Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
SÉRBLAÐ
Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní
Hvert blað beinir sjónum sínum
að einum landsfjórðung
• Hvert skal halda í sumarleyfinu?
• Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland
• Leynistaðir úti í náttúrunni
• Hvar er best að gista?
• Ferðaráð
• Bestu sumarfrí Íslendinga
Pöntun auglýsinga og nánari
upplýsingar augl@mbl.is
Í
slandsmeistarinn Hjörvar
Steinn Grétarsson er meðal
þátttakenda á heimsbikarmóti
FIDE sem hefst 12. júlí nk. í
Sotsjí við Svartahaf. Ekki liggur fyr-
ir hver verður andstæðingur Hjörv-
ars í fyrstu umferð mótsins sem fram
fer eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Samkvæmt reglum um mótið verður
pörun að liggja fyrir 20 dögum fyrir
upphaf þess. Alls verða keppendur
206, þar af munu 156 hefja leikinn í 1.
umferð en 50 stigahæstu keppend-
urnir komast beint í 2. umferð.
Sotsjí er þekktur staður í skáksög-
unni. Árið 2015 tefldu þeir Magnús
Carlsen og Anand sitt annað heims-
meistaraeinvígi og á Sovéttímanum
fóru þar reglulega fram öflug al-
þjóðleg skákmót.
Heimsmeistarinn Magnús Carlsen
verður meðal keppenda rétt eins og
þegar heimsbikarmótið fór fram á
eyjunni Mön fyrir tveim árum. Tveir
efstu menn öðlast þátttökurétt í
næstu áskorendakeppni en þátttaka
Magnúsar þar er vitanlega tryggð.
Tapi Magnús heimsmeistaraeinvíg-
inu fyrir Nepomniachtchi í Dubai í
haust á hann samt öruggt sæti í
næsta áskorendamóti. Hann hefur
látið þau orð falla að þar sem langt sé
um liðið síðan hann tók þátt í skák-
móti við venjulegar aðstæður sé mót-
ið í Sotsjí sé kjörið til þess að komast
aftur í form. Vart þarf að taka fram
að nær allir bestu skákmenn heims
eru skráðir til leiks að áskorand-
anum Nepo undanskildum en hann
vill nota tímann til að undirbúa sig
fyrir HM-einvígið.
Kasparov teflir í Zagreb
Guðirnir ættu ekki að snúa aftur
stóð skrifað einhvers staðar. Garrí
Kasparov sem hætti að tefla hefð-
bundnar kappskákir fyrir meira en
16 árum er greinilega á annarri skoð-
un og hefur annað veifið tekið þátt í
skákkeppnum með styttri umhugs-
unartíma. Nú ætlar hann að vera
með á Grand chess tour, mótaröð
sem hefst í Zagreb í Króatíu dagana
5.-12. júlí nk. Þar verður Wisvanat-
han Anand einnig meðal þátttakenda
ásamt Jan Nepomniachtchi, Wesley
So, Vachier Lagrave og Alexander
Grischuk svo nokkrir séu nefndir.
Fyrirkomulag mótsins er með þeim
hætti að tefld verður tvöföld umferð
hraðskáka og einföld umferð atskáka
en atskákirnar hafa tvöfalt vægi á við
hraðskákirnar.
Þó að Kasparov hafi átt í tals-
verðum erfiðleikum með kynslóð
Magnúsar Carlsen er alltaf fjör í
kringum þátttöku hans. Tafl-
mennska hans er áhugaverð og verð-
ur gaman að fylgjast með honum í
Króatíu.
Gott dæmi um handbragð hans
eftir að ferlinum „lauk“ mátti finna í
hraðskák sem hann tefldi við öfl-
ugasta skákmanna Frakka fyrir tíu
árum:
Clichy 2011:
-Sjá stöðumynd 1-
Kasparov – Vachier Lagrave
48. e6! d2
Ekki dugar 48. … fxe6 vegna 49.
g6 o.s.frv.
49. e7! d1(D)+ 50. Rxd1 Hxd1 51.
h6
51. g6 vinnur líka en það er engin
leið fyrir svartan að sleppa út úr
leppuninni.
51. … Hd6 52. Kg2 Hd2+ 53. Kf3
Hd6 54. Ke2 He6+ 55. Kd3 Hd6+
56. Ke4 b5
57. g6! fxg6 58. exd8(D)+ Hxd8
59. f7+
- og svartur gafst upp.
Eftir miklar frestanir vegna
Covid-faraldursins hófst í gær í Par-
ís eitt mótið á Grand chess tour sem
fer fram með sama fyrirkomulagi og
það sem stendur fyrir dyrum í Kró-
atíu. Meðal þátttakenda eru Car-
uana, Nepomniachtchi, Kramnik,
Wesley So, Aronjan og Vachier La-
grave.
Hægt er að fylgjast með mótinu á
öllum helstu vefsvæðum skák-
arinnar, svo sem Chess24.com.
Hjörvar Steinn tefl-
ir á heimsbikarmóti
FIDE í Sotsjí
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kjartan Briem
Teflir í Sotsjí Hjörvar Steinn Grét-
arsson við upphaf Meistaramóts
Skákskóla Íslands í maí sl.
Kærleiksríki, stór-
kostlegi Guð, þú skap-
andi og elskandi andi.
Þú sem ert upphafið og
endirinn, frelsarinn,
lífið sjálft og eilífðin.
Höfundur og fullkomn-
ari lífsins.
Miskunna þú okkur
og veit okkur örlátlega
af lífi þínu, kærleika og
friði. Við erum líf af lífi. Það varst þú
sem gerðir okkur svona og komst
okkur hérna fyrir. Óendanlega elsk-
uð af þér. Ætlað að vera farvegir
kærleika þíns, miskunnar og náðar,
fyrirgefningar og fagnaðarerindis.
Að vera samferðafólki til blessunar
og þér til dýrðar og þannig sjálfum
okkur til heilla og hamingju, gleði og
blessunar.
Vilt þú gefa okkur innblástur af
anda þínum. Viltu fylla okkur af þín-
um heilaga, góða og heilnæma anda.
Það er svo mikilvægt fyrir okkur
mannfólkið að við myndum skjól
hvert fyrir annað og einnig öll þau
sem fara um hrjóstrugan svörðinn.
Gef okkur að vera lampar þínir. Ljós
af þínu ljósi sem lýsir upp tilveruna,
varðar veginn og vekur von. Að vera
vegvísir þeirra sem villst hafa af leið.
Hafa ratað í ógöngur, komast ekki
fyrir eigin styrk upp á veginn og
finna ekki leiðina heim.
Leiðina sem liggur til
hamingjunnar.
Takk, Guð, fyrir að
velja okkur í lið lífsins
og fá að vera með í lífs-
ins leik. Þótt við skynj-
um okkur oft svo van-
máttug, umkomulaus,
lin og smá, úthaldslítil
og getulaus, þá erum
við bara eins og við er-
um. Elskuð af þér
ómótstæðilegri, óend-
anlegri eilífri ást.
Óhætt
Hvar sem ég er og hvert sem ég
fer, þar ert þú, ó Guð. Því þar sem ég
er, þar ert þú. Og hvar sem þú ert,
þar er mér óhætt.
Ég er hér og þú ert þar. Samt alls
staðar, alltaf. Líka hér og nú hjá
mér. Mér finnst svo gott að mega
vita af þér og fá að hvíla í þér öllum
stundum, í öllum veðrum. Eitt
stundlegt augnablik í einu, alla leið.
Megum við nú biðja þess að hinn
ljúfi andvari ástar Guðs mætti um
okkur leika líkt og blíður blær sem
vermir vanga. Viltu hughreysta okk-
ur. Viltu minna okkur á þig og von-
ina sem þér fylgir. Viltu færa okkur
yl þíns heilaga góða anda í brjóst og
hjarta svo það mætti birta varanlega
yfir okkur. Svo við fáum að upplifa
allar lífsins sælustu stundir í þinni
nærandi nærveru svo við endurnýj-
umst dag frá degi og verðum stöðugt
ný í þér.
Þess biðjum við þig um leið og við
lofum þig og þökkum þér.
Í frelsarans Jesú nafni.
Með eilífri kærleiks- og friðar-
kveðju.
- Lifi lífið!
Andi
sköpunarinnar
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Viltu veita okkur
innblástur af anda
þínum. Fylltu okkur af
þínum heilaga, góða og
heilnæma anda. Gef
okkur að vera lampar
þínir. Ljós af þínu ljósi.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Tryggvi Magnússon fæddist
19. júní 1896 á Akranesi og var
sonur hjónanna Guðrúnar
Jónsdóttur og Magnúsar Ólafs-
sonar ljósmyndara. Hann flutti
ungur í höfuðstaðinn og starf-
aði hjá versluninni Edinborg
alla tíð, síðustu árin sem versl-
unarstjóri. Hann kvæntist El-
ínu Einarsdóttur og áttu þau
tvær dætur.
Tryggvi var með eindæmum
fjölhæfur íþróttamaður. Þegar
Knattspyrnufélagið Fram var
stofnað árið 1908 var Tryggvi
einn af stofnendum og sá allra
yngsti. Hann vann auk þess til
verðlauna m.a. í frjálsum
íþróttum og í sundi og varð Ís-
landsmeistari í fimleikum á fer-
tugsaldri. Þá var hann góður á
skautum og skíðum.
Tryggvi var einnig frum-
kvöðull í ferðamennsku um lítt
þekkta staði landsins. Hann
stofnaði „Nafnlausa félagið,
forvera Ferðafélagsins, sem
stóð fyrir ferðum um landið. Á
veturna var farið á gönguskíð-
um til fjalla og einnig farið í
jöklaferðir, sem voru óþekktar
á þessum tíma.
Þá eru ótalin störf hans í
leikhúsi og revíum Reykvík-
inga, en hann þótti góður gam-
anleikari og lék m.a. Grasa-
Guddu í vinsælli uppsetningu
Leikfélags Reykjavíkur á
Skugga-Sveini árið 1935.
Tryggvi lést 1. nóvember
1943 langt fyrir aldur fram.
Merkir Íslendingar
Tryggvi
Magnússon
Allt um sjávarútveg
Atvinna