Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
✝
Eygló Óskars-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
1. desember 1937.
Hún lést á Hraun-
búðum í faðmi fjöl-
skyldunnar 5. júní
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Óskar
Ólafsson frá Torfa-
stöðum í Fljótshlíð,
f. 15.8. 1915, d.
23.1. 1986, og Kristín Jóns-
dóttir frá Hafnarnesi í Fá-
skrúðsfirði, f. 9.11. 1911, d.
1.11. 1992. Systkini Eyglóar
eru: Adolf, f. 30.11. 1928, d.
15.12. 2008, Jóna Guðlaug, f.
16.2. 1930, d. 15.8. 2006, Aðal-
heiður, f. 8.11. 1934, Kristín
Ósk, f. 14.10. 1940, Ólafur, f.
27.5. 1944, d. 9.8. 1986, Albína
Elísa, f. 26.6. 1945, d. 29.7.
2008, Hrefna, f. 30.4. 1951,
Örn, f. 18.2. 1953, og Guðrún, f.
12.11. 1957.
Hrund Kristjánsdóttur, börn
þeirra eru Kamilla Dröfn,
Kristel Kara og Rökkvi, c) Ein-
ar Gauti, sambýliskona hans er
Erla Steina Sverrisdóttir, dóttir
þeirra er Lilja Glóð, d) Svava
Tara, sambýlismaður hennar er
Dagur Arnarson. 3) Stein-
grímur, f. 1961, sambýliskona
hans er Katrín Stefánsdóttir.
Eygló lauk skólagöngu sinni
frá Barnaskóla Vestmannaeyja.
Eygló iðkaði íþróttir með
Knattspyrnufélaginu Tý og var
alla tíð ötull stuðningsmaður
íþróttahreyfingarinnar í Vest-
mannaeyjum. Hún starfaði við
netagerð, fiskvinnslu, sem mat-
ráður og við ræstingar. Eygló
hafði alla tíð mikið dálæti á
garðrækt og mátti finna sum-
arblóm frá Eygló víða í görðum
í Vestmannaeyjum. Eygló og
Svavar bjuggu alla tíð á Sól-
eyjargötu 10 þar sem hún lagði
mikinn metnað í að búa þeim
og afkomendum sínum gott
heimili.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju í dag, 19. júní 2021,
klukkan 14.
Eftirlifandi
eiginmaður Eygló-
ar er Svavar Stein-
grímsson, f. 24.5.
1936. Börn þeirra
eru 1) Óskar, f.
1956, kvæntur
Önnu Sigríði Er-
lingsdóttur. Börn
þeirra eru a) Tinna
Ósk, eiginmaður
hennar er Vilhelm
Sveinn Sigurðsson,
börn þeirra eru Gabríel Ísarr,
Mikael Ísarr, Rafael Ísarr og
Aríel Ísarr, b) Þórunn Día,
sambýlismaður hennar er
Björn Kristmannsson, þau eiga
Óskar Júlían, c) Eygló Myrra,
sambýlismaður hennar er Emil
Liljeroth. 2) Halla, f. 1957,
eiginmaður hennar er Ólafur
Ágúst Einarsson. Börn þeirra
eru a) Sindri, kvæntur Hildi
Sólveigu Sigurðardóttur, börn
þeirra eru Aron og Sara Rós,
b) Daði, kvæntur Thelmu
Ég á eftir að sakna þín elsku
amma Eygló. Að skrifa þessi
orð fær augu mín til að fyllast
tárum. Ég trúi því að þú sért
komin á stað þar sem þú getur
fylgst með afa hlaupa upp og
niður Heimaklett, spjallað við
fólkið þitt og dundað við blómin
þín.
Ég á svo yndislegar minn-
ingar um þig sem ég mun varð-
veita. Eins og að vökva blómin
með þér inni í sólstofu í róleg-
heitum, sitja með þér yfir
kvöldkaffinu með einn súkku-
laðisnúð í hendi meðan þú
kenndir mér kapal, og fara í
hárgreiðsluleik þar sem þú
dottaðir þótt við systur notuð-
um hálfan brúsa af hárspreyi
og flæktum allar rúllunar í fína
hárinu þínu.
Í löngum erfiðum sjóferðum
með Herjólfi huggaði ég mig
alltaf við það að ég væri nokkr-
um klukkustundum frá flatkök-
unum þínum og ömmuknúsi,
sem lét sjóveikina líða hjá.
Þótt þú hefðir aldrei spilað
golf passaðir þú upp á að láta
mig vita hversu grænn og fal-
legur völlurinn væri orðinn og
að nú væri tími til að koma
heim þegar ég hringdi til ykkar
frá Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Þegar ég kom svo að keppa á
landsins fallegasta velli þótti
mér afar vænt um að sjá bílinn
ykkar afa keyra niður í dal og
veifa mér þegar ég spilaði 6., 7.
og 8. holu.
Þú barðist í gegnum síðustu
árin elsku amma mín og náðir
með því að hitta fjögur dásam-
leg barnabörn til viðbótar. Ég
fæ sting í hjartað að hugsa til
þess að fá ekki að knúsa þig og
kyssa þegar ég kem næst til
Vestmannaeyja. Hvíldu í friði
elsku amma, ég er meyr að
vera skírð í höfuðið á þér. Ég
elska þig.
Eygló Myrra Óskarsdóttir.
Amma var heimakær og það
ekki að ástæðulausu, hún og afi
héldu hlýtt og gott heimili á
Sóleyjargötunni. Það voru ekki
breiðir gangar eða nýtískuhús-
búnaður sem gerðu heimili
þeirra að yndislegum stað.
Heldur móttökurnar sem hver
einasti gestur hlaut við það að
líta í bæinn. Það var líka alltaf
hægt að ganga að dekkuðu
borði vísu hjá Eygló alveg
sama hvenær sólarhringsins
gesti bar að garði. Það var vel
hægt að merkja hversu dugleg-
ur maður var að heimsækja
ömmu á því hversu vel galla-
buxur pössuðu hverju sinni.
Auðvitað elska allir pönnukök-
urnar hennar ömmu sinnar en
Eygló var matráður í hæsta
klassa. Það var ýmislegt sem
maður smakkaði í fyrsta skipti
í borðkróknum á Sóleyjargöt-
unni. Hún fór snemma að
föndra við austurlenska og aðra
framandi matargerð, smurði
glæsilegar snittur og lagaði ný-
móðins brauðrétti á meðan
flestir aðrir voru fastir í nið-
ursoðnum aspas. Það var henni
líka mikið kappsmál að öllum
væri vel veitt af kræsingunum,
svo mikið að hún hafði sjaldn-
ast tíma til að borða sjálf. Þá
fékk hann oft að fljúga frasinn
sem síðan hefur markað fastan
sess í fjölskyldunni: „Í guðanna
bænum borðið þið.“
Amma var miklu meira en
bara húsmóðir þótt hún hafi
ung kynnst fimum villingi í
Spröngunni og þau fellt saman
hugi. Það var nefnilega ekki
bara afi sem var lunkinn með
bandspotta því amma lagði
stund á netagerð og starfaði við
og þótti það nokkuð framsækið.
Ég man vel eftir því þegar
amma var með fullt sólhús af
netabútum og nálina á lofti á
vorin þegar verið var að und-
irbúa lundaveiðitímabilið. Netin
hennar ömmu voru eftirsótt í
lundaháfa bjargveiðimanna og
þóttu fengsæl og endingargóð.
Amma og afi hafa alla tíð
sprangað saman taktföst í
gegnum lífið og í huga ömmu
ekki til það vandamál sem afi
gat ekki leyst. Ef eitthvert við-
fangsefnið sigldi í strand sagði
hún einfaldlega „hann Svabbi
reddar þessu“ sem oftar en
ekki varð raunin.
Amma var ekki mikið fyrir
að trana sér fram eða skipta
sér of mikið af, hún var sterk-
ust á heimavelli. Hún gat alltaf
séð það góða í fólki sem öðrum
þótti lítið til koma og henni var
alla tíð mikið í mun að öllum í
kringum sig liði vel. Takk fyrir
samfylgdina elsku amma og
hafðu engar áhyggjur, hann
Svabbi reddar þessu.
Sindri Ólafsson.
Elsku amma. Ég er svo
þakklátur fyrir allar stundirnar
með þér í gegnum tíðina. Missti
varla úr hádegismat hjá þér í
gaggó ef mat skyldi kalla því
alla jafna voru kökur á boð-
stólum. Í matarboðum hjá þér
sá ég þig aldrei borða, þú varst
of upptekin að stjana við gest-
ina. Það tók mjög á að sjá þig
fara á elló en það gladdi mig
hversu ánægð þú varst alltaf
þegar við heimsóttum þig,
ljómaðir og brostir út að eyr-
um. Ég er svo þakklátur að þú
fékkst að hitta Lilju Glóð, ég
mun sýna henni myndir af ykk-
ur saman og halda uppi minn-
ingu þinni. Ég reyni að hafa
hemil á afa þar til þið hittist
næst.
Þinn ömmustrákur,
Einar Gauti Ólafsson.
Eygló Óskarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín
Halla.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar
KRISTINS HERBERGS
KRISTJÁNSSONAR,
Fálkahöfða 8, Mosfellsbæ.
Esther Bergþóra Gunnarsdóttir
Una Hrönn Kristinsdóttir
Herdís Kristinsdóttir Gunnar Þór Ármannsson
Sigrún Herbergsdóttir Hólmar Örn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN FJELDSTED
öryggisstjóri,
Lundi 21, Kópavogi,
lést á LSH 3. júní. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 11.
Jarðarförin er opin að 300 manns. Streymt verður frá athöfninni:
https://hljodx.is/index.php/streymi.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug til okkar.
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Ásta Björk Sveinsdóttir Jón Júlíus Elíasson
Kristján Þór Sveinsson Hulda I. Magnúsdóttir
Guðmundur Sveinsson Hulda Sævarsdóttir
afabörn og langafabörn
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og ómetanlegan stuðning
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, besta vinar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU HÓLMFRÍÐAR
ÓSKARSDÓTTUR,
Sunnubraut 7, Þorlákshöfn.
Sérstakar þakkir færum við fjölskyldan starfsfólkinu á A6,
lungnadeild Landspítalans í Fossvogi, fyrir góða umönnun, ljúft
viðmót og hlýju.
Kári Böðvarsson
Óskar Ingi Böðvarsson Kristrún Hafliðadóttir
Tómas Þór Kárason Rúrí Eggertsdóttir
Anna Margrét Káradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURLAUG ÁSGERÐUR
SVEINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
miðvikudaginn 23. júní klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra
Dalbæ, Dalvík.
Guðbjörg Antonsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir
Anna Dóra Antonsdóttir Sveinn Sveinsson
Arna Auður Antonsdóttir
Þórólfur Már Antonsson Hrönn Vilhelmsdóttir
Árdís Freyja Antonsdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNHILD STEFÁNSDÓTTIR,
Grænumörk 2, Selfossi,
sem lést mánudaginn 7. júní á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 21. júní klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni, sjá selfosskirkja.is.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Lundar fyrir frábæra umönnun,
kærleika og vináttu.
Margrét Einarsdóttir Trausti Traustason
Maríanna G. Einarsdóttir Jón H. Snædal Sigurðsson
Guðjón Einarsson Emma K. Guðnadóttir
Stefanía Einarsdóttir Ólafur H. Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR SAMÚELSSONAR.
Edda Ögmundsdóttir
Kristján Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson Guðrún Lilja Jónsdóttir
barnabörn og langafabarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÆVAR SÆMUNDSSON,
Lundi 5,
Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. júní
klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Elín Björg Jóhannsdóttir
Sæmundur Sævarsson Marta Gunnarsdóttir
Guðrún Ösp Sævarsdóttir Sigurður Eyþór Valgarðsson
María Sif Sævarsdóttir Grímur Fannar Eiríksson
afa- og langafabörn