Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 29
una. - Ha? - Þá veit hún að ég þarf að sitja inni í dag. ðttari stekkur ekki bros en rogast niður með elztu tösku í heimi. öll kennarastofan hefur beðið eftir þvi í mörg ár, að hún gefist endan- lega upp, en á einhvern óskiljanlegan hátt hangii ún enn saman. Hun er kölluð Raspútín. Þeir ganga út og að bifreið Hafsteins. - Heim? - Heim. - Æ, alveg rétt. Seztu bara inn, það er opið. Eg þarf rétt að skjótast inn aftur. Hann fer. öttar opnar bílhurðina og hristir höfuðið. nSkilur bílinn eftir opinn", hugsar hann og sezt i framsætið með Raspútin á hnjánum. Svo byrjar hann að reyna að ná öryggisbeltinu niður. Sverir fingurnir eru klaufar í slíku. Brátt eru báðar hendur komnar í verkið. Það losnar. „Og svo er auðvitað allt í flækju", tautar óttar og fer að bjástra við að losa úr henni. Honum hefur tekizt það og er byrjaður að reyna að festa bilbeltið á sig þegar Hafsteinn kemur aftur. - Gleymdirðu einhverju uppi? spyr Öttar og lítur varla upp. - Já. Einmitt, segir Hafsteinn og er tóm- hentur, en Óttar er með allan húgann við lásinn á beltinu. Hafsteinn lítur aftur og byrjar að bakka út af stæðinu. Honum verður litið á baslið í óttari og skellir upp úr: - Þú ert kannski farinn að hugsa um að fá þér bíl? - Já. - HA? Hann stöðvar bílinn og lítur allur ein spurning á Öttar. Þögn. öttar lítur upp frá lásnum, og á upp- litinu innan við gleraugun er greinilegt að hann er ekki með á nótunum. - Ætlarðu í raun og veru að fá þér bíl? - Sg? Nei, það yi*ði sko mitt síðasta. Hneykslunin í röddinni leynir sér ekki. Aftur í lásinn. Öttar heldur áfram að bakka út af stæðinu. - Það ættirðu að gera. Þessi hér er búinn að gefa mér mikið. Hann er fyrir löngu orðinn fram- lenging af sjálfum mér. Það liggur við að það sé nóg að hugsa að maður vilji gefa í, fóturinn rétti klappar benzíninu, - þá finnur maður hvernig krafturinn eykst. Það er þægilegasta tilfinning sem til er. - Heyrirðu hvernig hann malar eins og köttur? - Jæja, loksins. - Ha? - Mér tókst að festa þetta bílbelti. Alveg ótrúlega flókinn útbúnaður, þessi bílbelti. - Af hverju ertu að þessu? Þetta er örstutt. - Ef ég á annað borð sezt upp i þessi hávaða- tæki vil ég vera svona sæmilega öruggur um að þau drepi mig ekki. Hann reynir beltið aftur og aftur, tekur svo eftir berum kvenmanni í bandl undir mælaborðinu. - Nei, hvað sé ég? Hafsteinn lítur á kvenmanninn: - Hún Hrafnhildur? Ég keypti hana hjá klikk- uðum benzínsala fyrir austan einu sinni. Hún er alveg ómissandi, sérstaklega í löngum og þreyt- andi ferðalögum. En ég tek hana alltaf niður áður en ég kem að skólanum. Hann brosir. ltJá, það er gott að eiga kvenmann í bandi", og bif- reiðin hverfur út götuna með tvö blá augu í eftirdragi... Leiðin heim til hennar styttist og styttist. Það var engu likara en jörðin tæki eftir kæti hans og lyfti samglöð ofurlítið undir fæturna. Æ fleiri hugsana hans bundust henni. Allt lif* hans snerist um þau augnablik sem þau voru saman, og það fór í taugarnar á honum að þurfa að sóa dýrmætum tímanum í eitthvað annað. Að finna klukkustund eftir klukkustund fara til spillis í skóla, borðhald, alls kyns borgaralegar venjur sem einhver ókunnug persóna hafði fundið upp fyri fyrir löngu. Til að sefa hugann, reyndi Frlðrik að treina sér þessar fáu stundir, þynna þær út í minningunni og sprauta i eirðarlaust blóðið. Hann endurlék aftur og aftur i anda það sem gerðist á milli þeirra. A kvöldin rifjaði hann upp það sem hún hafði sagt um daginn og hann hlustaði á rödd hennar i gegnum orðin. Það var» þægilegasta hljómlist sem hann hafði nokkru sinni heyrt. Lofðu mér sleikja sólskinið úr augun þínum. Horfðu niður. Sko.' fetaðu þennan litla stíg sem ég lagði. Viltu það? Eg notaði í hann öll beztu orðin sem ég kann, svo ekki særðu þig allir hvössu steinarnir á hinum veginum. Nei, - ekki faraí Ég er svo þakklátur að þú skulir vera til. Ég kyssi meira að segja kaldan húsvegginn fyrir að geyma þig. Þú ættir að sjá á honum svipinn þá.' - Mig langar að faðma þig að mér lengi, lengi, en hendur mínar eru svo hrjúfar. En sjáðu: Hér hef ég gert þér svæfil úr bláklukkum. Eg hef alveg hræðilegan smekk, það veiztu kannski svo ég gekk út og bað sólina hjálpa mér. Hún sló léttum geislafingrum á þær lítið lag i steinhæðum Orðin héldu áfram að þyrlast um loftið. að senda þér. Eg vona það nái eyrum þínum þegar hljóðnar hávaðinn i kringum okkur. Sjálfur get ég ekki flutt þér svona lag, ég hef aldrei kunnað það. Eg vona þú unnir mér brots af tíma þínum. Þú sérð ég bið ekki um mikið, aðeins fáeinar stundir Eg vil ekki vera eigingjarn, og auðvitað eiga svo margir aðrir eitthvað í þér. Það er í rauninni alveg ótrúlegt. Suma þekki ég ekki. Suma vil ég ekki þekkja. Nú ert þú einhvers staðar fjarri. Þá finn ég' betur hvað ég dýrka þig. Og þegar við finnumst gengur mér bölvanlegar að fela það í hvert skipti. En þá spyr ég: nHvers vegna alltaf að fela?" Eg er glaður. Hvers vegna í ósköpunum ekki að leyfa gleðinni freyða upp úr bikarnum? Halló, þið þarna.' Hér er konan sem ég elska. Sjáið hana. Ég geri hvað sem er fyrir hana. Halló, þið þarna.' Hvemig líður ykkur sjálfum?.. Ibúð Hafsteins á efstu hæð í stórhýsi. Laug- ardagur. Hafsteinn og Erna. Bjart yfir borg- inni, og þau leyfa sér að hafa svaladyrnar opnar þrátt fyrir nepjuna, liggjandi á hvítu gólfteppi. Hún virðir fyrir sér húsþökin í heiðríkjunni gegnum glasið í hendi sinni, ekki enn þurr eftir baðið og i sloppi af Hafsteini. I útvarpinu er skáldkonan að lesa sextánda lestur framhalds- sögunnar skrækri röddu. Pétur langar heil lif- andis býsn að drepa Jesper, en Andreu með svörtu lokkana, sem hún hefur sveiflað á útvarpsbylg- junum inn á þúsundir heiraila, virðist hafa tekizt að telja honum hughvarf. Hálfan veturinn hefur Andrea seitt greiðendur afnotagjalda með dimmu augunum sínum og ískaldri röddu. Bifvélavirkjann með smurolíuputtana, sem stendur í kaffihlénu með eyrað við gamla viðtækið, kaffikrús í stórri hendi, og finnur nálægð hennar i gegnum skruðn- ingana. Litlu, snotru konuna hans, sem hefur varla komið út í tvö ár og fær um sig óstöðvandi fiðring í hvert sinn sem Andrea skýtur karlmann í kaf með augnaráðinu einu saman. tiBúmm.'" Hin undirförula Andrea sökkvir enn einni karlómyndinni. Það bókstaflega rýkur úr augum hennar eftir þetta velheppnaða skot. - I guðanna bænum slökktu á þessu kjaftæði, stynur Erna og leggst á bakið. Kælir ennið með glasbotninum. Hafsteinn skrúfar niður í skáldskapnum, ris svo upp á olnbogann og horfir á hana. Fínlegir, ljósir hárstraumar flæða nlður dökkbrúnan slopp- inn, sem líkami hennar hverfur alveg í þegar hún stendur. Þegar hún stendur fyrir framan hann, með axlir sem bera ekki flíkina, finnur hann betur en nokkru sinni, hvað hún hefur yngt í honum hverja taug. Þessi litli, titrandi, tendr- andi líkami. Hann tekur vart eftir því sjálfur, þegar höndin fer af stað og leitar inn undir hálsmálið, líður af lotningu yfir annað brjóstið og lætur hvílast á vörmu hvolfinu. Hún lítur upp til hans og brosir. Þögn, nema hvað enn heyrist ómurinn af fram- haldssögunni. Andrea skrúfar Pétur niður í gólfið. Það gustar örlítið inn um svaladyrnar á ver- urnar á gólfinu. Sólin er í augum Hafsteins þegar hann losar beltið á brúna sloppnum. Ljós- geirinn genginn Inn stofugólfið en á erfitt með rökkrið til hliðanna, svo sviðið verður óraun- verulegt og skrýtið. Hann rífur utan af þroskuðum ávextinum, reynir að kreista úr honum safann, sjúga hann í sig og gegnvæta skrælnaða þætti í sjálfum sér. nLitla dýr. Djöfuls litla, fallega dýrið þitt." Smáir fingur krafsa í hár hans og hnakka, læs- ast í bakið, bora sig inn í húðina. Og skáldkonan heldur áfram að lesa. Fimm mínútur - tíu mínútur... Svo liggja þau á hvítu gólfinu, uppgefin á að elska. - Um hvað ertu að hugsa? Hún beinir spurn- ingunni upp í stofulöftið. Hann lítur á hana, svo: - Ekkert. Ekki bofs. - Jú, auðvltað varstu að hugsa um eitthvað. Eg sá það á þér. - Þá sérðu meira en ég sé, segir Hafsteinn og hlær skringilega. Hún hlær með augnablik, þau hlæja bæði, og: - Af hverju viltu ekki segja mér það? „Ég var alls ekkert að hugsa", mótmælir hann í huganum. „Eða hvað..." - Var það ég? Eða var það eitthvað annað? Hún brosir enn. - Já, það varst þú. Ég var að hugsa um þig, og það hvað þú ert lítil og sniðug og kemur mér úr jafnvægi. - Geri ég það? Tíu mínútur. Þau standa úti á svölum, hún í buxum og allt of stórri ullarpeysu af honum, hann á ljósblárri skyrtu eins og dagurinn sem tifar yfir borginni. Hann hleypir augum yfir húsin og göturnar, gróðurinn og lífið. Langt fyrir neðan eru krakk- amir í hverfinu að fíflast í garðinum og gleðin gusast i allar áttir. - Eg hef alltaf kunnað svolítið vel við mig á þessum stað. - Eg skil það, segir hún og lægir hárið og þyklst ekkert taka eftir gustinum, sem potar i hana og kítlar yfir handriðið. - Af hverju viltu búa á efstu hæð? - Það veit ég ekki.' hlær Hafsteinn. Getur þú skýrt það? Hún brosir fram af svölunum: - Nei, auðvitað ekki. Mér bara dettur þetta í hug vegna þess að ég las einhvers staðar að það1 væri oft af öryggisleysi eða minnimáttarkennd þegar fólk vildi búa efst í háu húsi. - Og sjá borgina fyrir neðan sig? Hann horfir á ærslin í krökkunum. - Einraitt. En þetta er örugglega ein af þessum vitlausu kenningum sem alltaf er verið að búa til. Hún hallar sér að öxl hans. Síðustu farfuglarnir kasta kveðju á borgina og ætla að elta sólina sína.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.