Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
& "!(%'$#
"$&'%#!
"-+ ! !" &,'*)%(!$#
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Cloacina var ein af gyðjunum í róm-
verskri goðafræði. Hún ríkti yfir
Cloaca Maxima, aðalholræsi Róma-
borgar, og var verndargyðja hol-
ræsa,“ segir Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur þegar hann er beðinn
að útskýra titilinn á nýjustu bók
sinni sem fjallar um sögu fráveit-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. Guð-
jón bendir janframt á að nafn gyðj-
unnar sé dregið af sögninni „cluo“ í
latínu sem merkir að hreinsa.
„Cloacina var því gyðja hreinlætis
og hreinsunar en ekki nein skíta-
gyðja,“ segir Guðjón og tekur fram
bókin hafi vafalítið fengið meiri
athygli vegna heitis gyðjunnar held-
ur en ef hún hefði einfaldlega haft
titilinn Saga fráveitu.
„Mér leist nú ekki á blikuna til að
byrja með þegar falast var eftir því
við mig að skrifa þessa bók, enda
vissi ég lítið sem ekkert um holræsin
þó ég hafi skrifað Sögu Reykjavíkur
að hluta á sínum tíma. En eftir því
sem ég kynnti mér viðfangsefnið
betur fór mér að finnast þetta mjög
skemmtilegt, enda alltaf gaman að
fræðast um nýja hluti. Þetta var því
verðugt viðfangsefni,“ segir Guðjón
og rifjar upp að fyrir um tuttugu ár-
um hafi verið gefnar út þrjár bækur
þar sem saga vatnsveitunnar, raf-
veitunnar og hitaveitunnar var rak-
in. „Stjórnendum hjá Veitum fannst
vanta bók um sögu fráveitunnar,
sem er ekki síður merkilegt fyrir-
bæri en hinar veiturnar þrjár,“ segir
Guðjón. Cloacina var aðeins prentuð
í afar takmörku upplagi en bókin er
aðgengileg öllum í rafrænu formi á
vefnum veitur.is.
Forsenda fyrir velferð
Að sögn Guðjóns spannar Cloac-
ina tímann frá frumstæðum opnum
rennum til holræsa, hreinsistöðva og
útrása sem dæla hreinsuðu skolpi
langt út á haf. „Umhverfisvitund
fólks hefur sem betur fer breyst til
batnaðar,“ segir Guðjón og rifjar
upp að sjálfur hafi hann alist upp við
það að allar fjörur væru löðrandi í
skolpi og óþverra. „Þáttaskil urðu
hins vegar í kringum 1987 þegar
loks var settur kraftur í hreinsun
strandlengjunnar. Þá voru lögð snið-
ræsi meðfram allri strandlengjunni
á höfuðborgarsvæðinu og dælu-
stöðvar settar upp með reglulegu
millibili til að dæla skolpinu áfram.
Þetta endar svo í tveimur megin-
stöðvum, í Ánanaustum og Kletta-
görðum, sem dæla þessu á haf út.“
Guðjón bendir á að þar sem frá-
veitukerfið sé að mestu hulið sjónum
borgarbúa, enda annaðhvort neðan-
jarðar eða neðansjávar, sé hætt við
því að ýmsir vanmeti þýðingu þess
eða taki því sem gefnum hlut. „Frá-
veitukerfið er þó ein af helstu for-
sendum fyrir velferð og heilsu borg-
arbúa,“ segir Guðjón og rifjar upp að
á fyrstu áratugum þéttbýlis í
Reykjavík hafi ýmsir séð ofsjónum
yfir því að setja pening í að bæta
opin skolpræsi eða rennur sem hvar-
vetna lágu eftir götum og enduðu
yfirleitt í Tjörninni, Læknum eða
sjónum. „Þetta viðhorf breyttist
fljótlega, en á árunum 1906 til 1916
var Reykjavík holræsavædd,“ segir
Guðjón og bendir á að þetta hafi
haldist í hendur við aukna almenna
vitneskju um þá smitsjúkdómahættu
sem tengist opnum skolpræsum.
Skolpið rann inn í kálgarða
„Upp úr 1890 komu ungir læknar
til landsins eftir nám erlendis og þá
var búið að uppgötva sýklaheiminn
og samband hans við alls kyns smit-
sjúkdóma. Þeir fóru að reka mikinn
áróður fyrir því að þetta væri lag-
fært, enda mikið heilbrigðismál,“
segir Guðjón og vísar þar til manna
á borð við Guðmund Björnsson, sem
kallaður hefur verið faðir fráveit-
unnar. „Fyrstu menntuðu verkfræð-
ingarnir sem komu til landsins um
aldamótin 1900 börðust líka af krafti
fyrir því að komið væri upp frá-
veitu,“ segir Guðjón og nefnir í því
samhengi Knud Zimsen og Sigurð
Pétursson.
„Fyrsta skolplögnin var tekin í
gagnið 1902 og lá frá Landakoti nið-
ur Ægisgötuna og út í sjó. Þá sá fólk
hvað þetta breytti miklu,“ segir Guð-
jón og rifjar upp að Reykjavík hafi
stækkað mjög ört á þessum tíma.
„Almenningur fór að þrýsta á um að
bærinn yrði holræsavæddur, enda
rann skolpið inn í kálgarða hjá fólki
með tilheyrandi eyðileggingu. Sem
dæmi fóru íbúar í einstökum götum
að safna undirskriftum til að fá hol-
ræsi í götur sínar og buðust til að
greida framkvæmdirnar á móti bæn-
um.“
Aðspurður segist Guðjón hafa leit-
að heimilda víða. „Á Borgarskjala-
safninu er töluvert af heimildum um
holræsin öll. Þar má til dæmis finna
handskrifaða heildaráætlun um hol-
ræsi Reykjavíkur frá 1911 sem Sig-
urður Thoroddsen, fyrsti verkfræð-
ingur landsins, var ráðinn til að
vinna. „Hann lagði grunninn að hol-
ræsakerfinu eins og það var næstu
áratugina.“
Algerlega hulið sjónum
Spurður hvort eitthvað hafi komið
honum á óvart í rannsóknarvinnu
sinni svarar Guðjón því neitandi.
„Ekki nema það hvað þetta reyndist
miklu skemmtilegra verkefni en ég
bjóst við eins og ég sagði í upphafi.
Reyndar finnst mér flest sagn-
fræðileg málefni sem ég sökkvi mér
ofan í verða sjálfkrafa skemmtileg.
Ég vissi mjög lítið um holræsið þeg-
ar ég byrjaði á þessu, en fræddist
heilmikið og það er alltaf skemmti-
legt,“ segir Guðjón og nefnir sem
dæmi að það hafi verið lærdómsríkt
að læra meira um stóru holræsin
sem eru í mörgum hverfum borgar-
innar. „Eins og til dæmis Fossvogs-
ræsið sem tekur við öllu skolpi úr
Breiðholti, Árbæjarhverfi og Kópa-
vogi. Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir því hversu stóra framkvæmd
var um að ræða. Það þurfti meðal
annars að grafa tíu metra niður í
mýrina í Fossvogi. Þetta er því í
raun gríðarlegt mannvirki, en alger-
lega hulið sjónum okkar. Annað slíkt
ræsi er Laugardalsræsið sem var
forsenda þess að hægt væri að
byggja upp og koma upp íþrótta-
svæði í Laugardalnum því svæðið
var svo blautt. Ræsið var einnig for-
senda þess að hægt væri að byggja
upp ný hverfi í Heimum, Laugarási
og víðar. Eitt af því sem ég lærði í
ferlinu var að ræsi þurfa ákveðin
halla, en það var erfitt að leggja ræsi
þar sem var slétt land og mikil mýri.
Það skýrir aftur þróun borgarinnar,
því svæði þar sem erfitt var að koma
við ræsum byggðust síðar og því
varð borgin lengi vel býsna dreifð.
Helst þurfti byggðin líka að vera ná-
lægt sjó til þess að leið ræsanna væri
sem styst, en eftir því sem tæknin
eykst verður auðvitað auðveldara að
leggja ræsi.“
Bókina prýðir mikill fjöldi mynda.
„Ég hef það fyrir reglu að finna
sjálfur myndir í þær bækur sem ég
skrifa. Ég rekst oft á myndir þegar
ég er að grúska í skjölum og gögnum
og fer fljótt að sjá hlutina myndrænt
fyrir mér. Myndræna hlut verksins
hef ég því alltaf í huga í vinnuferl-
inu,“ segir Guðjón, en um hönnun og
umbrot Cloacinu sá Aðalsteinn
Svanur Sigfússon.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson á mikinn þátt í því að halda sögu höfuðborgarinnar til haga.
Bankastræti Bakarabrekkan skömmu eftir 1880. Skolpið rennur í rás rétt
fram hjá einu helsta vatnsbóli bæjarins, Bakarabrunninum, og síast sjálf-
sagt að einhverju leyti í jarðveginn þar og dreifist loks frjálst áður en það
streymir niður í Lækinn. Læknar fóru brátt að benda á samhengi milli far-
sótta og vonds neysluvatns og sóðaskapar í sambandi við frárennsli.
„Mér leist nú ekki á blikuna“
- Í bók sinni Cloacina rekur Guðjón Friðriksson sögu fráveitunnar á höfuðborgarsvæðinu
- „Eftir því sem ég kynnti mér viðfangsefnið betur fór mér að finnast þetta mjög skemmtilegt“
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af
rusli! nefnist sýning sem opnuð er í Gerðarsafni í dag kl.
15. Um er að ræða fyrsta áfanga Vatnsdropans, sem er
alþjóðlegt samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere,
H.C. Andersen-safnsins í Óðinsvéum og Ilon’s Wonder-
land í Hapsaalu í Eistlandi auk Menningarhúsanna í
Kópavogi. Þrettán börn frá löndunum fjórum eru sýn-
ingarstjórar undir leiðsögn sýningarstjórans, listfræð-
ingsins og heimspekingsins Chus Martinez.
„Á sýningunni getur að líta verk sem ungu sýningar-
stjórarnir hafa valið frá H.C.-Andersen safninu, Múmín-
safninu og Ilon’s Wonderland. Verkin má með einum eða
öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Samein-
uðu þjóðanna, Lífi í vatni. Heimir Sverrisson og sam-
starfsfólk hans hjá Irma studio tóku svo að sér að hanna
og smíða umgjörð um sýninguna sem verður að finna á 1.
hæð Gerðarsafns,“ segir í tilkynningu frá safninu.
Vatnsdropinn er þriggja ára menningarverkefni sem
er ætlað að tengja höfundarverk norrænu höfundanna
Astrid Lindgren, H.C. Andersen og Tove Jansson við
heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með listsýningum
og viðburðahaldi. „Það má í raun segja að gildi í sög-
unum (og teikningunum) séu mikilvægari en nokkru
sinni áður í ljósi núverandi loftslagsvanda og hamfara-
hlýnunar.“ Sýningin stendur til 31. október. Samhliða
sýningunni verður boðið upp á fjölda viðburða í Menn-
ingarhúsunum í Kópavogi, sem tengjast Vatnsdrop-
anum, en allar nánari upplýsingar eru á vefnum
menningarhusin.is.
Sjórinn er fullur af rusli!
Sýningarstjórar Fimm stúlkur úr Kópavogi, þær Fjóla
Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir,
Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir, eru í
íslenska sýningarstjórateyminu og hefur Salvör Gullbrá
Þórarinsdóttir leitt vinnu hópsins hér á landi.