Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Síða 2

Fiskifréttir - 17.12.1999, Síða 2
2 FISKIFRETTIR 17. desember 1999 Fiskmarkaðir Umferöarmiðstöö fyrir fisk utan af landi — Við sáum um sölu á alls rúm- lega 4000 tonnum af fiski fyrstu 11 mánuði ársins og á sama tíma tókum við á móti um 8500 tonnum af fiski frá mörkuðum innan Reiknistofu fiskmarkaðanna úti á landi. Þessum fiski komum við til skila til kaupenda á höfuöborgarsvæðinu og í næsta ná- grenni, segir Ragnar Kristjánsson hjá Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Það má eiginlega segja að Hafnar- fjarðarmarkaðurinn sé orðinn nokkurs konar umferðarstöð fyrir fiskkör því Umbúðamiðlun er staðsett í húsnæði markaðarins og segir Ragnar að morg- unverkin á markaðnum séu yfirleitt fólgin í því að afferma bíla og koma fiski utan af landi til kaupenda og sjá um að körin skili sér til baka. Það er misjafnt hve mikið einstakir kaupendur eiga í farminum á flutningabílunum en það getur verið allt frá fimm kílóa lúðu og upp í 20 til 30 kör með fiski. Stund- um eru allt að 20 til 30 kaupendur um farminn þannig að ljóst má vera að það getur verið töluvert verk að dreifa afl- anum eftir að hann hefur borist til Hafnarfjarðar. Ragnar segir að frekar rólegt hafi verið yftr fiskuppboðum hjá markaðn- um síðustu dagana. Tíðarfarið hefur hamlað veiðiferðum smábáta og aðeins einn stór bátur hefur landað reglulega á markaðnum. Það er Hamrasvanur SH sem fengið hefur ágætan afla. AHir íslenskir markaðir Vikuna 5.-11. des. 1999 Hæsta Lægsta Meðal- Tegund verð verð verð Magn kr./kg kr./kg kr./kg kg Annar afli 270,00 70,00 98,78 8.058 Bland. 35,00 35,00 35,00 288 Blálanga 81,00 50,00 72,45 1.645 Gellur 375.000 300,00 332,14 491 Grálúða 185,00 155,00 171,20 108 Grásleppa 60,00 50,00 53,09 68 Hlýri 179,00 105,00 134,11 22.114 Hrogn 115,00 35,00 46,64 274 Háfur 20,00 20,00 20,00 105 Karfi 116,00 10,00 63,30 43.722 Keila 80,00 10,00 65,53 30.822 Kinnar 150,00 90,00 120,00 146 Langa 145,00 20,00 109,40 20.217 Langlúra 106,00 50,00 79,22 7.967 Litli karfi 2,00 1,00 1,95 279 Lúða 855,00 66,00 395,55 3.344 Lýsa 76,00 10,00 61,13 3.941 Steinb./hlýri 164,00 75,00 140,07 359 Sandkoli 89,00 60,00 80,94 14.983 Skarkoli 259,00 110,00 183,39 19.683 Skata 210,00 175,00 187,03 197 Skrápflúra 80,00 30,00 69,05 7.152 Skötuselur 380,00 70,00 303,93 4.043 Smokkfiskur 82,00 82,00 82,00 1.140 Steinbítur 180,00 60,00 137,60 64.553 Stórkjafta 66,60 10,00 47,70 320 Sólkoli 500,00 100,00 296,93 1.120 Tindaskata 10,00 5,00 7,76 6.410 Ufsi 76,00 15,00 65,02 96.910 Undmfis. 247,00 50,00 159,71 74.145 Svartfugl 75,00 40,00 70,11 339 Ýsa 197,00 65,00 146,94 256.290 Þorskalifur 200,00 20,00 42,18 505 Þorskur 236,00 70,00 157,22 296.327 Magn 989.430 Verðmæti 132. 538.430 — Ég tók við þessum báti um miðjan september en þar áður var ég með Viking 800 bát með sama nafni frá því í lok síðasta árs. Sá bát- ur var seldur til Grímseyj- ar. Við höfum róið frá Ólafsvík allt þetta ár og afl- inn nú í vetur hefur verið með hreinum ólíkindum. Við fengum tæp 70 tonn af þorski í níu róðrum í síð- asta mánuði og aflaverð- mætið var rétt tæpar átta milljónir króna. Við erum þrír á bátnum og hluturinn var 800 þúsund krónur eft- ir mánuðinn eða tæpar 100 þúsund krón- ur á úthalds- dag. Menn gera það ekki betra á frysti- togurunum eða öðrum fiskiskipum í íslenska flot- anum, segir Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri á smábátnum Hópsnesi GK 77, í samtali við Fiskifréttir en Arnar og félagar hans hafa fískað ótrúlega á lín- una nú í vetur. Hópsnes GK er sex brúttórúm- lesta plastbátur og er hann í eigu Stakkavíkur í Grindavík. Að sögn Arnars fór hann í fyrsta róðurinn á þessum báti 17. september sl. og hann segir aflann frá því í haust vera alls um 100 tonn af þorski, 25 tonn af ýsu og smávegis af keilu og löngu. — Við löndum þorskinum óslægðum á fiskmarkað í Olafs- vík og meðalverðið fyrir þorskinn var 124 kr/kg hjá okkur í nóvem- ber. Besti róðurinn okkar var 2. nóvember sl. en þá fengum við rúm 11,6 tonn af hreinum þorski í lögninni. Aflaverðmætið var 1700 þúsund krónur. Við róum með 36 bala þannig að þessi afli samsvar- ar vel á fjórða hundrað kílóum af þorski á balann. Þennan afla feng- um við austan við hólfið á Flákan- um en þar er engu líkara en hægt sé að ganga að þorskinum vísum. Við fengum 10,7 tonn af þorski á þessum stað 17. nóvember sl. og ferðinni er heitið þangað á morg- un. Það er pottþétt að við fáum ekki undir átta til níu tonnum af þorski í þeim róðri. Það klikkar ekki, segir Arnar en þess má geta að rætt var við hann sl. mánudag. Ýsan lætur bíða eftir sér Að sögn Arnars er Hópsnesið á Arnar Þór Ragnarsson skipstjóri á Hópsnesi GK Hópsnes GK (Mynd: Jón Sigurðsson) 800 þúsund króna hlutur fyrlr níu daga á s/ó í nóvember svokölluðu þorskaflahámarki og þorskkvóti bátsins er um 300 tonn. Aðrar tegundir s.s. ýsa og steinbít- ur eru utan kvóta og því er mikil- vægt að reyna að veiða sem allra mest af aukategundunum með þorskinum. — Við erum alltaf á höttum eftir ýsu en hún hefur látið bíða eftir sér það sem af er vetri. Við vorum að fá mjög góðan ýsuafla í nóvember og desember í fyrra en það er eins og að hlýi sjórinn hér í Breiðafirð- inum hafi seinkað ýsunni. Við bíð- um eftir henni og eftir áramótin byrjun við fljótlega að svipast um eftir steinbítnum, segir Arnar en þess má geta að til þess að auka möguleikana á ýsuveiði þá eru 20% línunnar beitt með sandsíli á móti um 80% af smokki. Arnar segir þorskinn hafa verið mjög góðan í vetur. Uppistaðan í aflanum er fimm til sex kílóa þorskur en hins vegar hafi þorskur- inn verið mun blandaðri af stærð þegar aflinn var hvað mestur. Þá hafi verið töluvert um tveggja og hálfs til þriggja kílóa þorsk. Allir á netaveiðar ef aukategundir með þorsk- inum verða settar í kvóta Það kemur fram í spjallinu við Arnar að ein af ástæðunum fyrir því hve aflabrögðin hafí verið góð sé sú að margir bátar við Breiða- fjörð hafi ekki nægan þorskkvóta til þess að geta farið með veiðar- færi á svæði þar sem vitað er að uppistaðan í aflanum er þorskur. — Það má segja að við höfum eiginlega verið einir um hituna. Samt höfum við reynt að treina kvótann og hvíla veiðisvæðið og það er engin spurning að það hefur mikið að segja. Við höfum komið að þessi svæði ósærðu og það vantar ekki mik- ið upp á að hægt sé að skammta sér aflann. Tíðar- farið er það eina sem við ráðum ekki við en það hefur verið leið- inlegt í vetur, segir Arnar en honum líst ekki vel á það að þorskaflahámarksbátarnir þurfi frá og með næsta fiskveiðiári að leggja til kvóta á móti öllum kvótabundnum aukategundum sem veiddar eru með þorskinum. — Mér líst illa á þessa ákvörð- un. Þetta mun leiða til mikillar fækkunar smábáta og þeir, sem eftir verða, munu krefjast þess að fá að veiða kvóta sinn í net í stað þess að stunda kostnaðarsamar línuveiðar. Það er miklu ódýrara að stunda netaveiðar. Fyrir vikið munum við allir fara að veiða stóra þorskinn og allur aflinn mun fara til vinnslu hjá Stakkavík í Grindavík. Saltfiskverkunarfyrir- tækin vilja helst bara þorsk sem er átta kíló eða þyngri og það verður því sótt í hann af enn meiri krafti en nú er gert. Þá held ég að menn hafi ekki hugsað þetta mál til enda hvað varðar landsbyggð- ina. Þessir litlu línubátar skapa gríðarlega atvinnu út um allt land. Við erum þrír á þessum báti og það eru fimm manns í vinnu við að beita fyrir okkur í landi. Það eru því átta manns sem byggja af- komu sína af útgerð þessa eina báts og þá tel ég ekki með þau störf sem vinnsla aflans og þjón- usta við bátinn skapar í landi, seg- ir Arnar Þór Ragnarsson en er Fiskifréttir náðu tali af honum þá var hann að veiðum í Kolluálnum og samsvaraði aflinn um 150 kflóum af fiski á balann. Hlutfall ýsu í aflanum var komið upp í 30% og sagðist Amar vera bjart- sýnn á að ýsan væri loksins að skila sér. FRETTIR Utgefandi: Fróði hf. Héðinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík Pósthólf 1120, 121 Reykjavík Sími 515 5500 Netútgáfa Fiskifrétta: www.fiskifrettir.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson fiskifrettir@frodi.is Ritstjórnarfulltrúi: Eiríkur St. Eiríksson eirikur@frodi.is Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir hertha@frodi.is Ritstjórn: Sími 515 5610 Telefax 515 5599 fiskifrettir@frodi.is Auglýsingar: Sími 515 5558 Telefax 515 5599 Áskrift og innheimta: Sími 515 5555 Telefax 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf Askriftarverð fyrir hvert tölublað: Greitt m. greiðslukorti: 299 kr/m.vsk Greitt m. gíróseðli: 339 kr/m.vsk Lausasöluverð: 399 kr/m.vsk Handbókin SJAVARFRETTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert.

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.