Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 30 ÁRA Rakel Rós fæddist á Sel- fossi og ólst upp á Laugum í Reykja- dal. Hún fór í Menntaskólann á Ak- ureyri og þegar hún fór að vinna á heimili fyrir fatlað fólk fékk hún áhuga á þroskaþjálfun og skráði sig í nám í Háskóla Íslands. „Eftir að ég lauk námi 2015 starfaði ég á leik- skóla sem þroskaþjálfi en fór svo í meistaranám í atferlisfræði í Wales og lauk þar námi 2019.“ Núna starf- ar Rakel á Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins. Rakel er búin að vera grænkeri frá árinu 2015 og alveg vegan síð- ustu tvö árin. „Í fyrstu áttaði ég mig allt í einu á því að ég var að borða kjöt í öll mál og ég ákvað að sleppa kjöti í mánuð. Í kjölfarið fór ég að hugsa aðeins meira um siðferðislegu hliðina á veg- anisma og einn- ig hið mikla kol- efnisspor sem fylgir ræktun dýra til mann- eldis.“ Hún segir að mörg sveitar- félög séu byrjuð að bjóða upp á grænkeramöguleika fyrir börn sem skiptir sköpum fyrir þær fjölskyldur sem borða ekki dýr og vonandi sjá flest sér fært að gera það í framtíðinni. Maki Rakelar er Óli Freyr Ax- elsson, þroskaþjálfi og for- stöðumaður í búsetukjarna hjá Reykjavíkurborg, og eiga þau son- inn Snæbjörn Atlas. Rakel Rós A. Snæbjörnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Safnaðu saman öllum bestu hug- myndunum þínum og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf – að lokum. 20. apríl - 20. maí + Naut Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn; vandamálin hverfa ekkert við það. Vandinn er hins vegar að þú ert ekki í nokkru vinnustuði og vilt helst sitja og láta dæluna ganga. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ánægjulegur endir kemur yfir- leitt í framhaldi af góðri byrjun. Gættu þess bara að málflutningur þinn sé jafnan skýr og skorinorður svo enginn misskilji þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Dulinn og óformlegur samskipta- máti sem gengur yfirleitt gagnvart ástvin- um og vinum klikkar allt í einu. Sinntu taf- arlaust máli sem leitar sterkt á þig nú um stundir. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú mátt aldrei missa sjónar á tak- markinu jafnvel ekki þótt einhver daga- munur sé á velgengni þinni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ekki eftir neinu að bíða með að kynna áhrifafólki hugmyndina þína og lyfta starfsframanum á æðra plan. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft að gefa þér tíma til þess að íhuga þau mál sem hvíla þungt á þér. Krafturinn liggur í loftinu og hann er fullur hugrekkis og ævintýraþrár. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú færð einstakt tækifæri til að kynnast sjálri/sjálfum þér. Farðu samt varlega og reyndu að særa engan í leiðinni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur haldið þér til hlés í ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós við viðkomandi. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir miklar endurbætur á heimilinu. Láttu það ekkert á þig fá þótt aðrir kvarti. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú þarft að taka meira tillit til annarra og þarft að varast að ganga yfir fólk, þótt boðskapur þinn sé góður. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú brýst út úr sama gamla farinu og finnur ný tækifæri og nýjar lausnir í dag. Næstu dagar verða þér til mikillar gæfu. horninu hans og eina skúffu. Þá var engin sálfræðiþjónusta til utan Reykjavíkur, svo byrjuðum bara ein- hvern veginn og gerðum okkar besta við þröngan kost. Eftir fyrsta árið hjá fræðslustjóra fór ég að kenna í MA og var líka námsráðgjafi. Það hentaði betur á þeim tíma því við eignuðumst þá yngri soninn og svo ég var við MA fyrstu þrjú æviárin Ungu hjónin kunnu vel við sig í Svía- ríki, Brynjar nam verkfræði og Sig- rún fór í sálfræði þegar Hrólfur komst í leikskóla eins árs. „Við förum heim í byrjun árs 1976 með tvö börn en dóttirin fæddist í Gautaborg, búum og störfum fyrst í Reykjavík en flytjum til Akureyrar 1977. Ég fékk vinnu hjá fræðslu- stjóra, fékk aðstöðu í skrifborðs- S igrún Sveinbjörnsdóttir fæddist 19. júní 1946 í Reykjavík. „Ég ólst upp í Langholtinu, fyrst í Skipasundi og síðan á Kleppsveginum til tvítugs. Þetta voru ný hverfi og mikið frjálsræði og Langholtsbúið var ennþá starfandi með kúm. Ég byrjaði í Langholts- skólanum ári eftir að hann tók til starfa.“ Sigrún ólst upp á stóru heimili. „Við vorum þéttur systkina- hópur og margt um manninn því einnig var algengt að ættingjar utan af landi gistu. Við lærðum það mjög snemma að það var ekkert endilega í boði að hafa pláss út af fyrir sig, en það var aldrei íþyngjandi heldur þvert á móti. Auðvitað var stundum tekist á og slegist, en maður var aldrei einmana.“ Sigrún hafði alltaf gaman af því að vera í skóla. Faðir hennar var kenn- ari og mjög natinn uppalandi og hún sá kennarastarfið í hillingum allt frá æsku. Það lá því beint við að fara í KÍ og útskrifaðist Sigrún þaðan með kennarapróf árið 1966. „Þá var ég tvítug og ég fór norður til Akureyrar og kenndi þar einn vetur. Það var ógleymanlegt af mörgum ástæðum. Ég féll alveg fyrir bænum og svo var ég að stíga fyrstu fullorðinsskrefin ein, leigði íbúð með vinkonu minni og svo var magnað að vinna með börn- unum, ákvað þar að ég vildi læra meira um börn.“ Tveimur árum áður hafði Sigrún séð ungan mann, Brynj- ar, frá Akureyri í anddyri Þjóðleik- hússins, sem var staddur í höf- uðstaðnum í einhverjum skáta- erindum. Fyrir norðan hitti hún Brynjar aftur, þau giftust í byrjun árs 1968 og eignuðust eldri son sinn 18. júní það ár, einmitt þegar Sigrún lauk stúdentsprófi frá KÍ. Þá um haustið fluttu þau til Gautaborgar í Svíþjóð til náms. „Þar var mikil hús- næðisekla og fyrstu önnina bjuggum við í hústökuhúsi meðan við biðum eftir stúdentaíbúð, en allt gekk þetta vel. Í desember fluttum við síðan í fjölskylduíbúð í nýjum stúdenta- garði ásamt fleiri fjölskyldum, sem var stórkostlegt. Mikil vinátta myndaðist á milli okkar í húsinu, sem stendur enn þann dag í dag.“ hans.“ Sigrún fór þá að vinna við Svæðisþjónustu fatlaðra, sem þá var nýstofnuð, og fór ásamt öðrum að byggja upp þjónustu fyrir fötluð börn og foreldra þeirra og var lengi í ráðgjöf og greiningum lítilla barna. „Á þessum tíma var samfélagið að taka gífurlegum breytingum og þjónustan að byggjast upp. Börn með fötlun voru aðeins að byrja að fá leikskólapláss, en leikskólar voru samt ekkert á hverju strái.“ 1989 var Sigrún fengin til að stýra Vistheim- ilinu Sólborg þegar búið var að ákveða að leggja stofnunina niður og þurfti að halda utan um flutning íbú- anna út í samfélagið. Árið 1994 ákváðu Sigrún og Brynjar að sleppa tökunum á hefð- bundnu lífi og fóru ásamt yngri syni til Melbourne í Ástralíu þar sem Sig- rún fór í doktorsnám. „Við vorum saman þarna í eitt ár sem var algjört ævintýri. Við höfum alltaf verið ferðaglöð hjónin en þetta árið tókum við tjaldið allar helgar í ferðalög og fórum víða.“ Sigrún vann að náminu með hléum, flakkaði á milli og lauk doktorsprófi í sálfræði frá Latrobe- háskólanum í Melbourne 2001. Eftir námið sótti hún um starf í Háskól- anum á Akureyri, fyrst sem lektor, þá dósent og loks prófessor. „Það merkilega var að HA flutti á Sólborg svo þar vann ég síðustu 15 starfsárin mín. Þá var búið að end- urbyggja og bæta við Sólborg, en í 20 ár vann ég þar og gekk í fótspor þeirra sem þar höfðu gengið á und- an.“ Sigrún missi lífsförunaut sinn árið 2015. „Eftir á að hyggja er ég glöð yfir að við skyldum lifa lífinu jafn- óðum og tjalda jafn oft og við gerð- um. Við geymdum það ekkert að njóta lífsins og sinna áhugamál- unum, fyrir það er ég þakklát núna, þegar ég er orðin ein.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Brynjar Ingi Skaptason, skipaverkfræðingur og kennari á Akureyri, f. 8.6. 1945, d. 21.6. 2015. Foreldrar Brynjars voru hjónin Guðfinna Hallgrímsdóttir húsmóðir, f. 8.7. 1910, d. 16.7. 1979 og Skapti Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur og prófessor emerita – 75 ára Sveitasælan Sigrún og Brynjar í bústaðnum sem þau byggðu 2009 í Fnjóskadalnum, en þau nutu þess að vera í sveitinni. Myndin er tekin 2012 af svölunum á efri hæðinni, þegar allt lék í lyndi. Stuttu síðar veiktist Brynjar. Lifðum lífinu jafnóðum Lesklúbburinn Sigrún hefur verið í lesklúbbi fjörugra kvenna í yfir 30 ár og hér eru þær flestar í klúbbnum í forstofunni eftir skemmtilegt kvöld. Til hamingju með daginn Reykjavík Úlfur Elí Lima fæddist á Landspítalanum 13. júní 2020 kl. 00:34. Hann var 51,5 cm og vó 3.805 g. Foreldrar hans eru Nína Katrín Jó- hannsdóttir og Viktor Orri Lima. Nýr borgari Helga rútgá fanEinar bárð a - an na ma gga - yngvi eyste ins Alla l augar daga frá k l 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.