Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 24
ÓLAFUR GRÉTAR KRISTJÁNSSON Það hefur löngum þótt nokkur skemmtun i því meðal andstæðinga marxismans að nefna hann trú, og segja þeir þá gjaman að nsumir hafi tekið trú á Karl Marx (sjálfan)". Jafnvel hefur lands- þekktur alvörumaður úr Kópavogi, Hólmsteinn að nafni, snúið snilldarlega út úr ummeelum Marx þess efnis að trúin væri ópíum fólksins og sagt að marxisminn væri ópíum námsmanna (sicj). Ekki treysti ég mér til þess að tina til röksemdir ágætra andstæðinga minna fyrir ofangreindri fullyrðingu, sennilega vegna þess að það fer jafn an meira fyrir stórbrotnum yfirlýsingum smárra sála en heilbrigðum röksemdafærslum. Það hlýtur að útheimta einhvers konar skilgreiningu á trú, og það frá fleiri en einni hlið, að styðja hvað þá hrekja þessar athugasemdir. Vafalítið finnast þeir sem eru mér fremri í slíkum verkefnum og bendi ég mönnum á að lita ekki á eftirfarandi sem skothelda og tæmandi umræðu um trú. Miklu fremur er þetta hugleiðing almenns eðlis um samband trúar við marxisma eða hugsanlegt trúar- legt inntak kenningarinnar. Eg vil leyfa mér í upphafi að setja fram eftirfarandi kennisetningu: Markmið marxlsmans er að vekja, trúarinnar að svæfa. (Hér er að miklu leyti stuðst Við kristna trú.) Af þessu helgast mismunurinn á trú og marxisma. Kristnir trúa á almáttugan guð, er hafi skapað heiminn og það sem þrífst og það sem er. Guð skapaði ástand eins og hungur, örbirgð, fáfræði, kúgun og þvíumlíkt (a.m.k. samkvæmt kenningunni; hitt er annað mál hvers vegna hann gerði það). Kristnir trúa á miskunnsemi drottins síns, trúa á líkn og fyrirgefningu hans. Kristin siðfræði kennir þeim að lifa samkvæmt boðskap Jesú Krists,en megin- inntak hans er þrælslundin og undirlægjuháttur- inn. Þar fyrirfinnst ekki manndómur eða mannleg reisn. Siðfræðin er höfuðþáttur kristinnar trú- ar. Kristnir menn hafa fundið sannleikann og eru því hættir að leita hans. Sannleikurinn er al- gildur, sannleikurinn er Jesús; Jesús er vegurinn og lífið. Viðhorf og heimsmynd kristinnar trúar brjóta í veigamiklum atriðum í bága við niður- stöður rannsókna mannsins á sjálfum sér og um- hverfi sínu. Hverju þjónar trúin? Trúin á Jesúm Krist er líkn hinum sjúku, staður hennar er í hjarta manns. ins. Og hvaða áhrif hefur hún? Læknar - deyflr - svæfir - blindar.' Þegar- lífið og tilveran eru orðin svo miskunnarlaus og tilgangslaus að mann- inum er ekki vært lengur, lætur hann sig hverfa á braut. Víða eru orsakir óhamingju fólks þjóð- félagslegs eðlis t.d. er það of augljóst í S-Ameríku til þess að hægt sé að horfa framhjá því. Þar fordæma kirkj-uyfirvöld hvers kyns af- skipti af stjórnmálum, fólk á að snúa sér til guðs með sína tómu maga, sjúkdóma og menntunar- skort. En fyrir löngu hefur alþýða S-Ameríku séð gegnum svikavefinn, því þessi guð virðist ekkert vilja hafa með hana að gera. Það er sama þótt fólkið snúi sér til guðs, kúgönin er jöfn eftir sem áður og mun vera það þar til rætur hennar hafa verið rifnar upp. Kirkjan boðar afskiptaleysi í stjómmálum. Hins vegar er marxisminn félagsvísindakenning og er verkalýð allra landa vopn í baráttunni gegn misrétti, í baráttunni fyrir réttlátu þjóðfélagi. Marxisminn.höfðar ekki eingöngu til undirokaðrar stéttar láglaunafólks, heldur til allra sem eru óánægðir með auðvaldsskipulag og heimsvalda- stefnu. Hann höfðar til skynsemi og rökrænnar hugsunar, staður hans er í hugsandi heila manns- ins. Það er talað um trúna á Marx. Persónulega verð ég var lítilla áhrifa þótt ég líti mynd af ngamla manninum". Ahrifa gætir fyrst við lestur rita hans og lýsa sér þá ekki sem deyfandi eða sljóvgandi, heldur einmitt hið gagnstæða. En mér er ekki fróún í' því að le.sa þau þegar illa ligg- ur á mér og les þau yfirleitt ekki með því hugar- fari að græða sálarmein mín með því. Það hefur jafnan reynst ákaflega illa að biðja bænir til „gamla mannsins", hann var nú bara maður eins og ég og þú, í mesta lagi ofurmenni. Og er í raun- inni trúin á manninn nokkurs staðar sterkari en meðal þeirra sem telja að hinum lifandi beri að leysa vandamál sin sjálfum? Eigum við að vera að angra hina dauðu? Hvaða vandi er leystur með bænum? Við gefum jú sjálfum okkur gálgafrest, sýnum vitavert ábyrgðarleysi, en leysum engan vanda. Marxisminn er stjórnmálakenning. Um gjörvall- an heim fer fram umræða um hann. Alþýða ýmissa landa hefur sótt fram undir merkjum hans og tek- ið völdin i sínar hendur. Ekki er þó hægt að segja að það ríki sé til sem byggi i einu og öllu á kenningum Marx, og margar byltingarleiðir hafa verið famar. Þróun hinna ýmsu verkalýðs- rikja hefur verið misjöfn, víðast hvar hefur sprottið upp kúgun og skert frelsi aftur. Rétt er að benda á, að hugmyndafræði fólks í þessum löndum byggir ekki á marxískum hugmyndum nema að litlu leyti, miklu fremur á efnahagsaðstæðum og þjóðfélagsháttum ( eins og Marx kenndi). Það er ekki hægt að rekja ástæður þjóðfélagsfyrir- bæra til rita Marx, því fólk getur ekki lifað samkvæmt kenningum hans af þeirri einföldu ástæðu að ekkert er til sem heitið getur marxisk siðfræði. Er það einmitt höfuðvandamál róttækl- inga sem í kapítalísku þjóðfélagi búa, að leita sér lifshátta sem eru í samræmi við Kenninguna. Mér skilst að það gangi yfirleitt illa. nEfnahags< lögmál" kapítalismans ná tökum á okkur fyrr en varir, ef við bregðumst ekki við og byltum. I bréfi til félaga sagði Emesto Che Guevara, ofursti: Tt.. .þú skalt ekki halda að sósíalreal- isminn sé mér sáluhjálparatriði." SósíalreaX- ismi er að vísu ekki það sama og marxismi, en hér kemur fram að marxisminn er marxistunum ekki allt. Til þess að færa frekari rök fyrir þeirri fullyrðingu að marxisminn sé ekki trú bendi ég mönnum á þróun stjórnmála í S-Ameríku á síðari árum og aukin afskipti ýmissa kirkjunnar þjóna af þeim. Frægastur prelátanna er án efa séra Camilo Torres, sem lagði drjúgan skerf til hinnar nýju heimspeki þar sem sameinaðar eru tvær hug- myndastefnur: kristin trú og marxismi. Ekki skal hér lagður sértækur dómur á þessa sameiningu, en eitt atriði skal undirstrikað: hjá þessum mönnum styðst kristnin við marxismann í félagslegum efnum, en marxisminn við kristnina í andlegum; hvort fyrirbærið um sig fyllir upp í eyður hjá hinu sem óhjákvæmilega hafa myndast. Torres sinnti af alhug stjómmálum og var alla tíð í andstöðu við kirkjuyfirvöld í landi sínu, Kól- ombíu. Hann setti fram róttaka stefnuskrá snemma árs 1965 og tókst að sameina sundurleitustu flokka og flokksbrot i landinu og Kólombía sigXdi hrað- byri i átt til þjóðfélagsbyltingar. En seint á árinu sundraðist þessi samfylking og Torres gekk í lið með skærullðum. Hann féll siðan í skæru- hemaði í febrúar 1966. Minning hans er öllum byltingarsinnum innblástur og hvatning. Goðsögnin fylgir fast á eftir goðsögninni um Che Guevara. Nú er þáttur kristinna manna snar í býltingar- starfi i S-Ameríku. En hvernig réttlæta þeir af- stöðu sína? Er hér kominn fram siðferðilegur brestur? Jesús Kristur boðar umburðarlyndi, þolin' mæði og hógværð. Samrýmist marxisminn kristinni trú, eða öfugt? Camílo Torres sagði:nSem prestur er ég ekki andkommúnístískur, vegna þess, að þrátt fyrir að þeir viti það ekki sjálfir, eru marglr þeirra (kommúnistanna) sannkristnir." Hér hlýtur að vera átt við siðferðilega eftirbreytni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.