Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 and i v e 35% AFSLÁTTUR 35% AFSLÁTTUR 100% NÁTTÚRULEGAR AFURÐIR 20% FERSKT KJÖT Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18 ..kíktu í heimsókn DENTAL CARE SKIN COMPLEX STRENGTH & VITALITY Kvikmynd leikstjórans Valdimars Jóhannssonar, Dýrið eða Lamb á ensku, hefur vakið athygli á kvik- myndahátíðinni í Cannes og hlotið lof miðla á borð við Variety og Holly- wood Reporter. Kvikmyndin var frumsýnd við hátíðlega athöfn 13. júlí og stillti leikstjórinn sér upp með aðalleikurum myndarinnar, þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Noomi Rapace og Birni Hlyni Haraldssyni, fyrr um daginn, eins og sjá má ámeðfylgjandi mynd. Kvikmyndin er sýnd í keppnis- flokknum Un Certain Regard sem þykir mikil upphefð og sérstaklega fyrir leikstjóra sem mætir með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd í far- teskinu, eins og er tilfellið með Valdimar. Dýrið segir af sauðfjárbændunum Maríu (Rapace) og Ingvari (Hilmi) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið af- kvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu, eins og því er lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands. Segir á vef The Hollywood Reporter að myndin sé einn af gull- molum hátíðarinnar og ekkert kind- arlegt við þessa íslensku hrollvekju og með því vísað í enska titilinn. AFP Í sólskinsskapi Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson sátu fyrir í Cannes vegna Dýrsins. Dýrið vekur athygli oftar en ekki hnyttin. „Geggjað ósann- gjarnt!“ eru orð Bjarna Freys sem er kominn með nóg af því að vera ítrekað hafður fyrir rangri sök. Einn daginn er honum nóg boðið, strýkur úr frístund og býður Mikael bekkjar- félaga sínum með. Frá- sögnin er á pari við fínustu spennusögu og þó svo að ákvarðanir og hegðun félaganna sé ekki til fyrir- myndar tekst höfundi að greiða vel úr flækjunni og koma boðskapnum til skila. Lús! er án efa frumlegasta bókin í bókaflokknum hingað til. Lúsin er tíður gestur á heimilum barnafjölskyldna, það er löngu kom- inn tími á að normalísera lúsina. N adira, Bjarni Freyr og Sigríður hafa í nægu að snúast líkt og krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref í grunnskóla sæmir. Í bókaflokknum Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur er skyggnst inn í heim bekkjarfélagana sem lenda í ólíkum en skemmtilegum ævintýr- um. Prumpusamloka! er fyrsta bókin í flokknum og þar segir frá Nadiru sem er nýflutt til Íslands frá Írak. Óöryggi, feimni og tungumálaerfiðleikar víkja fljótt fyrir hjálpsemi, vináttu og húmor. Klósett- ferðir og allt sem þeim tengist koma einnig við sögu hjá Nadiru og vinum líkt og titillinn gefur til kynna og bók- in ætti því að falla vel í kramið hjá lesendahópnum sem bóka- flokkurinn beinist að. Bekkurinn minn er einmitt ætlaður byrjendum í lestri. Í upphafi hverrar bókar er bekkjarmynd, teiknuð af Iðunni Örnu myndhönn- uði, þar sem sjá má fjöl- breyttan hóp bekkjar- félaga ásamt Bergþóru kennara. Í þessum þrem- ur bókum fá lesendur að kynnast hvað Nadira, Bjarni Freyr og Sigríður bralla á skólatíma en einn- ig utan veggja skólans. Allir titl- arnir eru með upphrópun sem á vel við þar sem atburðarásin er hröð og Það er einmitt ómeðvitað markmið Sigríðar sem slæst í lið með lúsinni eftir áhugaverða heimsókn í draumalandið. Bækurnar þrjár sem kynntar hafa verið til sögunnar draga upp mynd af veruleika sem krakkar á grunnskólaaldri geta svo sannarlega tengt við og því ætti að vera leikur einn að lesa um bekkjarfélagana uppátækjasömu. Orðaforðinn er fjölbreyttur og flókin orð og orða- sambönd eru passlega mörg. Letrið er aðgengilegt og línubilið er rúmt, auk þess sem teikningar Iðunnar Örnu setja lifandi heildarsvip á bókaflokkinn. Með fullri virðingu fyrir Dúbba dúfu og fleiri sígildum lestrarbókum er óhætt að fullyrða að bekkjarbæk- urnar verði ómissandi hluti af lestr- arbókum yngstu nemenda í grunn- skólum landsins innan skamms. Ég þekki alla vega einn lítinn verðandi lestrarhest sem getur ekki beðið eftir ævintýrum Mikaels, Jóns Ingva og Leonoru. Teikning/Iðunn Arna Björgvinsdóttir Prump, strok og lús – veru- leiki sem börn tengja við Barnabækur Bekkurinn minn: Prumpusamloka!, Geggjað ósanngjarnt! og Lús! bbbbn Bókaflokkur eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur. Bókabeitan, 2020. Innbundnar. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR Höfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir. Bekkjarmynd Bekkurinn sem bækurnar eru kenndar við.Bryndís Björnsdóttir, kölluð Dísa, opnaði 11. júlí sýningu í galleríi SÍM sem ber titilinn mineral lick*blue origin. Um sýninguna skrifar Dísa í tilkynningu: „Frumkýrin Auðhumla kom Búra, afa allra norrænna guða, til lífs með því að sleikja hrímstein. Neikvætt rými allra svitahola og krika myndaðist við brodd tung- unnar rétt það augnablik sem lík- aminn tók á sig mynd. Meðal dýra býr rík innri þörf til að sleikja jörð- ina og gera þau sér því langar ferðir til að finna réttan poll, með réttu magni af söltum og steinefnum. Ferðin þangað myndar stíga sem sagt er að frummenn hafi í árdaga nýtt sér á veiðum. Þessir stígar urðu að vegum og vegirnir að innviðum þess sem heitir siðmenning. Í dag mæta dýr sömu þörf í þar til gerðum samanþjöppuðum einingum sem kallast saltsteinar, eða mineral lick. Enska heitið segir til um bæði efnið og athöfnina. Á sýningunni mineral lick*blue origin birtist þessi saltsteinn okkur sem grunneining kosmískrar byggingaframkvæmdar, hornsteinn að umhverfi okkar, upp- hafsreitur á vegferð og kennileiti um stöðu náttúru og vistkerfa. Fyrri nýting náttúruauðlinda hefur rekið náttúruna í þrot og vakir því sú spurning hvort framundan sé tíma- bil jarðmótunar, þar sem við mætum plánetunni í tilraun til þess að gera hana jarðlega aftur, móta hana líkt og við myndum móta framandi plán- etu sem við sæjum fyrir okkur að ílendast á. Hugmyndin um mótan- leika segir til um rekjanleg vensl í tungumálinu og milli lífvera, sem sýningin býður upp á að virða fyrir sér í sundurleitum vefstól.“ Sýningin er styrkt af myndlistar- sjóði, launasjóði listamanna og unn- in að hluta til í samstarfi við tónlist- arkonuna Teresu Stroetges. Haldin verður samræðukoma á þriðjudag- inn, 20. júlí, kl. 19-21, í samstarfi við Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur. Kýr Kynningarmynd fyrir sýninguna. Segir til um efnið og athöfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.