Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 4
IGóðan dag. 3O.9. Tónleikar í Casa Nova. Megas flutti lög af plötunni MFram og aftur blindgötuna". 5.10. Hernámsvaka í C.N. Svavar Gestsson rit- stjóri flutti ávarp. Upplestur úr verkum Jó- hannesar úr Kötlum, Jónasar E. Sváfárs, Þorsteins frá Hamri og Guðbergs Bergssonar. Lesarar: Anna Heiður Oddsdóttir, Jón Finnbjörnsson, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Svava Jakobsdóttir las úr Leigjandanum. Kristján Guðlaugsson söng og trallaði á gítar. 21.10. Dagskrá um stóriðju, auðhringi og mengun í C.N. Páll Bergþórsson flutti ávarp. Upplestur úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur og Einars Braga, Lesarar: Arni Hallgrímsson og Margrét Andrésdóttir. Ölafur Haukur Símonarson las smásögu. Hjördís Bergsdóttir og Jakob S. Jónsson sungu og léku á gítara í 28.10. Listavaka á Sal. Arni Hallgrímsson, Guðm.Karl Guðmundsson, Guðni Bragason, Jón Finn- björnsson, Magnús Þorkelsson og ölafur G. Krist- jánsson lásu úr verkum sínum! Leikritið „Leikur" var frumflutt. Höfundurinn Oddur Bjömsson leik- stýrði. Leikarar: Hilmar Oddson, Dagný Björgvins dóttlr og Karl Roth Karlsson. Sextettinn „Sex- tettinn" lék. Meðlimir: Guðjón B. Hilmarsson, Gunnar Hrafnsson, Kristín Jóhannsdóttir, Stefán S. Stefánsson, Sveinbjörn Baldvinsson og Kristján Valsson og N.N. Dagný Björgvinsdóttir lék á flygil verk eftir C.M.von Weber. i5.ll. Grænlandsvaka í C.N. Guðmundur Þorstein- sson flutti fyrirlestur. Vilborg Dagbjartsdóttir og Einar Bragi lásu úr þýðingum sinum á grænlensk' um verkum. Nokkrar umræður fóru fram/ 3.2. Tónleikar í C.N. Fram komu Melehior: Gunnar Hrafnsson, Karl Roth Karlsson, Hilmar Odds- son, Hróðmar Sigurbjömsson, öiafur Flosason og Þórir Hrafnsson. Sextettinn, E pluribus unieorn, og Freddy And The Fighters. 10.3. Grafíkkynning í C.N'. í umsjón Þórðar Hall og Jóns Reykdal. 17.-18.3. Fyrirlestrar i C.N. um sígilda tónlist fluttir af Pétri Guðlaugssyni. 24.3 Fyrirlestur um Suður-Amerísk skáld í C.N. Thor Vilhjálmsson flutti. Egill Helgasonfog Jón Finnbjörnssonílásu úr þýðingum. 3.4. Fyrirlestur um þýskar nútímabókmenntir í C.N. Egon Hitzler lektor flutti. Jón Finnbjörns- son las úr þýðingum. 10.4. Tónleikar á Sal. Arnaldur Arnarson gítar leikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari léku verk eftir ýmsa höfunda. 24.4. Tónleikar á Sal. Nemendur úr Tónlistar- skólanum i Reykjavík fluttu verk eftir ýmsa höf- unda. Leshringur um „Pólitískt leikhús" starfaði á siðara misseri i umsjón ömólfs Arnarsonar. Baldvin Halldórsson æfði upplesara fyrir kynningar. Sýning á 20 verkum Jóhannesar Kjarvals í C.N. var 15. - 27.10. i samvinnu við Listasafn Islands. Sýning á grafíkverkum eftir 10 lista- menn var 1. - 15.2 i samvinnu við félagið Islensk Grafík. Listafélagið í félagi við Skólablaðið og Herranótt fór til ísafjarðar og flutti dagskrá ;Listavökunnar í M.I. Leshringur í umsjón Þorgeirs Þorgeirs- sonarttrithöfundai,‘ starfaði allan veturinn. Fjallað var um ritið „Um Listþörfina" eftirEmst Fisoher. GUÐNI BRAGASON. nKEEPA STIFF IJPPFIMJP’’ 1 ízlit d'omnefndar: LJOÐ: Urslit úr 1jóðasamkeppni eru eftirfarandi: Fyrstu verðlaun fær Guðmundur Karl fyrir „Hellensk stytta". Önnur verðlaun fær Guðni Bragason fyrir „I nóttinni". Þriðju verðlaun fær Jón Finnbjörnsson fyrir „að læðast". Dómnefnd telur þessa þrjá túlka hið ágætasta í ljóðagerð menntskælinga. Svo ólík ,sem þessi ljóð eru að upplagi en ágæt að gæðum telur dómnefnd bera vott um mikla frjósemi í hugsun og hugmyndum yngstu skáldakynslóðarinnar. 1 ljóði Guðmundar Karls „Hellensk stytta" koma bestu einkenni hans sem skálds í ljós. Ljóðið er fagmannlega byggt upp; hefst og endar á ástríðu- þrungnu ávarpi skáldsins til persónugervingar fjötraðra lífskrafta. Miðkaflar eru allt að því taumlaus óður til lífsgleði, fegurðar og ljóðlistar. Það er vissulega ekki á hvers manns færi að beisla alla þessa krafta og beygja undir vilja hugsunar. En „Hellensk stytta" er einmitt sönnun lögmálsins, að ástríðan verði fúskaranum að fotakefli en þjóni listamanninum, því að Guðmundur Karl er listamaðurinn sem hefur náð fullkomnu valdl (Jæja já. Athugasemd ritstjóra.) yfir því rómantíska ljóðformi og hugmyndum sem honum eru í blóð bornar.. Ljóðið orkar á lesandann líkt og áfengur vökvi án alls höfga eða trega heldur sem lífsglaður draumur, klassísk fegurð. Ljóð Guðna Bragasonar „I nóttinni" er sérstæðasta ljóð þessa árgangs. Það er látlaust en orðalag, málnotkun og hugblær slíkur að athygli og áhugi lesanda fangast. Frá hendi höfundar er ljóðið unnið á óvenju fullkominn hátt. Yfirborðsmynd er hnitmiðuð. Bygging og málnotkun markar ljóðinu þau skil sem höfundur ætlar því. Heimur þessa ljóðs, þ.e. fyrirvarabundnar staðhæfingar, viðlíking og óræðar niðurstöður sem opna óteljandi möguleika vegna allt að því þversagnar, brýtur í huga lesanda þær þröngu skorður sem höfundur af kunnáttu sinni hlóð ljóðinu. Hugsun og tilfinning er krafin sagna sem svo oft áður í ljóðum Guðna. Það er athyglisvert við ljóð Guðna svo ólík sem þau eru að efni og öllu upplagi hve ljóðræn smekkvísi og öguð tilfinning veitir honum sérstöðu meðal kollega hans. 1 ljóði sínu „að læðast" hefur Jón Finnbjörnsson náð valdi á sérstæðri og kunnáttusamlegri málnotkun sinnilsem átti það til að sýna á sér ýmsar hliðar og snúast jafnvel upp í hreina orðaleiki á háðskan hátt. Jón notfærir sér þá reynslu sem hann hefur i samningu ljóðræns texta og túlkar hugsun sína á aðdáunarverðan hátt. Ljóðið er einstaklega þýtt og svo næm tjáning er óvenjuleg og heillandi. Ljóðið er bundið persónulegri reynslu en er unnið og fram- sett á þann hátt að almennsk reynsla og tilfinning talar til lesanda. Dómnefnd ætlast til þess að Jón Finnbjömsson leyfi öðrum að njóta þeirra hæfileika sem í honum búa með áframhaldandi ljóðagerð. Dómnefhd lénti í nokkrum vanda er veita átti verðlaun fyrir teikningar. Astæðan var að sjálfsögðu þær mörgu og fjölbreyttu teikningar, sem birtust í skólablöðum í fyrra. Aldrei fyrr í sögu Skólablaðsins hefur verið lögð jafnmikil rækt við útlitið og þá hæfileika sem blunda i skólanum. Vissulega mjög ánægjuleg þróun, sem vonandi verður unnt að halda áfram. ©

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.