Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Verona
Verð frá kr.
19.950
önnur leið m/ handfarangri
Verð frá kr.
39.900
báðar leiðir m/ handfarangri
TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bitvargurinn lúsmý (Culicoides re-
conditus), sem er blóðsuga á mönn-
um og öðrum spendýrum, hefur
numið ný svæði á Íslandi. Nátt-
úrufræðistofnun Íslands birti grein
um þessa tegund lúsmýs árið 2019
og þá var aðalútbreiðslusvæði þess
Suðvesturland upp í Borgarfjörð og
austur í Fljótshlíð. Einnig fannst
það í Eyjafirði. Nú hefur þess einnig
orðið vart m.a. í Stykkishólmi,
Húnavatnssýslu og í Fnjóskadal.
Gísli Már Gíslason, prófessor em-
eritus í vatnalíffræði við HÍ, segir að
lúsmýið sé nokkuð algengt í sveitum
Suðurlands og í Fljótshlíð. Þá sé það
mjög algengt á Vesturlandi, t.d. í
Kjósinni, Hvalfjarðarsveit og í Borg-
arfirði og nú komið víðar.
„Sjálfur var ég bitinn fyrir ári í
Miðfirði í Húnavatnssýslu og ég veit
að fólk hefur verið bitið í Eyjafirði
og í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Svo
var ég að frétta af fólki sem var illa
bitið í Helgafellssveit,“ sagði Gísli.
Hann kveðst telja óhætt að telja að
lúsmý sé nú að finna víða inn til
landsins á Suðurlandi vestan Mark-
arfljóts, á Vesturlandi og Norður-
landi allt austur í Fnjóskadal. Ekki
hefur frést af því utarlega á Snæ-
fellsnesi, á Vestfjörðum, í Þingeyj-
arsýslum nema í Fnjóskadal, né
heldur á Austfjörðum og Suðaust-
urlandi.
Mikil sala í vörnum gegn biti
Róbert Arnar Stefánsson, líffræð-
ingur og forstöðumaður Náttúru-
stofu Vesturlands, býr í Stykkis-
hólmi.
„Við urðum fyrst vör við lúsmý
hér í Stykkishólmi helgina 3.-4. júlí.
Þá var mjög stillt veður og hlýtt. Ég
hafði aldrei heyrt af lúsmýi hér fyrir
þann tíma. Við hér á heimilinu vor-
um bitin. Ég fór í apótekið í Stykkis-
hólmi og starfsfólkið sagði að mikið
hefði verið keypt af vörum gegn mý-
biti,“ sagði Róbert. Hann segir ekki
fara á milli mála að um lúsmý hafi
verið að ræða. „Mér finnst líklegt að
fyrst það er hér þá sé það komið víð-
ar,“ sagði Róbert.
Bitvargurinn lúsmý er um 2 milli-
metrar á lengd en bitmý, mývargur,
er miklu stærra eða 8-10 millimetra
langt. Bitmýið setur undir sig haus-
inn eins og vísundur. Það finnst víða
um land.
Kvendýrið þarf að fá blóð
Gísli segir að sjö tegundir lúsmýs
finnist hér á landi en aðeins ein
þeirra bíti fólk og spendýr. Hinar
tegundirnar eru rándýr á öðru mýi.
Kvenflugur tegundarinnar sem bít-
ur þurfa blóð til að geta þroskað egg.
Fái þær ekki blóð geta þær ekki orp-
ið eggjum.
Lúsmýið getur illa athafnað sig ef
það hreyfir vind. Þess vegna verður
þess síður vart við sjávarsíðuna en
inn til landsins. Gísli benti á að fólk
byggi sumarhús sín gjarnan á skjól-
góðum stöðum og rækti tré til skjóls
við bústaðina. Þar með eru skapaðar
góðar aðstæður fyrir lúsmý til að at-
hafna sig. Í híbýlum getur verið gott
að hafa viftur til að trufla lúsmýið.
Útbreiðsla lúsmýs
*Heimild: Náttúrufræðistofnun
Fundarstaðir skv.
eintökum í safni
Náttúrufræði-
stofnunar árið 2019*
Aðrir staðfestir fundarstaðir
Áætluð
útbreiðsla
lúsmýs
Lúsmýið hefur numið ný svæði
- Lúsmý hefur nú bitið fólk í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal - Lúsmýið er ekki
nema um tveggja millimetra langt - Bitmýið sem finnst víða um landið er 4-5 sinnum lengra
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
GPS-stöð Jarðvísindastofnunar HÍ
og jarðskjálftamælir Veðurstof-
unnar urðu hraunstraumi frá gígn-
um í Geldingadölum að bráð. Tækin
voru um 15 metra uppi í hlíð um 500
metra beint austur af gígnum. Hæð-
in lokaðist tiltölulega fljótt af vegna
hraunflæðis.
Halldór Geirsson, jarðeðlisfræð-
ingur og dósent við HÍ, sagði að
þessi staðsetning hefði talist til-
tölulega örugg. „En þegar hraun-
flæðið beindist allt niður í Meradali
þá breyttist þetta mjög hratt.
Hraunið hefur nú víða runnið yfir
þennan háls,“ sagði Halldór.
Allt leit þetta vel út á sunnudag í
vefmyndavél. Hraunið fór svo að
fikra sig nær á sunnudagskvöld.
Fjarskiptabúnaður stöðvanna bilaði
fyrir um tíu dögum og átti að laga
hann. Á mánudag sást að hraunið
var komið mjög nærri stöðvunum og
var þá ákveðið að reyna að bjarga
þeim. Farið var með þyrlu eftir há-
degi á þriðjudag á staðinn en þá
voru stöðvarnar komnar undir
hraun. Halldór sagði það hafa komið
á óvart hvað hraunið hækkaði hratt.
Tjónið nemur nokkrum milljónum
króna.
„Það er töluvert af mælistöðvum í
nágrenninu en þessi stöð var næst
gígunum,“ sagði Halldór. „GPS-
stöðin mældi sig sem hefur orðið
samfara gosinu mjög vel. Hún var
búin að síga um fjóra sentimetra frá
því að gosið hófst og þar til hún datt
út. Sigið er líklega að mestu vegna
þess að kvika er að fara úr jarð-
skorpunni.“
Stöðin nýttist einnig mjög vel þeg-
ar ný gosop opnuðust. Við hvert gos-
op myndaðist lítill gangur í efstu
200-300 metrunum út frá stóra
kvikuganginum sem myndaðist í
mars. Þetta var eina síritandi stöðin
sem náði því merki. Nú er til skoð-
unar að setja fleiri svona stöðvar á
hæðir í kringum gíginn. Eitt af
hraunrennslislíkönunum sem gerð
voru tiltölulega snemma í eldgosinu
spáði því að hraun gæti einhvern
tíma runnið um þetta skarð.
Hraunið gleypti mæli-
tækin næst gígnum
- GPS-stöð og jarðskjálftamælir hurfu undir hraunið
Ljósmyndir/Halldór Geirsson
Horfin Mælistöðin var þar sem rautt X er merkt inn á myndina. Hraunið
gleypti hana líklega á mánudaginn var. Tjónið hleypur á milljónum.
Mælistöðin Um var að ræða jarðskjálftamæli frá Veðurstofunni og GPS-
mæli frá Jarðvísindastofnun HÍ sem mældi hreyfingar yfirborðsins.
Pólski flugherinn undirbýr nú
brottför flugsveitar til Íslands til
að gæta loftrýmis Íslendinga. Er
þetta í fyrsta skipti sem pólski
flugherinn tekur að sér þetta verk-
efni.
Í fréttabréfi pólska varnarmála-
ráðuneytisins, Polska Zbrojna, er
haft eftir Michal Kras, yfirmanni
flughersins, að herliðið verði tilbú-
ið að fara í loftið allan sólarhring-
inn, sjö daga vikunnar. Verkefnið
sé sambærilegt því sem Pólland
þekki nú þegar af því að gæta loft-
rýmis Eystrasaltslandanna.
Hann bendir meðal annars á að
staðsetning Íslands sé einstök fyrir
eftirlit Atlantshafsbandalagsins
með Norður-Atlantshafinu.
Íslenskt veðurfar og síbreytileiki
þess var tekið til sérstakrar skoð-
unar við undirbúninginn að sögn
Kras. Einnig var litið til kulda
Norður-Atlantshafsins og munu
hermenn klæðast sérstökum sjó-
búningum af öryggisástæðum.
Það verður ný reynsla fyrir her-
liðið að vinna með Landhelgisgæsl-
unni, að sögn Kras, því hingað til
hefur pólski flugherinn aðeins unn-
ið slík verkefni í samvinnu við önn-
ur heryfirvöld.
Pólverjar gæta loft-
rýmis Íslendinga
- Íslenskt veðurfar
tekið með í reikninginn
AFP
Herþota Þoturnar eru af gerð F-16.