantor-
um. Við verðum
líka með
Óperugala þar
sem fimm stór-
glæsilegir
söngvarar koma
saman, Gissur Páll, Hanna Dóra,
Kristinn Sigmunds, Oddur Arnþór
og Sigrún Pálma,“ segir Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir, söngkona og
annar listrænna stjórnenda
Sönghátíðar í Hafnarborg sem
hefst í dag.
„Við bjóðum líka upp á barokk-
tónlist því við viljum vekja athygli á
þessari gömlu tónlist, en enginn
annar en Benedikt Kristjánsson
tenór syngur á barokktónleikum
okkar. Hann hefur verið að gera
garðinn frægan erlendis, sér-
staklega þegar hann syngur Bach,
sem hann ætlar einmitt að gera á
hátíðinni. Við verðum með sembal,
orgel, selló og fiðlu á þeim tón-
leikum. Á þessum tónleikum blönd-
um við verkum barokkmeistaranna,
Bach og Handel, saman við mjög
einföld íslensk lög frá svipuðum
tíma sem voru sungin hér. Þau voru
ekki flutt á sama hátt og söngtónlist
í Evrópu og sumt verður því sungið
án undirleiks, en annað með undir-
leik sem er í raun mjög spunninn,
Halldór Bjarki Arnarson sem-
balleikari og Sigurður Halldórsson
sellóleikari sjá um það. Það verður
gaman að sjá hvað kemur út úr
þeim spuna hjá þeim frændum,“
segir Guðrún Jóhanna sem syngur
einnig sjálf á barokktónleikunum
sem og á tónleikum sem kenndir eru
við Miðjarðarhafið.
Íslensk kventónskáld
Guðrún Jóhanna segir að þeim
finnist sérstaklega skemmtilegt að fá
Schola Cantorum til sín því það hefur
jú ýmislegt gengið á undanfarið.
„Hörður Áskelsson mun stjórna
þeirra söng og það er mikill heiður
fyrir okkur að geta boðið kórinn vel-
kominn til okkar á sönghátíðina, enda
einn helsti kyndilberi kammerkór-
tónlistar á landinu til margra ára.“
Hún segir að þau hafi langað að
gera íslenskum kventónskáldum hátt
undir höfði og því verða sérstakir
tónleikar tileinkaðir þeim.
„Konur í gegnum tíðina hafa ekki
verið jafn áberandi og karlmenn í
tónsköpun, flest verkin sem flutt
verða á þessum tónleikum eru eftir
Þórunni Guðmundsdóttur og Jórunni
Viðar en líka eftir önnur kven-
tónskáld,“ segir Guðrún Jóhanna og
bætir við að margir listamannanna á
hátíðinni komi að utan og þurfi að
fara í sóttkví.
„Ég vona að allt gangi vel og eng-
inn smitist á leiðinni, en Andri Björn
kemur frá Bretlandi, Benedikt kem-
ur líka að utan sem og Oddur barí-
tónsöngvari og líka Pétur Björnsson
fiðluleikari og Halldór Bjarki sem-
balleikari.“
Kristinn örlátur á reynslu sína
Sönghátíðin í Hafnarborg er fjöl-
skylduvæn og flytjendur á ólíkum
aldri.
„Auk tónleika eru námskeið bæði
fyrir fullorðna og börn og þátttak-
endur á þeim eru frá sex mánaða upp
í sextíu ára. Kristinn Sigmundsson
verður með masterklass og mikill
áhugi hjá ungum íslenskum söngv-
urum því við þurftum að bæta öðru
slíku námskeiði við með Kristni. Þeir
sem sækja masterklass eru ýmist í
söngnámi hérlendis eða erlendis, en
einnig fólk sem hefur lokið námi. Það
er mikill fengur fyrir okkur að hafa
reynsluboltann Kristin með okkur í
liði, hann er örlátur á sína kunnáttu
og reynslu. Nemendur læra hjá hon-
um í fjóra daga og koma svo fram og
syngja á hátíðinni, sem er liður í því
að gefa fólki tækifæri til að koma
fram. Nemendur öðlast mikla
reynslu á hátíðinni og hún er líka at-
vinnuskapandi fyrir atvinnufólk,
bæði söngvara og hljóðfæraleikara.
Það er mikilvægt að hafa tækifæri til
að koma fram, fá reynslu og kynnast
öðrum, því það er ekki eitt einasta
fast starf til á Íslandi fyrir söngvara.
Hugmyndin er að skapa samfélag
söngvara og söngáhugafólks í kring-
um þessa hátíð. Við viljum líka að há-
tíðin hafi áhrif út fyrir sig og birtum
því myndbandsupptökur á Youtube
af tónleikum og viðtölum við söngv-
ara,“ segir Guðrún Jóhanna og bætir
við að það hafi verið mikil hvatning
þegar hátíðin fékk íslensku tónlist-
arverðlaunin sem Tónlistarhátíð árs-
ins 2020. Nánar á songhatid.is
Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig
Tenór Benedikt Kristjánsson mun
syngja á tónleikum á hátíðinni.
Ljósmynd/Francisco Javier Jáur
Óperugala Gissur Páll Gissurarson tenór, Hanna Dóra Sturludóttir mezzó-
sópran, Kristinn Sigmundsson bassi, Oddur Arnþór Jónsson barítón, Sigrún
Pálmadóttir sópran og Guðrún Dalía Salómónsdóttir píanóleikari.
Samfélag söngvara og söngáhugafólks
- Sönghátíð í Hafnarborg hefst í dag með einvalaliði - Söngnámskeið og söngsmiðjur þar sem þátt-
takendur eru frá sex mánaða upp í sextíu ára - Nemendur öðlast mikla reynslu á hátíðinni
Ljósmynd/Francisco Javier Jáur
Mahler mætir Íslandi Andri Björn Róbertsson bass-barítón, Hallveig Rúnars-
dóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari verða saman á tónleikum.
Guðrún Jóhanna
Sýningin I am thinking about sitt-
ing down on the ground – tales of/
on/with MotherLands verður opn-
uð í Midpunkt í dag milli kl. 14 og
17. Á sýningunni eru verk eftir
Elínu Margot, Patriciu Carolina
og Salt Collective, sem er sam-
starf Juliönu Foronda og Ievu
Grigelionyte. „Sýningin kannar
samstarf þvert á tegundir, kven-
leika og flakk. Rannsóknin snýr
að persónulegri og menningar-
legri tengingu okkar við landið,
fýsnir, frjósemi og gljúpleika,“
segir í tilkynningu. Sýningarstjóri
er Ana Victoria Bruno. „Elín Mar-
got kannar möguleikana sem fel-
ast í mat, endurhugsar gjörðina
að borða í samhengi við kyn,
menningu og kyngervi, í samstarfi
með matreiðslumanninum og
hönnuðinum Kjartani Óla Guð-
mundssyni, sem sérhæfir sig í
notkun og möguleikum örvera í
mat. Patricia Carolina vinnur með
tengingar vatns, merkingu heim-
ilislífsins, gljúpleikann og lekann,
til að fylgjast með flæðinu. Undir
merkjum Salt Collective vinna
Juliana Foronda og Ieva Grigelio-
nyte með matvæli, og gjörðina að
deila matvælum til að skapa um-
ræðu um matarpólitík og skapa
samfélag.“
Vatn Patricia Carolina er meðal sýnenda á sýningunni.
Matur, menning
og kyn í Midpunkt
Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker opnar sýningu sína
Sól og tími í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit í dag kl. 14.
Joris sem hefur um árabil verið einn atkvæðamesti mynd-
listarmaður á Akureyri segir um list sína: „Síðustu ár hef
ég notað lífræn efni í minni listsköpun eins og karftöflur,
hvönn, fjaðrir, hnetur og birkigreinar, með því geri ég
tengsl manna og náttúrunnar sýnileg. Í því fallega um-
hverfi sem Einkasafnið býður upp á með lækinn og birki-
skóg, ætla ég að sýna tvö hringlótt verk – eitt úti og annað
inni.“ Á opnuninni verður einnig gjörningur með þátttöku
áhorfenda, í kringum lækinn. Safnið, sem stendur við
syðri enda þjóðvegar 822, Kristnesvegar, er opið þessa og
næstu helgi milli kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis.
Joris Rademaker sýnir í Einkasafninu
Joris
Rademaker