Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Gott úrval af gæðakjötiá grillið
Opnunartími
8:00-16:30
50 ÁRA Jóhann Pétur
fæddist 15. júlí 1971 á
Akranesi, þar sem hann
ólst upp og hefur búið all-
ar götur síðan. Hann
gekk í Brekkubæjarskóla
og síðan í Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi. „Ég æfði
sund alveg frá 10 ára
aldri til 18 ára, og hafði
alltaf gaman af allri
hreyfingu.“ Jóhann fór
að læra matreiðslu og
vann sem matreiðslu-
maður fram að 38 ára
aldri. Þá var líkams-
ræktin orðin stór hluti af
lífsstíl Jóhanns, en árið
2006 vann hann Íslands-
meistaratitilinn í Hreysti
á Icefit-mótinu í Laugar-
dalshöll, þá fyrstur
Skagamanna. Hann
stofnaði Bootcamp Akra-
nes og hefur rekið það
núna í tólf ár og aðstoðað
fólk við að koma sér í
form, bæði með tímum og
einkaþjálfun. Hann segist vera í svipuðu formi í dag og fyrir tíu árum, sem
sýnir kannski betur en nokkuð annað hvað regluleg þjálfun er góð fyrir lík-
amann. „Þetta snýst um að stunda reglulega hreyfingu og borða hollan mat.
Ég vil ekki taka neitt út, en kannski hafa sykurneyslu í lágmarki og borða í
hófi. Svo eru reykingar mjög slæmar, en sem betur fer sér maður sjaldan í
dag einhvern með sígarettu.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóhanns Péturs er Rósa Björk Bjarnadóttir, f.
1976. Þau eiga börnin Júlíu Björk, f. 1995; Símon Orra, f 1999; Tristan Sölva,
f. 2005 og Aþenu Líf, f. 2009.
Jóhann Pétur Hilmarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hafðu stjórn á tilfinningum þínum
þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim.
Hafðu ekki áhyggjur þótt þú sért hafður
fyrir rangri sök.
20. apríl - 20. maí +
Naut Njóttu hinna smærri sigra, þeir
skipta meira máli en þú gerir þér grein fyr-
ir.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Lánið leikur við þig í dag og þú
ættir að leyfa sem flestum að hoppa á
vagninn og njóta gleðinnar með þér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú gerir miklar kröfur til annarra
en þarft að læra að meta það að fólk hafi
gert sitt besta. Brostu og vertu þakklátur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er komið að því að þú þarft að
taka ákvörðun í stóru máli. Hörfaðu og þú
munt sjá aðra afreka.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það hefur ekkert upp á sig að stytta
sér leið til lausnar mála. Margt af því sem
sýnist áríðandi leysist upp ef maður lætur
sem maður taki ekki eftir því.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þetta er góður dagur til að bæta
heimilisaðstæður þínar með einhverjum
hætti eða samskiptin innan fjölskyldunnar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eitthvað sem gerist í dag kann
að leiða til þess að þú skiptir um verustað
síðar. En það er einmitt þegar skyndilega
reynir á að þú finnur fyrir styrk þínum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú gætir laðað að þér einhvern
í dag sem er staðráðinn í að gera þig að
betri manni. Ráðstefnur, fundir og alls kyns
mannamót verða lífleg og ánægjuleg.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú verður að ljúka við þau verk-
efni, sem þú hefur tekið að þér, áður en þú
gerir þér dagamun. Að komast að ýmsu um
náungann er viss flótti og mun skemmti-
legra en verkefnin sem bíða þín.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er gaman þegar vel gengur
og þú átt að njóta meðbyrjarins því enginn
hefur fært þér hann nema þú sjálfur.
Leggðu drög að því að komast í gott ferða-
lag.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Að vera hrifinn af einhverjum gæti
virst góð ástæða til þess að veita honum
mikla athygli, en svo er ekki. Hógværð og
auðmýkt eru aðalsmerki þess sem kann að
sigra.
H
ildur Lilliendahl
Viggósdóttir fæddist í
Reykjavík 15. júlí
1981 og ólst upp í
Breiðholtinu en gekk í
Langholtsskóla. „Ríkisspítalarnir
ráku barnaheimili fyrir börn starfs-
fólks og mamma var að vinna á
Kleppi. Þess vegna var ég á leikskóla
í Langholtshverfi frá tveggja ára
aldri og þegar kom að skólagöngunni
fylgdi ég bara vinum mínum í Lang-
holtsskóla.“ Hildur komst snemma í
fjölmiðla, en hún var aðeins sex ára
gömul þegar hún vann bíl eftir að spá
rétt fyrir um úrslit í Evrópu-
söngvakeppninni og birtist grein í DV
með fyrirsögninni: „Sex ára bíleig-
andi“ og Hildur sitjandi á húddinu á
bílnum sem var splunkunýr Skoda.
Þegar kom að því að velja fram-
haldsskóla ákvað Hildur að fara í
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
„Vinahópurinn var að dreifast á
marga skóla og ég ákvað að prófa
eitthvað nýtt.“ Hún kunni mjög vel
við sig í skólanum en eignaðist barn
aðeins 19 ára gömul, sem seinkaði út-
skrift aðeins. „Ég fór í háskólann 22
ára, árið 2003, og byrjaði í sálfræði en
fann mig ekki í því námi og fór í ís-
lensku og tók kynjafræði sem auka-
fag. Síðan voru blikur á lofti í efna-
hagslífi þjóðarinnar 2008 og ég ákvað
að sækja um vinnu og fór að vinna á
skrifstofu borgarstjórnar í Ráðhús-
inu. Ég komst aldrei upp á lag með að
vera bæði í námi og vinnu á þessum
tíma, en dreif mig aftur af stað 2019,
lauk síðan náminu 39 ára og er í fram-
haldsnámi í kynjafræðum núna og
sinni einnig ýmsum störfum fyrir ráð-
gjafafyrirtækið JUST Consulting,
sem sérhæfir sig í fjölbreytileika-
ráðgjöf.“
Hildur gaf út ljóðabókina Sjálf
kvíslast ég árið 2009. „Ég var mjög
virk í ungskáldasenunni í Reykjavík
alveg frá 2002 til ’03 og birti ljóð hér
og þar og Nýhil gáfu út bókina mína.“
Þótt fjölbreytt reynsla úr þjóðfélag-
inu hafi eflaust haft sinn þátt í að
móta hugmyndafræði Hildar segir
hún þó að hún hafi strax fengið það
orð á sig að vera mikill jafnréttissinni
í barnaskóla. „Ég fæddist bara með
kvenréttindaáhugann.“
Flestir þekkja Hildi mest sem and-
lit kvenfrelsisbaráttunnar síðustu tíu
árin og hefur verið stormasamt í
kringum hana, enda segir hún sínar
skoðanir umbúðalaust. Hún hefur
haldið óteljandi fyrirlestra, skrifað
greinar og tekið þátt í athöfnum að-
gerðasinna og viðburðum tengdum
kvenfrelsismálum. En er ekki stund-
um erfitt að vera svona umdeild og
stöðugt tengd við feminisma? „Það er
stundum erfitt, en fyrir mér er þessi
barátta bara eins og að vera ást-
fangin, þú getur ekkert slökkt á því.
En auðvitað dreg ég mig stundum í
hlé til að skapa andrými fyrir sjálfa
mig.“
Hildur segir að grunnurinn að
vandamálinu sem lýtur að allri jafn-
réttisbaráttu sé kerfisbundinn hugs-
unarháttur, stéttskipting, kynjamis-
rétti og kynþáttahyggja. „Þetta helst
allt í hendur og það þarf að ræða
þessi mál í samhengi.“ Hún hefur
helst beitt sér gegn ofbeldismálum og
orðræðu og margir minnast mynda-
albúmsins Karlar sem hata konur
sem vakti gífurleg viðbrögð og svo
logar almannarómur um síðustu
metoo-málin og fólk skiptist mjög af-
gerandi hópa í þessum málaflokki.
„Mér finnst ekkert endilega slæmt að
við sjáum mjög skýrt hvar línurnar
liggja, því það er leiðin til að fylgjast
með framförunum og sjá hvernig það
fjölgar í öðrum hópnum og fækkar í
hinum. Það hefur orðið töluverð vit-
undarvakning og það er kannski svo-
lítið „brútal“ að segja að feminismi sé
í tísku, en hann er það svolítið. Það er
að vaxa heil kynslóð upp núna sem
veit miklu meira um þessi mál en mín
kynslóð gerði. Þegar ég var ungling-
ur í gaggó og framhaldsskóla voru fá-
ir til að tala við um þessi mál en núna
get ég horft á kynslóð sonar míns og
vitað að það er rekið feministafélag í
nánast hverjum framhaldsskóla. Svo
er ég líka bjartsýn kona, en á sama
tíma er ég meðvituð um að það skiptir
öllu máli að sofna ekki á verðinum.“
Hildur er móðir tveggja sona og
hún segir að hún nálgist uppeldið
með opnum og heiðarlegum sam-
tölum þegar kemur að kvenfrelsis-
málum. „Ég held að það virki betur
en bein innræting eða kennsla, en það
er mjög mikilvægt að við ölum syni
okkar upp í anda jafnréttis. „Við vor-
um til dæmis að ræða tap Englands
gegn Ítalíu um daginn yfir kvöld-
matnum og þá kom upp að heimilis-
ofbeldi í Bretlandi eykst um 38% þeg-
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar – 40 ára
Druslugangan 2012 Hildur í Druslugöngunni á Skólavörðustígnum 2012.
Andlit kvenfrelsisbaráttunnar
Gleðigangan Hildur, Hrappur, Páll og vinur hans. Á myndina vantar Sævar.
Til hamingju með daginn