Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 4

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ALMERÍA 16. - 27. JÚLÍ | 11 NÆTUR FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 79.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Unnur Freyja Víðisdóttir Esther Hallsdóttir Síðasti dagur bólusetninga í Laugar- dalshöll var í gær en ekki er gert ráð fyrir að Höllin verði nýtt aftur undir bólusetningar eftir sumarfrí heilsu- gæslunnar. Ákvörðun liggur ekki fyr- ir um áframhaldandi fyrirkomulag þeirra. Rúmlega 90 prósent einstaklinga 16 ára og eldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Co- vid hér á landi, en 83,5 prósent eru fullbólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra fékk sína seinni sprautu í gær. Hún sagði við mbl.is að fram- gangur bólusetninga hér á landi væri ævintýri líkastur og að Íslendingar mættu vera stoltir. „Ég held að engan hafi órað fyrir því hversu hratt vísindasamfélaginu tókst að búa til bóluefni gegn Covid-19 yfir höfuð og síðan hversu vel hefur gengið bæði að afla þessara bóluefna fyrir okkur hér og að skipuleggja bólusetn- ingarnar. Við getum verið mjög stolt af okkur sjálfum og þeim gangi sem hef- ur verið í bólusetningum. Samfélagið hefur verið mjög til í þetta. Það er mik- ill vilji í íslensku samfélagi. Svo hefur starfsfólkið á gólfinu unnið þrekvirki þannig að mér finnst þetta vera svolít- ið þeirra dagur í dag,“ sagði Svandís m.a. Meðal þeirra sem hafa haft yfirum- sjón með bólusetningum á höfuðborg- arsvæðinu er Ragnheiður Ósk Er- lendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Hún segir verkefnið hafa gengið vel og það sé samstöðu almennings og starfsfólks að þakka. „Það sem stendur helst upp úr í þessu öllu saman er frábært viðhorf almennings. Hversu vel hann hefur einhvern veginn tekið þessu verkefni, mætt vel og sýnt biðlund í biðröðum. Þetta er náttúrulega heljarinnar verkefni. Við höfum aldrei farið í svona stórt verkefni með þessum hætti áður,“ segir Ragnheiður. Eftirminnilegast í ferlinu þykir henni þegar starfsfólkið hljóp um bæ- inn til að koma út afgangsbóluefni, svo sem í vikunni þegar farið var með 75 skammta um borð í skipið Viking Jupiter. „Það hefur verið algert mottó hjá okkur að enginn skammtur fari til spillis. Við höfum lagt gífurlega vinnu í það að koma öllum skömmtum út til þeirra sem þurfa,“ segir hún. Ekki með alvarleg einkenni Fimm greindust með Covid utan sóttkvíar á þriðjudag, en þar af voru þrír bólusettir að fullu en tveir ekki. 45 manns eru nú í eftirliti hjá Co- vid-göngudeild Landspítalans með virkt smit. Langflestir þeirra eru bólusettir og enginn með alvarleg ein- kenni. Runólfur Pálsson, einn yfirmanna göngudeildarinnar, minnir á að þrátt fyrir að fólk sé að fullu bólusett þá fylgi smiti einangrun sem og sóttkví fyrir þá sem viðkomandi hefur um- gengst. Það sé mikið inngrip í líf fólks. Þá sé mikilvægt að halda áfram ein- staklingsbundnum sóttvörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir hefur sagt að viðbúið sé að smit ber- ist inn í landið. „Þá er það bara spurn- ingin hvort þessi útbreidda bólusetning hér haldi almennilega. Við vitum líka að þeir sem eru bólu- settir geta tekið smit, þannig að þetta er ekki óvænt. Það sem við bindum vonir við er að þeir sem eru bólusettir og taka smit veikist ekki eins alvar- lega og ef þeir væru óbólusettir. Er- lendar rannsóknir sýna það í raun og veru.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusett Síðasti dagur fjöldabólusetninga í Laugardalshöll fyrir sumarfrí var í gær en ekki er gert ráð fyrir að opna þar aftur. Þórólfur sóttvarnalæknir segir viðbúið að smit berist inn í landið. Síðustu sprautur á lofti í Höllinni - Yfir 90 prósent hafa fengið einn bóluefnaskammt við Covid - Fimm smit greindust utan sóttkvíar á þriðjudag - 45 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, flestir bólusettir og enginn með alvarleg einkenni Efnisneysla Íslendinga er sú þriðja mesta í Evrópu, samkvæmt nýjum gögnum frá Eurostat, hagstofu Evrópusabambandsins. Efnisneysla er mælikvarði á magn hráefnis sem hagkerfi notar, bæði úr náttúru landsins og inn- flutt, að frádregnu því hráefni sem er flutt úr landi. Efst á listanum eru Finnland og Noregur. Gögnin fyrir Finnland eru frá 2020 en gögnin um Ísland og Noreg frá 2019. Hér var efnis- neysla 30,2 tonn á einstakling árið 2019 en meðaltal ESB var um 14 tonn sama ár og 13,4 tonn árið 2020. Vegir, ál og fiskur vega þyngst Það skýrist helst af neyslu Íslend- inga á steinefnum en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni skýr- ist það meðal annars af því að mikið magn þarf af hráefni til að byggja upp vegakerfið. Ísland er einnig of- arlega í neyslu á málmum. Þar er aðallega um að ræða báxíð og ann- að ál sem flutt er til málmvinnslu í álverum. Í neyslu Íslendinga á líf- massa vegur fiskveiði þyngst en að- eins hluti af þeim fiski sem veiðist nýtist til útflutnings. Á vef Hagstofunnar kemur fram að Ísland hafi verið með mestu efnissöfnun á einstakling í Evrópu þegar bygging Kárahnjúkavirkj- unar stóð yfir, enda var um að ræða stærstu einstöku framkvæmd í Evr- ópu á þeim tíma. Einnig hafi verið mikil aukning hér á landi á árunum 2016 og 2017 vegna innflutnings flugeldsneytis. esther@mbl.is 31,3 30,8 30,2 29,1 27,7 25,0 24,9 22,3 20,6 19,8 18,8 18,6 17,8 17,5 16,4 14,4 14,3 13,4 13,4 13,3 13,3 11,8 11,7 11,6 11,2 11,0 10,3 8,9 8,5 8,1 7,4 Efnisneysla á Íslandi og í nokkrum Evrópulöndum árið 2020 Tonn efnis á hvern íbúa Heimild: Eurostat *Tölur frá 2019 Fi nn la nd N or eg ur * Ís la n d * Rú m en ía Ei st la nd Sv íþ jó ð D an m ör k Ír la nd Lú xe m bo rg B úl ga ría Au st ur rík i Li th áe n Ký pu r Pó lla nd Po rt úg al U ng ve rja la nd Té kk la nd Þý sk al an d E S B m e ð a lt a l Le tt la nd Sl óv en ía B el gí a M al ta Sl óv ak ía Kr óa tía Sv is s* Fr ak kl an d G rik kl an d H ol la nd Sp án n Íta lía Steinefni Lífefni Orkuefni Málmar Efnisneysla á Íslandi mikil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.