Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 14
A1 Held: Blue Moon Meets Green Sailor. Tilhneigingar i myndgerð, myndlist nú, beinast fleiri að hugmynd, að teóriunni sjálfri, að hug- tnyndafræðilegri leið að list. Forsendur myndgerðar hafa ávallt verið fram- andi hennar eigin. -Listaverk tilvera þeirra ættl að vera þeirra sjálfra óháð takmörkunum annarra hluta.- List hefur ekki fjallað um list, fremur merkt, táknað, staðið fyrir, fyrirbrigði óvið- komandi sjálfri henni, n...secondary to life". Leið að endurmati merkingar myndverkagerðar er um list er fjallar um, reist er á forsendum, takmörkunum frumeðlisþátta listaverka sjálfra (línu, lit, formi o.s.frv.), að uppsprettu merk- ingar myndlistar, að ótviræðri, skýrri list. -nMinimal" er nafn, gefið nliststefnu" affyrr- hefndum toga þ.e. list um list. nThe term "Mini- mal" seems to imply that what is minimal in Mini- mal Art is the art. This is far from the case. There is nothing minimal about the "art" fpraftman- ship, inspiration, or aesthetic stimulation) in Minimal Art. If anything, in the best works being done, it is maximal. What is minimal about Mini- :mal Art, ...is the means, not the end."l) „...the minimovement affirms the independent existence of the art object as meaningful in itself. Unlike the other vanguard movements of the past fifty years, this one is dedicated to art and nothing else."2) -Ekki þó alveg „list fyrir list", fremur list um list. Myndgerð þessi hneigist að hugmynd um list- form , sviptu öllu utan því er að hreinum mynd- lögmálum lýtur, án tilvitnana, tákna, líkinga. )regið er að innihaldi listaverka, hefðbundnu a.m. k. En fækkun atriða viðfangs, í tilteknu mynd- Verki, er leið til aukinnar ótviræðni í verkun frumþátta í skynjun hluta (línu, litar, forms o.s. frv.), framhjá vandamáli hefðbundinnar táknrænnar túlkunar þeirra i myndverki, „...as when a line is úsed to express a subjective emotional state of the artist."3) „Ljóð eru úr orðum, ekki hugmyndum".4) Málið, „táknrssnn fulltrúi reynslu", er nauð- synlegt til mótunar skynjunar á umheiminum. Nafn- greining, lýsing er eöli þess. Hæfileikar þess til skýrgreiningar fyrirbrigða eru takmarkaðir. „Orðið reytir alla skynjun og öll sérkenni af þein) hlutum, sem þvi er trúað fyrir að tjá og þröngvar eigindum sínum (því almenna) upp á þá að ófyrir- synju. Þannig er tjáning hlutarlns annað hvort rigbundin ellegar þá engin tjáning heldur bara lýsing."5) Málið, orðin setja skorður, fjötra hugmyndir. -Merking orða er dregin af fyrirbrigðum er þau nafngreina, lýsa. Táknræn túlkun þeirra verður einungis skilin, ef séð verður, til hvers þau vitna, hverju þau lýsa. „Farið til hlutanna sjálfra".6) Hliðstæða vanda óræðni málsins vaknar í list, er listamaður notar t.d. línu til tjáningar hug- ILægs tilfinningalegs ástands. -Línan tekur mynd orðs málsins, verður tákn, einvörðungu lýsing í stað þess að vera hún sjálf. „Minimal Art, ..., attemps to avoid this dilemma by a more direet confrontation wlth the essential elements of per- ception itself."7) -Frumþættir skynjunar hluta eru inntak „Minimal" myndverka. Grundvöllur er ótvíræðni, athygli beint að eðli listar sjálfrar. -„Minimalismi" er tileinkaður upphafningu listar, áð list um list til jafns við líf. P. G. Frank Stella: Conway I. 1966. Tilvitnanir: 1) John Perreault: „A Minimal Future" Arts, mars 1967. 2) Harold Rosenberg: Defining Art úr safn- ritinu Minimal Art, A Critical Anthology. N. Y, 1968. 3) Allen Leepa. Op. cit. 4) Haft eftir Mallarmé. 5) Schiller. Tilvitnun úr Um Li'stþörfina e. E. Fischer. 6) E. Husserl, þýskur heimspekingur (1859- 1938). 7) Allen Leepa. Op. cit. ABC I Menntaskólanum á Akureyri sækja nemendur frá öllum landshornum, flestir þó frá Akureyri. Síðus^ tu tvö ár hefur verið starfrækt öldungadeild við skólann og gefist vel. Nemendur voru hátt í sex hundruð á síðasta skólaári. Heimavist er við skól- ann, sem rúmar um 160 manns. Flest herbergi heima- vistarinnar eru tveggja manna. stjórn og dagleg umsjón vistarinnar er i höndum nemenda sjálfra. I heimavistinni er ágætt húsnæði fyrir öflugt félags lif innan skólans. Skólafélagið nefnist Huginn, og innan þess eru margs konar félög. Taflfélag og bridgefélag starfa með vaxandi þátttöku skóla félaga. Félagar skerpa anda sinn í keppni sín á milli og einnig í keppni við aðra skóla. Leikfélag hefur lengi verið til í M.A. en starfsemi þess verið nokkuð skrykkjótt. Nú síðari ár hefur þó ræst mikið úr, og hefur félagið sýnt hvert verkið öðru betra. Síðastliðið vor var ráðlst i leikritiff „Ó þetta er indælt stríð", og var það sýnt við mikinn fögnuð bæði á Akureyri og víðar. 1 íþróttafélagi skólans er um helmingur nem- enda. Stunda þeir margar greinar iþrótta sér til heilsubótar. Alltaf eru einhverjir flokkar, sem taka þátt i mótum utan skólans, og má þá sérstak- lega nefna fótboltalið, körfuboltalið og blakið, sem oft hafa getið sér góðan orðstír á leikvöllum landsins. Líkt og hin félögin tekur iþróttafélagií þátt í kynnisferðum til annarra menntaskó.la. Skól- arnir endurgjalda þessar heimsóknir, og er þá oft hað hörð keppni í íþróttahúsinu og geysilega gamar Tónlistarfélag er í M.A. Hefur það herbergi með hljómflutningstækjum og ágætu plötusafni til afnota fyrir félaga. Félagið heldur tónlistar- kynningar öðru hverju. Ýmist eru fengnir tónlistai menn til tónleikahalds í skólanum eða höfð er plötukynning. Félag áhugaljósmyndara er í M.A. A það góð tæki til að framkalla ljósmyndir, og fer fjöldi félaga í F.A.L.M.A. ört vaxandi. Dugnaður „fálmara" er mikil og taka þeir mikið af myndum úr skólafélaginu. Ekki er langt síðan myndarlegt skólaspjald var gert í, skólanum, og sáu þeir alveg um ljósmyndun og framköllun. Ljósmyndasýn- ingar hafa verið haldnar i skólanum. Skemmtanalíf er gott í skólanum. Dansleikir eru haldnir öðru hverju, og eru þeir eingöngu opnir nemendum skól- ans. A þeim er reglusemi og prúðmennska í hvívet- na. Auk dansleikja eru spilakvöld og bingó nokkr- um sinnum á vetri hverjum. Arshétíð skólans er haldin á fullveldisdaginn l.des. Er þá mikið um dýrðir. Síðasti kennsludagur er og haldinn hátíð- legur með borðhaldi og dansleik. Skólafélagið heldur málfundi öðru hverju. Eru þeir mjög vel sóttir. Tekln eru fyrir mörg og margvísleg málefni. Umræður eru oft miklar og fjörugar og standa fram á nótt. Eina viku á vetri hverjum nota nemendur sérstaklega til útiveru. Dvalið er í skiðahótelinu í Hlíðarfjalli, en nú er fyrir- huguö bygging skíðaskála i eigu skólans, að gam- alli fyrirmynd. Tilgangur allra, sem i M.A. koma, á að vera að dreypa á gnægtarbrunnum viskunnar. Deildir skólans eru þrjár: máladeild, félagsfræðideild og stærðfræðideild, sem skiptast á þriðja ári í náttúrufræði- og eðlisfræðideild. Helga Jónsdóttir.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.