Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Það eru tímamót í þínu hverfi Við opnum sýningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi Breiðholts 19. júní nk. klukkan 14. Hverfisskipulag byggir á víðtæku samráði, óskum íbúa og vistvænum áherslum í þróun hverfisins. Kynntu þér nýju tillögurnar á hverfisskipulag.is. Dagskrá Ávarp – Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Kynning á tillögum Umræður Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Tíu sinnum hefur það gerst að tveir einstaklingar hér á landi nái 100 ára aldri sama daginn. Nú í dag gerist það svo í ellefta skiptið, en Kristín Gísladóttir og María Arnlaugsdóttir deila afmælisdeginum 19. júní og fagna því báðar 100 ára afmæli sínu í dag, skv. upplýsingum Jónasar Ragn- arssonar, sem er líklega manna fróð- astur um langlífi Íslendinga og sér m.a. um Facebook-síðuna Langlífi. Engin sérstök ráð til að ná 100 ára aldri „Mér líður nú bara alveg eins og í gær,“ segir María í samtali við Morg- unblaðið í gær, aðspurð hvernig manni líði þegar maður verður 100 ára. María segist ekki vera með nein sérstök ráð sem gott væri að fylgja ætli maður sér að ná 100 ára aldri. „Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að ég yrði svona gömul, en þannig er bara gangurinn í þessu, maður tekur bara því sem kemur.“ María sagðist ekki þurfa að standa í því sjálf að halda upp á afmælið, en hún ætlar að fagna því með sínu nánasta fólki á af- mælisdaginn. Síðustu hálfa aðra öldina hafa á átt- unda hundrað Íslendinga náð 100 ára aldri. Síðustu áratugina hafa aldrei fleiri en 30 orðið 100 ára á einu og sama árinu. Það er því athyglisvert að ellefu sinnum hafi það gerst að tveir einstaklingar nái þessum aldri á sama deginum. Fyrst gerðist það 7. júní árið 1963. Síðan tvisvar árið 1992 og 1995. Einu sinni árin 2005, 2008, 2011, 2015 og 2020 og nú 19. júní 2021. Af þessum 22 einstaklingum eru 5 karlar. Tvisvar náðu slíkir jafnaldrar 101 árs aldri. Einu sinni 102 ára aldri og einu sinni 103 ára aldri. það voru Helgi Símonarson á Dalvík og Ingi- björg Bjarnadóttir í Reykjavík. Helgi náði að verða 105 ára og 11 mánaða og átti lengi aldursmet íslenskra karla. Ellefta skiptið sem tveir verða 100 ára sama daginn - Tvær konur fagna 100 ára aldri Afmæli María Arnlaugsdóttir fagnar 100 ára afmæli í dag. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Talið er að fyrsta kristna kirkja Ís- lands hafi staðið við Esjuberg og á hún að hafa verið reist um árið 900 en hennar er getið í íslenskum rit- heimildum. Þrátt fyrir fornleifa- rannsóknir á svæðinu hafa aldrei fundist ummerki um kirkjuna, en regluleg skriðuföll úr Esjuhlíðum hafa hulið svæðið. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur undanfarin ár staðið að því að reisa minnisvarða um kirkjuna og nú á sunnudag mun biskup Íslands vígja útialtari að keltneskri fyrir- mynd á Esjubergi. „Þjóðkirkjan hef- ur talað um það í áratugi að gera eitthvað þarna til að minnast þessa atburðar, en ekkert bólaði á fram- kvæmdum,“ segir Bjarni Sig- hvatsson, varaformaður félagsins. „Þá fékk okkar litla sögufélag þá fá- ránlegu hugmynd að þetta væri verðugt verkefni fyrir félagið að halda á lofti nöfnum Kelta í íslenskri sögu,“ segir Bjarni í léttum tón. „Félagið safnaði fé fyrir verkinu á Karolina fund og tókst vel til, auk þess hafa margir aðilar komið að því að styrkja verkefnið,“ segir Bjarni. Biskup Íslands mun svo vígja kirkj- una við nokkuð látlausa athöfn klukkan 2 á sunnudag, en boðið verður upp á kaffi og kleinur og kirkjukór Brautarholtskirkju syng- ur á athöfninni. „Þá fengu velgjörð- armenn verkefnisins boð í vígsluna, en sérstakir áhugamenn um sögu kirkjunnar eru að sjálfsögðu vel- komnir“ segir Bjarni. Útsýni Útialtari að keltneskri fyrirmynd er fullgert en sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur séð um verkefnið. Biskup vígir keltneskt útialtari á Esjubjargi - Sögufélagið Steini á Kjalarnesi stendur á bak við verkefnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.