Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 17
T. S. ELIOT EYDILANDID I. GREFTRUN HINNA DAUÐU Apríl er grimmastur mánaða, hann fæðir liljur úr landi dauðans, blandar minningum og löngunum, og ertir dumbar rætur með vorregni. Veturinn hélt á okkur hita, hann þakti jörðina algleymissnjó, og ól vísi að lífi á þurrum laukum. Sumarið kom okkur að óvörum yfir Starnbergervatnið með regnskúr, við námum staðar í súlnagöngunum, og héldum áfram i sólskini, inn í Hallargarðinn, lo drukkum kaffi og röbbuðum i klukkutíma. Bin gar keine Russin, stamm' aus Litauen, echt deutsch. Og þegar við vorum krakkar og dvöldum hjá hertoganum, frænda mínum, fór hann út með mig á sleða, og ég var hrædd. Hann sagði, Maria, María, haltu þér fast. Og við brunuðum niður. 1 fjöllunum kennir maöur frelsis, Ég les mestanpart nætur og fer suður á vetuma. Hverjar eru ræturnar sem hremma, hvaða sprotar spretta úr þessu steinrunna rusli? Mannssonur 2o þú getur hvorki fullyrt né giskað, því þú þekkir aðeins haug sundraðra ímynda þar sem sólin pundar, og dautt tréð veitir ekkert skjól, skortitan engin grið, og þurrt grjótið ómar ekki vatnskliðinn. Aðeins :er skuggi undir þessum rauða kletti, (komdu inn í skugga rauða klettsins), og þá skal ég sýna þér svolítið frábrugðið bæði skugganum sem stikar að baki þér að morgni og skugganum sem rís til fundar við þig að kvöldi, ég skal sýna þér ótta í handfylli ryks. Frisch weht der Wind Der Heimat zu Mein Xrisch Kind, Wo weilest du? uÞú gafst mér fyrst liljur fyrir ári: Þeir kölluðu mig liljustelpuna." -En samt, þegar við komum seint aftur úr liljugarðinum, fang þitt fullt og hárið blautt, gat ég ekki talað og mér glaptist sýn, ég var hvorki lífs né liðinn, og ég vissi ekki neitt, 4o er ég leit inn að hjarta ljóssins, þögninni. öd' und leer das Meer. Frú Sosostris, kunnur sjáandi, var með slæmt kvef, þrátt fyrir það er hún sögð vera vísust Evrópukvenna, með illskeyttan spilastokk. Hér, sagði hún, er spilið þitt, drukknaður sjómaður frá Föníku, (þetta eru perlur sem voru augun hans. Sjáðu!) Hér er Belladonna, meykóngur klettanna, meykóngur aðstæðnanna. 50 Hér er maðurinn með stafina þrjá og hér er Hjólið, hér er eineygði kaupmaðurinn og þetta spil, sem er autt, er eitthvað sem hann ber á bakinu og mér er forbannað að líta. Ég finn ekki Hengda manninn. Óttastu vatnsdauða. Ég sé hóp af fólki á hringsóli. Þakka þér fyrlr. Ef þú sérð elskuna hana Equitone, segðu henni þá að ég komi sjálf með stjörnuspána. Maður verður að vera svo varkár nú orðið. Andveruleg borg, go hulin brúnni þoku í bítið að vetrarlagi, manngrúi streymdi yfir Lundúnabrú, svo margir, ég hélt ekki að dauðinn hefði fyrirkomið svo mörgum. Stutt og stök andvörp liðu upp, og allir einblíndu þeir niður fyrir fætur sér. Þeir flykktust upp hæðina °g niður Vilhjálmsgötu, þangað sem Sankti María Ullarhnot taldi stundirnar með andvana hljóði á lokaslaginu níu. Þá sá ég kunningja minn, stöðvaði hann og hrópaði: „Stetsonl Þú sem varst með mér á skipunum við Mylae! 7o Manstu líkið sem þú sáðir í garölnn þinn i fyrra. Er það byrjað að spíra? Ber það blóm í ár? Eða truflaði óvænt frostið veru þess? ð, haltu hundinum, þeim ástvini mannanna, fjarri, ellegar krafsar hann það upp á nýjaleik! Þú! lesandi hræsnari!-mótingi minn,-bróðir minn!" i II.MANNTAFL Hún sat á stól, líkum eldlegu öndvegi, sem glóði á marmarann, þar sem spegilgler borið af pílárum slungnum vínklösum þaðan gægðist gullinn Amorshnokki 80 (annar fól augun undir væng) tvíefldi loga sjöarma ljósastika og varpaði birtu á borðið um leið og glampar gimsteina risu því í mót og ullu ofgnógir úr gljásilkiöskjum, í ótilluktum fílabeinsskálum og litglers fólust framandlegar ilmblöndur, smyrsl, duft eða vötn -sem villa, glepja og drekkja skynjan í angan, undan blænum sem lék frá glugganum, stigu þær upp g0 og mettuðu toginleita kertislogana, feyktu feyk upp undir harðviðarþiljumar og sveipuðu teglda loftbita tíbrá. Koparsleginn rekadrumbur brann grænn og rauðgulur í umgjörð litríkra steina, þar svam i döpru ljósi höfrungslíki. Yfir fomlegum arninum gat að líta líkt og sæist út um glugga skógarsvið ummyndun Fílómelu, svo kaldlega knúin af kóngsins ofsa, en þó fyllti húmgalinn i00 gjörvalla auðnina ólaskanlegri röddu og enn kvakaði hann og enn fylgist heimurinn með, „gjugg gjugg" í krímug eyru. Og öðrum þurrasprekum timans var lýst á veggjunum, starandi myndir hölluöust fram, álútar og fergðu innibyrgða þögnina. Framan úr stiganum barst fótaþref. Undir loganum, undir burstanum, ýfðist hár hennar í funandi brodda sem kviknuðu í orð, varð síðan fárslega kyrrt. llo „I kvöld er ég slæm á taugum. Já, slæm. Vertu hjá mér. Talaðu við mig. Af hverju talarðu aldrei? Talaðu. Um hvað ertu að hugsa? Hvað hugsa? Hvað? Eg veit aldrei um hvað þú ert að hugsa. Hugsaðu? Ég held við séum í rottusundi þar sem dauðu mennirnir báru beinin. „Hvaða hljóð er þetta?" Vindurinn undir hurðinni. „Hvaða hljóð er þetta núna? Hvað er vindurinn að gera?" Ekkert að nýju ekkert. i20

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.