Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ALMERÍA 16. - 27. JÚLÍ | 11 NÆTUR FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 79.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Unnur Freyja Víðisdóttir Esther Hallsdóttir Síðasti dagur bólusetninga í Laugar- dalshöll var í gær en ekki er gert ráð fyrir að Höllin verði nýtt aftur undir bólusetningar eftir sumarfrí heilsu- gæslunnar. Ákvörðun liggur ekki fyr- ir um áframhaldandi fyrirkomulag þeirra. Rúmlega 90 prósent einstaklinga 16 ára og eldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Co- vid hér á landi, en 83,5 prósent eru fullbólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra fékk sína seinni sprautu í gær. Hún sagði við mbl.is að fram- gangur bólusetninga hér á landi væri ævintýri líkastur og að Íslendingar mættu vera stoltir. „Ég held að engan hafi órað fyrir því hversu hratt vísindasamfélaginu tókst að búa til bóluefni gegn Covid-19 yfir höfuð og síðan hversu vel hefur gengið bæði að afla þessara bóluefna fyrir okkur hér og að skipuleggja bólusetn- ingarnar. Við getum verið mjög stolt af okkur sjálfum og þeim gangi sem hef- ur verið í bólusetningum. Samfélagið hefur verið mjög til í þetta. Það er mik- ill vilji í íslensku samfélagi. Svo hefur starfsfólkið á gólfinu unnið þrekvirki þannig að mér finnst þetta vera svolít- ið þeirra dagur í dag,“ sagði Svandís m.a. Meðal þeirra sem hafa haft yfirum- sjón með bólusetningum á höfuðborg- arsvæðinu er Ragnheiður Ósk Er- lendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Hún segir verkefnið hafa gengið vel og það sé samstöðu almennings og starfsfólks að þakka. „Það sem stendur helst upp úr í þessu öllu saman er frábært viðhorf almennings. Hversu vel hann hefur einhvern veginn tekið þessu verkefni, mætt vel og sýnt biðlund í biðröðum. Þetta er náttúrulega heljarinnar verkefni. Við höfum aldrei farið í svona stórt verkefni með þessum hætti áður,“ segir Ragnheiður. Eftirminnilegast í ferlinu þykir henni þegar starfsfólkið hljóp um bæ- inn til að koma út afgangsbóluefni, svo sem í vikunni þegar farið var með 75 skammta um borð í skipið Viking Jupiter. „Það hefur verið algert mottó hjá okkur að enginn skammtur fari til spillis. Við höfum lagt gífurlega vinnu í það að koma öllum skömmtum út til þeirra sem þurfa,“ segir hún. Ekki með alvarleg einkenni Fimm greindust með Covid utan sóttkvíar á þriðjudag, en þar af voru þrír bólusettir að fullu en tveir ekki. 45 manns eru nú í eftirliti hjá Co- vid-göngudeild Landspítalans með virkt smit. Langflestir þeirra eru bólusettir og enginn með alvarleg ein- kenni. Runólfur Pálsson, einn yfirmanna göngudeildarinnar, minnir á að þrátt fyrir að fólk sé að fullu bólusett þá fylgi smiti einangrun sem og sóttkví fyrir þá sem viðkomandi hefur um- gengst. Það sé mikið inngrip í líf fólks. Þá sé mikilvægt að halda áfram ein- staklingsbundnum sóttvörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir hefur sagt að viðbúið sé að smit ber- ist inn í landið. „Þá er það bara spurn- ingin hvort þessi útbreidda bólusetning hér haldi almennilega. Við vitum líka að þeir sem eru bólu- settir geta tekið smit, þannig að þetta er ekki óvænt. Það sem við bindum vonir við er að þeir sem eru bólusettir og taka smit veikist ekki eins alvar- lega og ef þeir væru óbólusettir. Er- lendar rannsóknir sýna það í raun og veru.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusett Síðasti dagur fjöldabólusetninga í Laugardalshöll fyrir sumarfrí var í gær en ekki er gert ráð fyrir að opna þar aftur. Þórólfur sóttvarnalæknir segir viðbúið að smit berist inn í landið. Síðustu sprautur á lofti í Höllinni - Yfir 90 prósent hafa fengið einn bóluefnaskammt við Covid - Fimm smit greindust utan sóttkvíar á þriðjudag - 45 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, flestir bólusettir og enginn með alvarleg einkenni Efnisneysla Íslendinga er sú þriðja mesta í Evrópu, samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat, hagstofu Evrópusabambandsins. Efnisneysla er mælikvarði á magn hráefnis sem hagkerfi notar, bæði úr náttúru landsins og inn- flutt, að frádregnu því hráefni sem er flutt úr landi. Efst á listanum eru Finnland og Noregur. Gögnin fyrir Finnland eru frá 2020 en gögnin um Ísland og Noreg frá 2019. Hér var efnis- neysla 30,2 tonn á einstakling árið 2019 en meðaltal ESB var um 14 tonn sama ár og 13,4 tonn árið 2020. Vegir, ál og fiskur vega þyngst Það skýrist helst af neyslu Íslend- inga á steinefnum en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni skýr- ist það meðal annars af því að mikið magn þarf af hráefni til að byggja upp vegakerfið. Ísland er einnig of- arlega í neyslu á málmum. Þar er aðallega um að ræða báxíð og ann- að ál sem flutt er til málmvinnslu í álverum. Í neyslu Íslendinga á líf- massa vegur fiskveiði þyngst en að- eins hluti af þeim fiski sem veiðist nýtist til útflutnings. Á vef Hagstofunnar kemur fram að Ísland hafi verið með mestu efnissöfnun á einstakling í Evrópu þegar bygging Kárahnjúkavirkj- unar stóð yfir, enda var um að ræða stærstu einstöku framkvæmd í Evr- ópu á þeim tíma. Einnig hafi verið mikil aukning hér á landi á árunum 2016 og 2017 vegna innflutnings flugeldsneytis. esther@mbl.is 31,3 30,8 30,2 29,1 27,7 25,0 24,9 22,3 20,6 19,8 18,8 18,6 17,8 17,5 16,4 14,4 14,3 13,4 13,4 13,3 13,3 11,8 11,7 11,6 11,2 11,0 10,3 8,9 8,5 8,1 7,4 Efnisneysla á Íslandi og í nokkrum Evrópulöndum árið 2020 Tonn efnis á hvern íbúa Heimild: Eurostat *Tölur frá 2019 Fi nn la nd N or eg ur * Ís la n d * Rú m en ía Ei st la nd Sv íþ jó ð D an m ör k Ír la nd Lú xe m bo rg B úl ga ría Au st ur rík i Li th áe n Ký pu r Pó lla nd Po rt úg al U ng ve rja la nd Té kk la nd Þý sk al an d E S B m e ð a lt a l Le tt la nd Sl óv en ía B el gí a M al ta Sl óv ak ía Kr óa tía Sv is s* Fr ak kl an d G rik kl an d H ol la nd Sp án n Íta lía Steinefni Lífefni Orkuefni Málmar Efnisneysla á Íslandi mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.