Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Opið bréf til stjórn-
enda Samgöngustofu,
sem eru svo röskir, að
dagsverk verður að
mánuðum og mánuðir
að árum. Fyrir vel
rúmu ári síðan, þá
pöntuðum við feðgar
okkur tvö reiðhjól með
rafhjálparbúnaði frá
Englandi til að létta
okkur ferðir okkar um
brekkubæinn Neskaupstað og
borguðum þau þá þegar. En við
höfum ekkert fengið fyrir pen-
ingana okkar þar sem Samgöngu-
stofa liggur á þeim eins og ormur á
gulli. Enski söluaðilinn átti bara
eitt hjól á lager sem var eins og við
óskuðum eftir og gat þjónað okkar
þörfum. Bretinn var vakandi og
pantaði hann því snarlega tvö frá
Kína og lét senda þau beint frá
Kína til heimilis okkar feðga í Nes-
kaupstað á Íslandi, og var þar ljós-
lega maður á ferð með heitt blóð og
vakandi.
Þannig hafa gæðin á Íslandi ekki
alltaf verið og fyrir tíð netsins þá
nenntu íslenskir skókaupmenn ekki
að selja mér skó og þurfti ég að
notast við það sem fannst. Síðan
kom netið og með því frelsið til að
kaupa að vestan það sem best líkaði
í Síberíustærðum, og aldrei beðið
um upprunavottorð. Skemmst er
frá því að segja að þótt það hafi
ekki liðið nema fimm vikur frá því
að pöntun var gerð þar til varan
sem ætluð var til ánægju og heilsu-
bóta var komin til Íslands þá hefur
tollstjóra og stjórnendum Sam-
göngustofu ekki dugað ár til að
sinna sínu verki. Ég veit ekki
hverju þessi seinagangur sætir en
það heyrist frá fleirum en mér að
það sé eitthvað bilað í stjórnkerfinu
hjá Samgöngustofu.
Okkur vantar því enn hjólin sem
við borguðum fyrir og væntum við
ærlegheita í þetta sinn, og ekkert
slugs. Það vekur athygli hvað Bret-
ar og Kínverjar eru mun snarari í
snúningum og skírari í kollinum
heldur en embætt-
ismenn á Íslandi! Væri
kanski ráð að við
fengjum okkur svo-
leiðis mannskap hérna
upp á klakann svo að
þeir íslensku geti bæði
hvílt andann og hrok-
ann? Eða hvers vegna
ættum við Íslendingar
ekki mega kaupa hjól
eins og Bandaríkja-
menn og Bretar, okk-
ur til heilsubóta eins
og þeir.
Upprunavottorð? Hvaðan kemur
sú hugmynd að krefjast uppruna-
vottorðs vegna reiðhjóls? Hver datt
um þá hugmynd að krefjast upp-
runavottorðs eftir á en það er ekki
hægt að fá það eftir á? Sú hug-
mynd er rekin beint í bakið á
grandalausum og það er sniðugt að
það skuli vera íslenskir embættis-
menn sem fremja þann verknað að
grandvart fólk skuli verða fyrir því
í sakleysi sínu, að greiða fyrir reið-
hjól sem svo er gert upptækt af ís-
lenskum embættismönnum sem
réttlæta rán sitt með vöntun á upp-
runavottorði. Í hvaða íslenskum
lögum er krafa um eitthvað sem
heitir upprunavottorð varðandi
reiðhjól? Og hvenær eiga þau lög
að hafa verið sett?
Það er dálítið fyndið að breskir,
bandarískir og kínverskir aðilar
skuli vera okkur liprari og hjálp-
samari við að leysa vandamál hér
heldur en íslenskir embættismenn,
sem þó fengu stöðu sína til þess að
vera til þjónustu reiðubúnir við
okkur Íslendinga. Eða hvað er það
sem Samgöngustofumönnum er svo
miklu meira í mun að þjóna en okk-
ur Íslendingum?
Mig grunar að það sé Evrópu-
sambandið og vegna þess að ég er
ekkert að fara frá Íslandi þá væri
hentugt að sambandssinnar færu
bara sjálfir í sæluna.
En hvers vegna grunar mig Evr-
ópusambandið? Jú, það er vegna
þess að Tollstofa og Samgöngustofa
nota ESB-reglugerð til að réttlæta
reiðhjólaþjófnað sinn á Íslandi. Það
er þó ekki til íslensk reglugerð um
reiðhjól, einungis drög að reglugerð
sem aldrei var samþykkt.
Eftir Hrólf
Hraundal » Það vekur athygli
hvað Bretar og Kín-
verjar eru mun snarari í
snúningum og skírari í
kollinum heldur en emb-
ættismenn á Íslandi!
Hrólfur Hraundal
Höfundur er eldri borgari.
bergv@simnet.is
Opið bréf til stjórnenda
Samgöngustofu
Joð er frumefni með
efnatáknið I og sætis-
töluna 53 í lotukerfinu.
Það er öllum spendýr-
um lífsnauðsynlegt og
joðskortur getur leitt
af sér ýmsa kvilla. Sér-
staklega er joðskortur
alvarlegur ófrískum
konum og getur leitt til
þess að greindar-
vísitala barna þeirra
verði 10 til 15 einingum lægri en ella
hefði verið. Joð er nauðsynlegt
skjaldkirtlinum til að geta framleitt
hormón sem kennt er við hann og
skjaldkirtillinn hefur oft verið kall-
aður stýrikirtill (e. mastergland) því
hann stjórnar eða styður við starf-
semi allra annarra innkirtla manns-
líkamans. Ráðlagður dagskammtur
(RDS) af joði hér á landi er 150 mík-
rógrömm (mcg) á dag fyrir fullorðna
en 175 mcg fyrir barnshafandi konur
og 200 mcg fyrir konur með barn á
brjósti. Í Bandaíkjunum eru sömu
tölur 150, 220 og 290 og í Bretlandi
eru þær 150, 200 og 200. Í báðum
samanburðarlöndunum eru starfandi
læknar sem halda því fram að ráð-
lagður dagskammtur af joði sé allt of
lítill og í raun sé með honum verið að
stuðla að joðskorti. Hinn uppgefni
ráðlagði dagskammtur geti hugs-
anlega dugað fyrir skjaldkirtilinn en
vanmeti gróflega að allir aðrir kirtlar
líkamans þurfi joð og reyndar allar
frumur hans í einhverjum mæli. Joð
kemur aðallega úr sjávarfangi. Því
lengra sem komið er frá sjó þeim
mun minna er af joði í jarðvegi. Vitað
er að Japanir neyta mjög mikils af
sjávarfangi og rannsóknir sýna að
þeir innbyrða að meðaltali 10 til 15
mg af joði með fæðu sinni. Heilbrigð-
isyfirvöld í Japan miða efri mörk ráð-
lagðrar joðneyslu við 3 mg (3.000
mcg) en þau vita vel að eftir því er
ekki farið og það virðist ekki hafa
nein skaðleg áhrif. Ráðlagður dag-
skammtur af joði er þannig 20 sinn-
um stærri í Japan en í Bandaríkj-
unum og reyndar hér á landi líka
fyrir alla nema ófrískar konur og fyr-
ir konur með barn á brjósti er hann
liðlega 10 sinnum stærri.
Joðskortur getur valdið margs
konar kvillum og margir þeirra eru
ranglega greindir sem eitthvað annað
vegna vanþekkingar lækna á mik-
ilvægi joðs fyrir mannslíkamann. Dr.
Ken D. Berry MD er læknir sem
starfar í Tennessee í Bandaríkjunum
(drberry.com). Hann er mikilvirkur á
samfélagsmiðlum og heldur m.a. úti
YouTube-rás þar sem hann gefur út
vikulega pistla um heilsufars- og
næringarmál. Hann er félagi í The
American Academy of Family Phy-
sicians. Dr. Berry hefur verið gagn-
rýninn á starfshætti lækna í landi
sínu og gaf m.a. út bók sem hann
nefndi Lies my doctor told me. Hann
hefur gefið út þrjá pistla um joð á
YouTube-rás sinni, mikilvægi þess
fyrir mannslíkamann, fæðu sem er
rík af joði, hættu sem stafar af joð-
skorti og kvilla sem geta fylgt honum.
Hann telur upp níu einkenni sem
geta bent til joðskorts. Hann tekur
reyndar fram að greiningin geti verið
önnur nema þegar um er að ræða
bólginn skjaldkirtil (e. Goiter) en
dæmigerð einkenni sem geti bent til
joðskorts séu síþreyta, óútskýrð
þyngdaraukning, kolvetnafíkn, hár-
los, hand- og fótkuldi, þunglyndi, húð-
þurrkur, heilaþoka og minnisleysi.
Hann segir að kvilli sem lýsir sér sem
krónískur hand- og fótkuldi hverfi við
að taka 1-3 mg af joði.
Vefjagigt (e. fibro-
myalgia) segir hann að
sé oft ranglega greind
en sé í raun joðskortur.
Sama sé að segja um
kvilla sem kallaður er
trefjaveiki í brjóstum
kvenna (e. fibrocystic
breast pain). Skv. vef-
síðu Mayoclinic.org er
orsök þess kvilla óþekkt.
Dr. Berry heldur því
fram að orsökin sé joð-
skortur og segir að við að auka dag-
lega neyslu joðs upp í 1-3 mg á dag
hverfi einkenni kvillans. Hann segir
reyndar að allir sem hafa eðlilega
nýrnastarfsemi geti tekið 1-3 mg af
joði á dag án þess að taka neina
heilsufarslega áhættu. Joð má taka
inn sem fæðubótarefni, t.d. með þara-
töflum en þari er mjög ríkur af joði.
Það má líka taka inn í fljótandi formi
og nota þá dropateljara en hver dropi
inniheldur u.þ.b. eitt mg af joði.
Joð er sótthreinsandi. Breski
læknirinn Dr. Sarah Myhill MD
(drmyhill.co.uk) hefur fjallað mikið
um þennan eiginleika í skrifum sín-
um, m.a. á YouTube-rásinni Lif-
eTheBasicManual. Dr. Myhill út-
skrifaðist með láði frá Middlesex
Hospital Medical School árið 1981.
Hún rekur eigin lækningastofu í Wa-
les þar sem hún býr. Dr. Myhill og
lækningaaðferðir hennar hafa verið
mjög umdeildar enda óhefðbundnar.
Hún sagði sig úr bresku lækna-
samtökunum eftir að tvisvar hafði
verið kvartað við hana undan því hve
fáa lyfseðla hún skrifaði þrátt fyrir
mikinn fjölda skjólstæðinga sem
skráður væri hjá henni. Tilgangur
minn er ekki að afgreiða pillur, svar-
aði hún, heldur að halda skjólstæð-
ingum mínum heilbrigðum og ef þeir
veikjast, að lækna þá. Dr. Myhill seg-
ir að allir Vesturlandabúar þurfi að
taka vel valin og vönduð fæðubót-
arefni. Ástæðan sé sú að í fæðu Vest-
urlandabúa vanti mörg nauðsynleg
næringarefni vegna þess að þeim sé
ekki skilað aftur í jarðveginn sem
jurtir séu ræktaðar í. Hvort sem
jurtanna sé neytt eða þær gefnar
dýrum sem síðan er neytt sé nið-
urstaðan sú sama og valdi því að
ónæmiskerfið veikist með tilheyrandi
sýkingarhættu. Við sýkingu sé
grundvallaratriði að bregðast strax
við og hún ráðleggur mjög stóra
skammta af C-vítamíni og sé sýkingin
í öndunarvegi ráðleggur hún inntöku
á joði með því að sniffa það í gegnum
saltpípu með grófu Himalaya-salti
enda drepi joð allar bakteríur og
veirur í öndunarvegi og lungum.
Greinarhöfundur hefur reynt þessa
meðferð við algengri veirusýkingu og
getur staðfest að einkenni sýking-
arinnar hurfu með öllu á nokkrum
dögum.
JOÐ
Eftir Odd
Einarsson
Oddur Einarsson
» Í Bretlandi og
BNA eru starfandi
læknar sem telja að
yfirvöld stuðli í raun að
joðskorti sem getur haft
í för með sér margvís-
lega kvilla og sé hættu-
legur barnshafandi
konum og ófæddum
börnum þeirra.
Höfundur er áhugamaður um
næringarfræði.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Vantar þig pípara?
FINNA.is