Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 19
Af ánni bogar olíusviti og tjöru prammana rekur með fjarandi flóðinu rauð segl 27o þenjast á hléborð, blakta á þungri rá. Prammamir kafsigla rekabúta niður undir Grænuvik framhjá Hundahólma. Veialala leia Vallala leialala Elísabet og Leistrajarl áraglamur 280 gylltur skutur i skeljarmynd rauður og gullinn öldugjálfur við báða bakka suðvestanblær bar niður ána klukknaklið hvítir tumar Veialala leia 29o Vallala leialala „Sporvagnar og rykug tré. Hásetur él mig. Ríkmynni og Kæna fyrirkomu mér. í Rikmynni hóf ég hnén afvelta í þröngum eikjubotni." „Fætur mínir eru í Mýrgati og hjartað undir fótunum. Eftir að það gerðist kjökraði hann. Hann lofaði „að byrja uppá nýtt". Ég sagði ekki neitt. Hvað ætti mér að mislíka?" „Á Margatssöndum. 300 Ég get tengt ekkert engu. Sprungnar neglur á óhreinum höndum. Fólkið mitt bljúgt fólk sem væntir einskis." la la Þá kom ég til Karþagó Brennandi brennandi brennandi brennandi ð drottinn þú kippir mér út Ö drottinn þú kippir ^lo brennandi IV. VATNSDAUÐI Flebasi frá Föníku, fjórtán daga ná, glapnaði mávagarg og undiraldan þung og vinningur og tap. Hvískrandi kroppaði hafröstin bein hans. Sem hann hófst og hneig bar hann um svið ára sinna og æsku, hvarf inn í hringiðu. Krossmaður eða júði ó þú sem hjólinu snýrð og horfir í gráðið, 32o hugleiddu Flebas sem forðum var hár og fríður sem þú. V. ÞAÐ SEM ÞRUMAN SAGÐI Eftir rauðan kastbjarma á þvalar ásjónur eftir freðna þögn í görðum eftir angist á steinlögðum stöðum hróp og köll fangelsi, höll og enduróm vorþrumu yfir fjarlæg fjöll er hann sem var lífs dauður við sem lifðum að deyja með nokkurri þolinmæði 33o Hér er ekkert vatn aðeins klettar klettar og ekkert vatn og sendinn vegur vegur sem hlykkjast upp í fjöllin sem eru klettafjöll og vatnsleysa væri þar vatn áðum við og drykkjum í klettunum verður hvorki áð né hugsað svitinn er storkinn og fætumlr eru í sandinum ef aðeins væri vatn í klettunum dautt fjallsmynni skemmdra tanna sem ekki getur hrækt hér verður hvorki staðið setið né legið 34o þögn er ekki einu sinni að finna 1 fjöllunum heldur þurra og gelda þrumuna án regns einsemd er ekki elnu sinni að finna í fjöllunum heldur fetta rauðþrútin andlit sig og gretta i dyrum sísprunginna leirkofa væri þar vatn og engir klettar væru þar klettar og einnig vatn vatn vatnsauga tjöm í klettunum væri eingöngu vatnsklið að heyra ekki trjátítuna og söng í sinu heldur hljóð vatns á kletti þar sem einfara þröstur syngur i furulundi dripp drapp dripp drapp drapp drapp drapp en það er ekkert vatn Hver er hinn þriðji sem einatt gengur við hllð þér? Þegar ég tel, erum við aðeins tveir saman 360 en þegar ég horfi fram hvítan veginn er ætíð annar sem gengur við hlið þér liður áfram sveipaður brúnum möttli með hettu maður eða kona ekki veit ég -en hver er þetta við hina hönd þér? Hvaða hljóð er þetta í háloftunum kliður af móðurharmi hverjar eru þessar hjarðir hettumanna sem ráfa yfir sífellda velli, staulast um sprungna jörð umluktri aðeins órofnum sjónhringnum 370 hver er þessi borg ofar fjöllum sem hlutast rennur saman og splundrast í bláfjóluloftinu turnar hrynja Jerúsalem Aþena Alexandría Vínarborg Lundúnir andverulegt kona lék höndum um sítt svart hár sitt og strauk tónahvískri um þá strengi leðurblökur með barnsandlit tístu og blöktu vængjum í bláfjóluljósinu 380 settu hausinn undir sig og skriðu niður móskaðan múr á lofti voru ranghverfir turnar þeir hringdu endurmunaklukkum sem töldu stundirnar og raddir gullu úr tæmdum þróm og þornuðum brunnum. 1 þessari lestu holu meðal fjallanna syngur grasið í fölu tunglsljósi yfir hrundum gröfum umhverfis kapelluna þarna er kapellan, auð og einungis aðsetur vinda hún er gluggalaus og hurðin slæst til og frá, þurr bein gera engum mein. 390 Aðeins stóð hani á þaksperru gagga gó gagga gó í eldingarlelftri. Þá kom rök gjóla með regn. Ganga var sokkin og sölnað laufið beið regns, á meðan svört ský hrönnuðust upp í fjarska, yfir Himavant. Frumskógurinn hnipraði sig, krepptur í þögn. Þá kvað þruman

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.