Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 24
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Komið er að næsta skrefi uppbygg-
ingar á reit á horni Suðurlands-
brautar, Grensásvegar og Ármúla í
Reykjavík. Borgarráð samþykkti
nýlega að auglýsa tillögu að breyttu
deiliskipulagi á reitnum, sem áður
var kallaður Orkuhússreitur en heit-
ir nú Orkureitur. Áætlað er að upp-
bygging geti hafist fyrri hluta árs
2022.
Reiturinn mun breytast úr at-
vinnusvæði í íbúðasvæði með verslun
og þjónustu. Gert er ráð fyrir 436
íbúðum, auk um 6.170 fermetra und-
ir atvinnuhúsnæði. Bílakjallari verð-
ur undir stórum hluta lóðarinnar.
Austan megin Grensásvegar, á lóð-
inni Grensásvegur 1, mun fasteigna-
félagið G1 ehf. reisa fjölbýlishús með
186 íbúðum. Búið er að rífa bygg-
ingar sem voru á lóðinni og áður
hýstu höfuðstöðvar Hitaveiu
Reykjavíkur.
Alls verða 622 íbúðir á svæðinu
Það mun því verða mikil uppbygg-
ing á svæðinu á næstu árum og alls
622 nýjar íbúðir koma á markaðinn
auk atvinnuhúsnæðis. Fastlega má
búast við því að þessar íbúðir verði
eftirsóttar enda mun væntanleg
Borgarlína liggja um Suðurlands-
braut, í næsta nágrenni.
Reitir fasteignafélag, Alark arki-
tektar og VSÓ ráðgjöf kynntu ásamt
verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa
deiliskipulag Orkureitsins fyrir
fulltrúum í borgarráði.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri undirrituðu sam-
komulag um uppbyggingu á Orku-
reitnum hinn 9. mars 2021. Reiturinn
er 2,6 hektarar að flatarmáli. Heild-
arflatarmál fasteigna á svæðinu í
dag er tæpir 11 þúsund fermetrar.
Iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og
bakhús á miðri lóð víkja fyrir 4-8
hæða nýbyggingum. Þetta eru lágar
stálgrindarbyggingar sem í dag hýsa
skrifstofur, verslun og léttan iðnað.
Eina byggingin sem mun áfram
standa á reitnum er Suðurlands-
braut 34. Um er að ræða 4.100 fer-
metra skrifstofuhús, sjálft Orku-
húsið, sex hæðir ásamt
lágbyggingum. Það hýsti upphaflega
skrifstofur Rafmagnsveitu Reykja-
víkur en seinna læknastofur.
Húsið var hannað af arkitektunum
Guðmundi Kr. Kristinssyni og Ferd-
inand Alfreðssyni og þykir fáguð,
vönduð þjónustu- og skrifstofubygg-
ing í módernískum anda, og eitt
besta dæmi um hönnun skrifstofu-
húsnæðis á Íslandi á 20. öld, segir í
kynningu á vef Reykjavíkurborgar.
Reitir hafa lánað heilbrigðisyf-
irvöldum húsið undanfarin misseri
„og þannig lagt sitt á vogarskálarnar
í baráttunni við Covid-19-farald-
urinn hér á landi,“ segir á heimsíðu
Reita.
Í deiliskipulagstillögunni er gert
ráð fyrir að Gamla Rafveituhúsið
(Orkuhúsið) verði miðdepill og
gönguleiðir og sjónásar liggi að því.
Ný uppbygging verður í opnu rand-
byggðarformi þar sem gert er ráð
fyrir atvinnuhúsnæði á meirihluta
jarðhæða en íbúðum á efri hæðum.
Hæðir húsa eru frá þremur og upp í
átta. Gönguleiðir, torg og inngarðar
muni bjóða upp á lifandi svæði innan
reitsins, sum fyrir almenning en
önnur til sérafnota.
Í skipulaginu er gert ráð fyrir
grænum þökum og gróðri í flestum
inngörðum. Gera skal ráð fyrir að
minnsta kosti 25% af grunnfleti inn-
garða sé með jarðvegsfyllingu sem
er meira en 60 sentímetrar að þykkt
til landmótunar og gróðursetningar
runnagróðurs auk þess að gera verð-
ur ráð fyrir að minnsta kosti 10% af
grunnfleti inngarða séu uppreist
gróðurker fyrir trjágróður. Gera
skal einnig ráð fyrir að minnsta kosti
50% af grunnfleti inngarða verði
gróðurþekja og að lágmarki 75% af
þökum nýbygginga verði græn þök
og verði hluti af sjálfbærum of-
anvatnslausnum svæðisins.
Reitur verður í „raun bílfrír“
Staðsetningin er miðsvæðis og við
væntanlega Borgarlínustöð. Innan
lóðar er gert ráð fyrir göngurýmum
og dvalarsvæðum bæði í einkaeign
og fyrir almenning. Umferð verður í
kringum reitinn en innan hans verð-
ur hann greiðfær fyrir gangandi og
hjólandi. Hann verði í raun bílfrír og
einnig eru áform um að gera Ármúla
að þægilegri borgargötu. „Það verða
m.ö.o. opnar göngu- og hjólateng-
ingar í gegnum reitinn sem er góður
kostur fyrir vegfarendur,“ segir í
deiliskipulagskynningunni.
Tillaga að breytingu á deiliskipu-
lagi svæðisins er afrakstur verð-
launasamkeppni sem haldin var árið
2019 þar sem Alark arkitektar báru
sigur úr býtum. Meginmarkmið sé
að stuðla að aðlaðandi borgar-
umhverfi með fjölbreyttum og sól-
ríkum almenningsrýmum.
Mikil uppbygging á Orkureit
- Samkvæmt deiliskipulagi verða 436 íbúðir í 3-8 hæða fjölbýlishúsum - Atvinnuhús við Ármúla
verða rifin en Orkuhúsið verður kennileiti á reitnum - Framkvæmdir geta hafist fyrri hluta 2022
Tölvuteikning/Alark arkitektar
Orkureiturinn Hér má sjá hvernig arkitektarnir hafa sett fyrirhugaða byggð inn í ljósmynd af reitnum. Búið er að
rífa höfuðstöðvar Hitaveitunnar hinum megin við Grensásveginn og þar mun rísa íbúðabyggð, alls 186 íbúðir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkuhúsið Það var mikið í fréttum mánuðum saman vegna Covid-19.
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Umferðin á Hringveginum í júní
jókst um rúm 6% frá því í sama
mánuði í fyrra. Umferðin er eigi að
síður ríflega þremur prósentum
minni en hún var árið 2019 í þeim
sama mánuði. Þetta kemur fram á
heimasíðu Vegagerðarinnar.
„Útilit er fyrir að umferðin í ár
aukist um 8-9% sem myndi samt
ekki duga til að jafna umferðina ár-
ið 2019,“ segir þar.
Umferð er mæld á 16 lykiltelj-
urum Vegagerðarinnar. Aukning
varð á öllum landssvæðum og ein-
staka talningastöðum. Mest jókst
umferð um Austurland eða um rúm-
lega 37% en minnst um höfuðborg-
arsvæðið eða um 2,5%.
Af einstaka talningastöðum er
það helst að frétta að umferð jókst
mest um talningasnið í Lóni, á
Austfjörðum, eða um tæplega 143%,
sem er mesta breyting á milli mán-
aða sem sést hefur í umræddum
mælisniðum.
Það sem af er árinu hefur umferð
aukist um tæp 11%, fyrir umrædd
mælisnið. Mest hefur umferð aukist
um Norður- og Austurland eða um
tæplega 20%. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Helgi
Umferðin Landsmenn hafa verið afar duglegir að ferðast á þessu sumri.
Umferð eykst enn
á Hringveginum
Netverslun
skornir.is
SMÁRALIND
www.skornir.is
Verð 14.995
Stærðir 36-42
Flex&Go
Í skóna er notað hágæða
leður sem og náttúruleg efni,
sem gerir það að verkum að
skórnir falla vel að fætinum
og eru einstaklega þægilegir.