Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 18
nVeistu
Bkkertf? Sérðu ekkert? Manstu
ekkert?"
Ég man
þetta eru perlur sem voru augun hans.
„Ertu lifandi, eða hvað? Er hausinn á þér tómur?"
En
ú-ú þessi sjeikspírski slagari-
‘er svo léttur
isvo leikandi ljo
inHvað ú ég að gera núna? Hvað á ég að gera?
Ég ætla að hlaupa út eins og ég stend og ganga um göturnar
með slegið hár, svona. Hvað eigum við að gera á morgun?
Hvað eigum við að gera framvegls?"
Heitt vatn klukkan tíu.
Og ef hann rignir, lokaður bill klukkan fjögur.
Og við skulum tefla skák,
þrýsta á loklaus augu og bíða eftir að bankað sé.
Þegar maðurinn hennar Lillu losnaði úr hernura, sagði ég-
ég skóf ekkert utan af þvi, ég sagði við 'ana, l4o
ÞAÐ ER BOIÐ AÐ LOKA
nú kemur Albert bráðum heim, hafðu þig dulítið til.
Hann spyr hvað þú gerðir af aurunum sem hann lét þig hafa
til að fá þér falskar. Það gerði 'ann sko, ég sá það.
Láttu draga þær allar út, Lilla, og fáðu þér flott gebiss,
svo sagði 'ann, svei-mér-þá, ég þoli ekki að horfa uppá þig.
Og hvað þá með mig, sagði ég, og hugsaðu um veslings Albert,
hann er búna vera fjögur ár i hernum, 'onum langar að lyfta sér upp,
og ef 'ann fær það ekki hjá þér, koma aðrar til, ságði ég.
Jæja, er það, sagði hún. Ekki laust við það, sagði ég. 15o
Þá veit ég hvurri ég á að þakka, sagði hún, og skotraði augunum til mín.
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ LOKA
Þótt þér líki það ekki, verðuru barasta að halda áfram, sagði ég.
Aðrlr geta valið og hafnað þó þú getir það ekki.
|En ef Albert stingur af, þá var ég búin að vara þig vlð.
pú aettir að skammastín fyrir að vera svona ellileg, sagði ég.
(Og hún bara þrjátíu og eins.)
tivað get ég gert að því, sagði hún og setti upp skeifu,
það eru þessar pillur sem ég tók til að losna við það, sagði hún.
(Hún er búin að eiga fimm og var nærrl dáin þegar hún áttl Gogga.) 160
Haðurinnlí apótekinu sagði að allt yrði í fína en é)g hef ekki verið söm síðan.
Þú ert meiri kjáninn, sagði ég.
Jæja ef Albert fer að plaga þig, þá verðurðu bara að taka því, sagði ég,
af hverju varstu að giftast ef þú kærir þig ekki um börn?
ÞAÐ ER BOIÐ AÐ LOKA
Jæja, sunnudaginn sem Albert kom heim, höfðu þau heitt svínakjöt
og buðu mér í mat til að hafa úr þvi hitann-
ÞAÐ ER BOIÐ AÐ LOKA
ÞAÐ ER BOIÐ AÐ LOKA
Góða nótt Villi. Góða nótt Lóa. Góða nótt Mæja. Góða nótt. 17o
iBæ tæ. Góða nótt. Góða nótt.
Góða nótt, frúr, góða nótt, ágætu frúr, góða nótt, góða nótt.
III. ELDMESSAN
Tjaldbúð árinnar er fallin, síðustu lauffingurnir
grípa og sökkva í votan aurinn. öheyrðan
ber vindinn yfir brúnt landið. Vatnadísirnar eru á braut.
Kæra Tems, streymdu hljóð uns ég lýk mínum söng.
Ain fleytir ekki tómum flöskum, pylsubréfum,
silkiklútum, pappakössum, sígarettustubbum
né öðrum vitnisburði sumarnátta. Vatnadísirnar eru á braut.
Og vinir þeirra, slæpingjarnir, erfingjar forstjóra, 180
eru á braut, skildu ekki eftir heimilisfang.
Við Genfarvatn settist ég niður og grét...
Kæra Tems, streymdu hljóð uns ég lýk mínum söng,
kæra Tems, streymdu hljóð, hvorki er ræða mín leið né löng.
En að bakl mér í kuldagjósti heyri ég
skrölta í beinum og freðhlátur berast hlust úr hlust.
Hljótt skreið rotta um jarðargróður,
dragnaðist með slímugan kvið eftir bakkanum
á meðan ég dorgaði eitt vetrarkvöld
í fúaskurðinum bak við gasstöðina 19°
og velti fyrir mér skipbroti kórigsins bróður mins
og fyrir hans tíð dauða kóngsins föður míns.
Hvítlr likamir og naktir á sléttri og votri grund
og beinura hent á lágan, þurran hanabjálka,
hreyfð aðeins af rottufótum, frá ári til árs.
En annað slagið heyri ég að baki mér
hornaþyt og vélanið sem að vori
flytur Sweeney til hennar Porter.
Ö tunglið skein glatt á hana Porter
og á dóttur hennar 2oo
í gosvatni þvo þær lappirnar
Et 0 ces voix d' enfants, chantant dans la coupole.
Kví kvi kví
gjugg gjugg gjugg gjugg gjugg gjugg
svo kaldlega knúin
Þereifur
Andveruleg borg
hulin brúnni þoku á hádegi að vetrarlagi
hann Evgenídes, kaupmaður frá Smyrnu,
órakaður, með vasa fulla af kúrenum 21o
c.i.f. Lúndúnir, farmskjöl út í hönd,
bauð mér á grískstemmdri frönsku
í hádegisverö á hótelið í Kanónugötu,
síðan á helgardól á Metrópól.
A bláfjólustund þegar augu og bök
standa upp frá skriftum, þegar mannvélin bíður
eins og leigubíll, slær og bíður,
ég Teiresías, gamall maður sem slæst milli tveggja tilvera
með hrukkuð konubrjóst, get þótt blindur sé, greint
á bláfjólustund, kvöldstundina sem streitist 22o
heim á leið og flytur sjómanninn heim af hafi,
ritfreyjuna heima í kaffi, hún lagar til eftir morgunmatinn,
■kveikir .upp og ihellir.dósamat í pott.
Út um gluggann hangir háskasamlega þvottur
til þerris, sleiktur af síðustu sólargeislunum,
á sóffann (á nóttunni rúmið) er hrúgað
sokkum, inniskóm, brjóstahöldum og lífstykkjum.
Eg Teiresías, gamall maður með hrukkaða spena,
sá yfir sviðið og sagði fyrir um eftirleikinn-
einnig ég beið gestsins sem von var á. 23o
Hann kemur, ungur og bólugrafinn,
sölumaður hjá smáhýsasala, með áræðið augnatillit,
almúgamaður sem ber sjálfstraust
eins og ullarburgeis stromphatt.
Nú lofar stundin góðu, það hefur hann hugboð um,
hún er búin að borða, er leið og þreytt,
hann leitar á hana með blíðuhótum
og hún, áhugalaus, streitist ekki á móti.
Hýr og ákveðinn leggur hann til atlögu,
þreifandi höndum mætir engin fyrirstaða, 24o
hann, hégómlegur, krefst engra andsvara
og situr sæll að afskiptaleysi.
(Og áður hef ég, Teiresías, liðið fyrir allt
sem fram fór á þessum sóffa eða rúmi,
ég sem hef setið undir múrum Þebu
og umgengist aumustu dauðamenn.)
Loks kyssir hann hana steigurlátan koss
og fikrar sig út, niður ljóslausan stigann...
Hún snýst á hæl og lítur í spegilglerið,
elskhuginn er farinn og að mestu gleymdur, 25o
um huga hennar fer óljós fluga:
nJæja, til allrar lukku, þá er það búið."
Er gerist.konu um flónsku dátt
gengur hún ein og sér um gólfið,
strýkur sér um hárið, ósjálfrátt
og opnar svo fyrir útvarpið.
nÞessir tónar bárust mér yfir vatnsflötinn"
og eftir Strandgötu, upp Viktoríustræti.
Ö borg borg, stundum heyri ég
hvína þekkilega í mandólíni 260
utan við krá i Neðri-Temsgötu
og að innan ys og þys
þar sem fiskkarlar drepa hádegistimann, þar sem múrar
Magnúss píslarvotts bjóða af sér
ósegjanlegan þokka jónískrar hvítu og gulls.