Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Komið er að næsta skrefi uppbygg- ingar á reit á horni Suðurlands- brautar, Grensásvegar og Ármúla í Reykjavík. Borgarráð samþykkti nýlega að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á reitnum, sem áður var kallaður Orkuhússreitur en heit- ir nú Orkureitur. Áætlað er að upp- bygging geti hafist fyrri hluta árs 2022. Reiturinn mun breytast úr at- vinnusvæði í íbúðasvæði með verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir 436 íbúðum, auk um 6.170 fermetra und- ir atvinnuhúsnæði. Bílakjallari verð- ur undir stórum hluta lóðarinnar. Austan megin Grensásvegar, á lóð- inni Grensásvegur 1, mun fasteigna- félagið G1 ehf. reisa fjölbýlishús með 186 íbúðum. Búið er að rífa bygg- ingar sem voru á lóðinni og áður hýstu höfuðstöðvar Hitaveiu Reykjavíkur. Alls verða 622 íbúðir á svæðinu Það mun því verða mikil uppbygg- ing á svæðinu á næstu árum og alls 622 nýjar íbúðir koma á markaðinn auk atvinnuhúsnæðis. Fastlega má búast við því að þessar íbúðir verði eftirsóttar enda mun væntanleg Borgarlína liggja um Suðurlands- braut, í næsta nágrenni. Reitir fasteignafélag, Alark arki- tektar og VSÓ ráðgjöf kynntu ásamt verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa deiliskipulag Orkureitsins fyrir fulltrúum í borgarráði. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu sam- komulag um uppbyggingu á Orku- reitnum hinn 9. mars 2021. Reiturinn er 2,6 hektarar að flatarmáli. Heild- arflatarmál fasteigna á svæðinu í dag er tæpir 11 þúsund fermetrar. Iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og bakhús á miðri lóð víkja fyrir 4-8 hæða nýbyggingum. Þetta eru lágar stálgrindarbyggingar sem í dag hýsa skrifstofur, verslun og léttan iðnað. Eina byggingin sem mun áfram standa á reitnum er Suðurlands- braut 34. Um er að ræða 4.100 fer- metra skrifstofuhús, sjálft Orku- húsið, sex hæðir ásamt lágbyggingum. Það hýsti upphaflega skrifstofur Rafmagnsveitu Reykja- víkur en seinna læknastofur. Húsið var hannað af arkitektunum Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferd- inand Alfreðssyni og þykir fáguð, vönduð þjónustu- og skrifstofubygg- ing í módernískum anda, og eitt besta dæmi um hönnun skrifstofu- húsnæðis á Íslandi á 20. öld, segir í kynningu á vef Reykjavíkurborgar. Reitir hafa lánað heilbrigðisyf- irvöldum húsið undanfarin misseri „og þannig lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni við Covid-19-farald- urinn hér á landi,“ segir á heimsíðu Reita. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að Gamla Rafveituhúsið (Orkuhúsið) verði miðdepill og gönguleiðir og sjónásar liggi að því. Ný uppbygging verður í opnu rand- byggðarformi þar sem gert er ráð fyrir atvinnuhúsnæði á meirihluta jarðhæða en íbúðum á efri hæðum. Hæðir húsa eru frá þremur og upp í átta. Gönguleiðir, torg og inngarðar muni bjóða upp á lifandi svæði innan reitsins, sum fyrir almenning en önnur til sérafnota. Í skipulaginu er gert ráð fyrir grænum þökum og gróðri í flestum inngörðum. Gera skal ráð fyrir að minnsta kosti 25% af grunnfleti inn- garða sé með jarðvegsfyllingu sem er meira en 60 sentímetrar að þykkt til landmótunar og gróðursetningar runnagróðurs auk þess að gera verð- ur ráð fyrir að minnsta kosti 10% af grunnfleti inngarða séu uppreist gróðurker fyrir trjágróður. Gera skal einnig ráð fyrir að minnsta kosti 50% af grunnfleti inngarða verði gróðurþekja og að lágmarki 75% af þökum nýbygginga verði græn þök og verði hluti af sjálfbærum of- anvatnslausnum svæðisins. Reitur verður í „raun bílfrír“ Staðsetningin er miðsvæðis og við væntanlega Borgarlínustöð. Innan lóðar er gert ráð fyrir göngurýmum og dvalarsvæðum bæði í einkaeign og fyrir almenning. Umferð verður í kringum reitinn en innan hans verð- ur hann greiðfær fyrir gangandi og hjólandi. Hann verði í raun bílfrír og einnig eru áform um að gera Ármúla að þægilegri borgargötu. „Það verða m.ö.o. opnar göngu- og hjólateng- ingar í gegnum reitinn sem er góður kostur fyrir vegfarendur,“ segir í deiliskipulagskynningunni. Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi svæðisins er afrakstur verð- launasamkeppni sem haldin var árið 2019 þar sem Alark arkitektar báru sigur úr býtum. Meginmarkmið sé að stuðla að aðlaðandi borgar- umhverfi með fjölbreyttum og sól- ríkum almenningsrýmum. Mikil uppbygging á Orkureit - Samkvæmt deiliskipulagi verða 436 íbúðir í 3-8 hæða fjölbýlishúsum - Atvinnuhús við Ármúla verða rifin en Orkuhúsið verður kennileiti á reitnum - Framkvæmdir geta hafist fyrri hluta 2022 Tölvuteikning/Alark arkitektar Orkureiturinn Hér má sjá hvernig arkitektarnir hafa sett fyrirhugaða byggð inn í ljósmynd af reitnum. Búið er að rífa höfuðstöðvar Hitaveitunnar hinum megin við Grensásveginn og þar mun rísa íbúðabyggð, alls 186 íbúðir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Orkuhúsið Það var mikið í fréttum mánuðum saman vegna Covid-19. 24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Umferðin á Hringveginum í júní jókst um rúm 6% frá því í sama mánuði í fyrra. Umferðin er eigi að síður ríflega þremur prósentum minni en hún var árið 2019 í þeim sama mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. „Útilit er fyrir að umferðin í ár aukist um 8-9% sem myndi samt ekki duga til að jafna umferðina ár- ið 2019,“ segir þar. Umferð er mæld á 16 lykiltelj- urum Vegagerðarinnar. Aukning varð á öllum landssvæðum og ein- staka talningastöðum. Mest jókst umferð um Austurland eða um rúm- lega 37% en minnst um höfuðborg- arsvæðið eða um 2,5%. Af einstaka talningastöðum er það helst að frétta að umferð jókst mest um talningasnið í Lóni, á Austfjörðum, eða um tæplega 143%, sem er mesta breyting á milli mán- aða sem sést hefur í umræddum mælisniðum. Það sem af er árinu hefur umferð aukist um tæp 11%, fyrir umrædd mælisnið. Mest hefur umferð aukist um Norður- og Austurland eða um tæplega 20%. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Helgi Umferðin Landsmenn hafa verið afar duglegir að ferðast á þessu sumri. Umferð eykst enn á Hringveginum Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð 14.995 Stærðir 36-42 Flex&Go Í skóna er notað hágæða leður sem og náttúruleg efni, sem gerir það að verkum að skórnir falla vel að fætinum og eru einstaklega þægilegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.