Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Gleðiskruddan er nýútgefin dagbók
fyrir börn og ungmenni sem eflir
sjálfsþekkingu og eykur vellíðan.
Konurnar á bak við bókina eru þær
Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðs-
dóttir en þær mættu í morgunþáttinn
Ísland vaknar á dögunum og ræddu
um bókina sem byggist á jákvæðri
sálfræði.
„Það er algengur misskilningur að
jákvæð sálfræði sé eins konar ham-
ingjufræði, þar sem við höfnum erf-
iðum tilfinningum. En það sem já-
kvæð sálfræði hefur sýnt og hefur
verið rannsakað er að það er alls ekk-
ert gott og mun ekki leiða til neins
góðs ef þú ferð að hafna erfiðum til-
finningum. Þú verður bara að finna
leið til að taka þær í sátt og finna
uppbyggilegar leiðir til að takast á
við allt mótlætið sem þú verður fyr-
ir,“ útskýrðu vinkonurnar.
Gleðiskruddan er afurð lokaverk-
efnis Maritu og Yrju í jákvæðri sál-
fræði en þær unnu að henni í eitt og
hálft ár. Bókin telur 100 daga og er
rauður þráður bókarinnar, að sögn
Matiru og Yrju, æfing sem heitir
„þrír góðir hlutir“ og á eigandi bók-
arinnar að skrifa niður þrjá góða
hluti á hverjum degi og komast að því
hvernig viðkomandi tók þátt í þeim.
„Við fengum rosalega góð við-
brögð og foreldrarnir voru mjög
ánægðir. Það var óvæntur kostur
bókarinnar að þetta jók samveru
barns og foreldris sem okkur finnst
svo skemmtilegt. Svo hefur þetta
svona margföldunaráhrif þar sem
foreldrarnir fara auðvitað líka að
pæla í þessum hlutum og gera æf-
ingarnar,“ sögðu þær stöllur í við-
talinu.
Hlustendur og lesendur K100 fá
10% afsláttarkóða í netverslun
Gleðiskruddunnar, gleðiskrudd-
an.is, en kóðinn, K100, er virkur
fram að helgi.
Eflir sjálfsþekkingu
og eykur vellíðan
Jákvæð Gleðiskruddan, dagbók fyr-
ir börn og ungmenni, er nú fáanleg.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Leikkonan Íris Tanja hefur sann-
arlega vakið athygli um heim allan
fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum
Katla en hún spjallaði um þættina og
leikkonulífið í morgunþættinum Ís-
land vaknar á dögunum. Sagðist hún
meðal annars fá skilaboð frá fólki
hvaðanæva úr heiminum og við-
urkenndi að hún fyndi fyrir dálitlum
félagskvíða vegna allrar athyglinnar
en einnig ljóstraði hún upp uppskrift-
inni að öskunni sem umlykur líkama
persónanna í þáttunum.
Ég hef alveg tekið þátt í verk-
efnum áður en ekki af þessari stærð-
argráðu. [Þetta er] mikið tækifæri og
rosa gaman. Rosa gaman að skapa
eitthvað svona sem hefur ekki verið
gert áður á Íslandi,“ sagði Íris Tanja.
Venjuleg tveggja barna móðir
Sjálf segist Tanja ekki upplifa sig
sem einhverja fræga stjörnu heldur
sé hún afar venjuleg manneskja;
tveggja barna móðir í Laugardalnum
sem versli í Bónus.
„En það er alveg gaman að fá
kveðjur frá fólki alls staðar að út
heiminum. Alls konar kveðjur á In-
stagram, frá Mexíkó og Sádi-
Arabíu,“ sagði Íris og bætti við að
þættirnir væru sérstaklega vinsælir í
Brasilíu þaðan sem mörg skilaboðin
koma.
„Ég er voða eðlileg manneskja.
Eina sem ég finn núna er að ég með
smá félagskvíða sem er svolítið
skrýtið því ég er algjört fé-
lagsfiðrildi. Þannig að þetta er svolít-
ið skrýtið. En það er mikið verið að
horfa og stara og koma og tala um
þetta. Auðvitað vil ég gefa fólki það
þannig að ég þarf að velja það hve-
nær ég er í standi til þess,“ sagði hún.
„Ég er farin að velja það aðeins,“
bætti Íris við en hún sagði að stund-
um væri mikið í gangi hjá henni eða
hún þreytt og verr upplögð til að
upplifa að hún sé þekkt fyrir þættina.
Ekki alltaf upplögð
„Ég hef alveg lent í því að vera
með barnið mitt í sundi klukkan hálf-
níu og vera að klæða hana í náttföt og
fá hana til að borða banana og svo
kemur einhver og byrjar að tala um
Kötlu. Þá er ég alveg svona:
„Kannski seinna, ég er allsber að
klæða barnið mitt“,“ sagði Íris og en
bætti við að langoftast væri samt
mjög gaman þegar fólk kæmi og
segði hæ.
„Það er skrítið þegar fólk er að
horfa mikið og pískra. Þannig að
endilega komið bara frekar og segið
hæ, ég er búin að vera að horfa á
Kötlu,“ sagði hún.
Spurð um „íkonísku“ senuna þar
sem Ása, persóna Írisar, rís upp úr
ösku Kötlu
og öskuna sem þekur líkama henn-
ar hló Íris Tanja og spurði hvort hún
ætti að uppljóstra leyndarmáli ösk-
unnar. Hún viðurkenndi þá að askan
væri gerð úr engu öðru en matarlími,
svörtum duftlit, haframjöli, hveiti og
vatni.
„Þetta er ískalt þegar þetta er sett
á og svo grjótharðnar þetta og ef ég
hreyfi mig aðeins er eins og húðin sé
að rifna,“ sagði hún og bætti við:
„Þetta voru erfiðustu dagarnir mínir.
Andlega og líkamlega. Að vera læst-
ur inni í þínum eigin líkama þannig
séð og geta lítið gert.
Þegar þetta harðnar byrjar þetta
að „cracka“ og brotna aðeins og það
er náttúrulega „elimentið“ sem við
vildum, að þetta myndi brotna eins
og askan gerir og hraunið,“ sagði Ír-
is.
Óvissa vegna Covid
Íris sagði að faraldur Covid-19
hefði sett sitt mark á tökur þáttanna
en hún benti á að hlé hefði verið gert
á tökum eftir aðeins um tvær vikur
vegna útbreiðslu sjúkdómsins á Ís-
landi. Hún lýsti óvissunni sem ríkti á
settinu í kjölfarið.
„Erum við ekki alveg að fara að
gera þetta? Af því að okkur langaði
öll svo að gera þetta. Það er held ég
það sem er gegnumgangandi í þess-
ari framleiðslu. Það voru allir; frá
„rönner“, í leikstjóra, í leikara, í hljóð
og búninga, það voru allir sem höfðu
svo mikla trú á þessu,“ sagði Íris og
bætti við að á tímabili hefðu þau verið
eina kvikmyndaliðið sem var starf-
andi ásamt einni annarri framleiðslu í
Suður-Kóreu.
Lýsti hún því hversu vel allt var
skipulagt vegna Covid-19 en starfs-
fólk á setti var meðal annars hita-
mælt mjög reglulega auk þess sem
svæðið var allt hólfað niður og lita-
kóðað.
„Við vildum bara að þetta myndi
ganga,“ sagði Íris.
Spurð um það hvort von væri á ser-
íu tvö af Kötlu varð Íris Tanja leynd-
ardómsfull.
„Það er spurning. Vilja ekki allir
meira? Það væri mjög gaman ef það
yrði sería tvö,“ sagði hún. „Þetta velt-
ur allt á áhorfi og vinsældum. Þannig
að endilega horfa. En auðvitað er
þetta mjög vinsælt,“ bætti hún við.
Fær skilaboð hvaðanæva úr heiminum
Íslenska Netflix-þátta-
röðin Katla hefur vakið
heimsathygli og nýtur
mikilla vinsælda. Íris
Tanja sem fer með
aðalhlutverk í þáttunum
segir ýmislegt hafa
breyst eftir leik sinn
í þáttunum.
Aska Íris Tanja segir að dagarnir, þar sem hún þurfti að vera þakin gervi-
ösku, sem gerð var m.a. úr matarlími, hafi verið erfiðastir í tökum á Kötlu.
Leikkona Íris Tanja
hefur heldur betur vak-
ið athygli fyrir hlutverk
Ásu í vinsælu íslensku
Netflix-þáttunum Kötlu.