Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 164. tölublað . 109. árgangur .
Lægra verð - léttari innkaup
GOTT FYRIR VEISLUNA
Í NÆSTU NETTÓ
TILBOÐ GILDA 15. " 18. JÚLÍ
VIP lambahryggur
Hálfur - lundarmegin
2.787KR/KG
ÁÐUR: 3.399 KR/KG
Heilt nauta rib-eye
Í piparmarineringu
2.759KR/KG
ÁÐUR: 4.598 KR/KG
40%
AFSLÁTTUR
Gul melóna
138KR/KG
ÁÐUR: 275 KR/KG
50%
AFSLÁTTUR
16. - 27. JÚLÍ
FLUGTILBOÐ!
VERÐ FRÁ 39.900 KR.
FLUG, BÁÐAR LEIÐIR OG HANDFARANGUR
WWW.UU.IS | INFO@UU.IS
ALMERÍA
ÝMISLEGT
BREYST EFTIR
KÖTLU-ÞÆTTINA
SÁ NÝJA HLIÐ
Á ÞVÍ SEM
HANN ORTI UM
NÍTJÁN ÁRA
OG EFSTUR Í
STIGAGJÖFINNI
LJÓÐ OG VÍSUR 56 ORRI HRAFN 55ÍRIS TANJA 40
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Gríðarlegar hækkanir hafa einkennt
hlutabréfamarkaðinn frá upphafi
kórónuveirufaraldurins. Snorri Jak-
obsson, forstjóri Jakobsson Capital,
og Magnús Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar, segjast bjartsýnir
á áframhaldandi vöxt og viðgang
markaðarins.
Snorri segir að áhugi almennings
á hlutabréfamarkaðinum hérlendis
hafi stuðlað að þessum miklu hækk-
unum. Fólk sé byrjað að horfa á
hlutabréf sem hagkvæmt sparnaðar-
form þar sem raunávöxtun á banka-
bókum og á skuldabréfamarkaði er
neikvæð. Meðalávöxtun hlutabréfa á
aðalmarkaði er 72,6% síðan 2. mars á
síðasta ári, sem var fyrsti dagurinn í
Kauphöllinni eftir að fyrsta staðfesta
smitið greindist innanlands. Hluta-
bréf Eimskips, Kviku og Símans
hafa hækkað en bréf Eimskips
hækkuðu um 190,3% á tímabilinu.
Magnús segir markaðinn enn mót-
tækilegan fyrir fleiri hlutafjárútboð-
um og segir útboð síðustu mánaða
hafa heppnast gríðarlega vel.
Snorri segir að íslenski markaður-
inn síðustu tvö ár hafi verið undir-
verðlagður. Magnús og Snorri segja
þó varhugavert að búast við að hluta-
bréf hækki.
Markaður á siglingu
- Áhugi almennings margfaldaðist í faraldrinum - Eimskip
hækkað um 190% - Markaður undirverðlagður síðustu tvö ár
Úrvalsvísitalan
2 mars 2020 til 13. júlí 2021
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
Heimild: Nasdaq
2.3.2020 13.6.2021
3.285,38
1.878,4
MBjartar horfur ... »28
_ Viðunandi far-
veg vantar fyrir
þolendur til þess
að leita réttar
síns, að mati
Helga Gunn-
laugssonar, af-
brotafræðings
og prófessors
við Háskóla Ís-
lands. Hann velt-
ir því fyrir sér
hvort ekki vanti borgaralegt úr-
ræði til þess að málin þurfi ekki
að fara beint inn í hið hefðbundna
réttarkerfi.
Þolendur hafi ekki talið sig geta
treyst á réttarkerfið og því hafi
myndast nýr vettvangur sem Helgi
bendir á að sé ekki æskilegur,
enda rúmist þar ekki nema ein
hlið þegar tveir einstaklingar eiga
í hlut. »10
Segir þolendur vanta
viðunandi farveg
Helgi
Gunnlaugsson
Síðustu bólusetningarnar fóru fram í Laugardalshöllinni í
gær og fékk Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá
seinni skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. Farþegi um borð
í skemmtiferðaskipinu Viking Sky, sem var í höfn á Seyðis-
firði í gær, greindist smitaður af veirunni síðdegis. Þá kom
einnig í ljós að smit sem greindust á mánudag væru af Delta-
afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir hefur gefið út að ekki verði mælt með almennum bólusetn-
ingum 12 til 15 ára barna að svo stöddu. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síðustu bóluefnasprauturnar gefnar í Laugardalshöll