Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 64
WWW.ILVA.IS
1.júlí - 9.ágúst
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
Útsala
40%
40%
50%
30%
50%
ORTO 2ja sæta + legubekkur. Grænt Solo velúr áklæði. L 292 x D 164 cm.
279.900 kr. NÚ 167.940 KR.
WESTON hornsófi. Brúnt bonded leðuráklæði. L235 x D 285 cm. 359.900 kr.
NÚ 215.940 KR.
NARKE sólbekkur á hjólum.
Burðargeta 120 kg. L186 cm. 46.900 kr.
NÚ 23.450 KR.
ALMA sumarhúsgögn.
Hægindastóll. 74.900 kr. NÚ 52.430 KR.
Skemill. 27.900 kr. NÚ 19.530 KR.
Borð. 24.900 kr. NÚ 17.430 KR.
VEGA hægindastóll með sessu.
74.900 kr. NÚ 37.450 KR.
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleik-
ari halda tónleika annað kvöld, 16. júlí, í Skálholts-
dómkirkju. Bera tónleikarnir yfirskriftina „Heyr himna
smiður“ og með henni vísað í helgidóm kirkjunnar og
einnig Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds sem samdi
lagið við sálminn sem var frumflutt í Skálholti fyrir 50
árum. Dagskrá tónleikanna verður 400 ára ferðalag í
tónum, frá Heinrich Iganz Franz von Biber (1644) til
Jónasar Þóris (1956) því fluttur verður nýr sálmur eftir
Jónas, „Þung er mín sorg og þraut“. Einnig verða leikin
verk eftir J.S. Bach, Ennio Morricone o.fl.
400 ára ferðalag í tónum
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðablik, FH og Stjarnan freista þess í kvöld að kom-
ast í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í
karlaflokki en liðin leika þá seinni leiki sína gegn and-
stæðingum frá Lúxemborg og Írlandi. Breiðablik stend-
ur best að vígi eftir útisigur og mætir Racing Union á
Kópavogsvelli á meðan FH og Stjarnan leika bæði á Ír-
landi. »54
Komast íslensku liðin í 2. umferð?
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Margar óvenjulegar vélar og flygildi
voru til sýnis og í lofti á flugsýning-
unni Allt sem flýgur sem haldin var
á Hellu um síðustu helgi. Á svæðinu
voru stríðsjálkar, drónar, svifflugur,
þyrlur og listflugvélar sem fræknir
flugkappar tóku til kostanna og léku
listir sínar. Allt vakti þetta eftirtekt
fólks sem mætt var á svæðið, þá ekki
síst gýrókopti Sveins Kjartanssonar.
Sá er einskonar blendingur af flug-
vél og þyrlu og hefur eiginleika
hvorrar tveggja.
TF 222
„Flugið hefur alltaf heillað mig og
að komast á gýrókopta opnaði mér
alveg nýja veröld í þessu sporti,“
segir Sveinn. Gýrókoptinn, sem ber
skráningarmerkið TF 222, er ítölsk
smíði af gerðinni Magni Gyro M24C
og kom nýr til landsins árið 2016.
„Svona vélar þurfa mjög stutta
braut og ná í loftið á vel innan við
100 metrum og er lendingar-
vegalengdin bara nokkrir metrar.
Gýrókopti hentar einkar vel við ís-
lenskar veðuraðstæður og fer vel
með mann í ókyrrð. Um margt virk-
ar svona tæki líkt og þyrla. Þó að
ekki sé hægt að stoppa alveg í loft-
inu er hægt að fljúga mjög hægt.“
Mikil gróska í grasrótarflugi
Mikil gróska er í einkafluginu um
þessar mundir. Fjöldi ungs fólks
sem ætlar sér að ná langt er í
flugnámi. Þá er starfið í grasrótinni
öflugt. Margir stunda í dag til dæmis
flug á fisvélum sem gerðar eru út af
flugbraut á Hólmsheiði ofan við
Reykjavík. „Fisvélarnar eru
skemmtilegar; litlar, meðfærilegar
og útgerðin á þeim kostar mun
minna en á til dæmis hefðbundnum
Cessna-vélum sem alltaf hafa verið
áberandi í einkafluginu á Íslandi.
Regluverk sem gildir um fisflugið er
líka einfaldara en gildir um venju-
legar flugvélar,“ segir Sveinn sem er
hljóðupptökumaður og eigandi Stúd-
íós Sýrlands ehf.
Flýgur um 100 tíma á ári
„Gýrókoptinn sem ég á er sá eini á
landinu í flughæfu ástandi. Þetta er
flygildi sem hefur reynst mér vel á
ferðum vítt og breitt um landið. Ég
hef verið að fljúga oft nærri 100 tím-
um á ári. Bensíneyðslan er 14-20
lítrar á klukkustund og getur hann
flogið á um 140 kílómetra hraða á
klukkustund. Flugþolið er fimm
klukkustundir – og flug úr Reykja-
vík austur á Egilsstaði er því lítið
mál. Mér fannst gaman að vera á
Hellu og sýna gripinn þar og fljúga
með fólk, rétt eins og til stendur að
gera í Múlakoti í Fljótshlíð, á árlegri
flugsamkomu sem þar er haldin um
verslunarmannahelgina,“ segir
Sveinn að síðustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugmaður Gýrókopti hentar einkar vel við íslenskar veðuraðstæður, segir Sveinn Kjartansson um gripinn.
Gýrókoptinn opnar
nýja veröld í fluginu
- Flygildið vekur athygli - Hægfara og virkar sem þyrla