Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Side 11

Fiskifréttir - 17.12.1999, Side 11
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 11 Texti: GE Myndir: GE og Albert Haraldsson i BYLTIN TROLLSVEIÐUM Þantroll „Með CLORIU þantrollinu veiðist mun meiri fiskur en áður, hann fælist síður og streymir jafnt og þétt aflur í þokann. Það helst miklu betur klárt heldur en hefðbundin troll, ekki sist þegar togað er I miklum straumi og þegar snúið er með það. Tæknin felst I þvi að garnið I trollinu er réttsnúið og rangsnúið og þegar straumurinn fer eftir snúningnum á leggjunum myndast kraftur sem þenur út trollið." I I a A AM \ I kl Arngrímur Brynjólfsson H Ann ■ íu skipstjóri á Þorsteini EA saman á vissum tímum sólarhrings og á vissum stöðum. Sumir staðir gefa afla á daginn, aðrir á nóttunni og enn aðrir í morgunsárið. Fiskur- inn er brellinn og maður verður að vera stundvís á hann. Þá virðist hann vera viðkvæmur fyrir hljóð- um. Það þýðir ekki að fara yfir veiðistaðina til að tékka á honum og koma svo aftur, því þá hafa torf- urnar splundrast. Maður ferður að kasta beint á hann,“ segir Albert. Það er enginn kvóti á besuko og heldur ekki á rauðserknum. Gefin eru út veiðileyfi og þeir sem þau fá mega veiða eins mikið og þeir vilja. Þrátt fyrir það hafa ekki margir sótt í rauðserkinn. „Ætli við höfum ekki verið hvað harðastir í því. Sumir halda að aðeins sé hægt að taka rauðserkinn í botntroll en ég hef einnig veitt hann í flottroll með góðum árangri og þá á nótt- unni á 120-150 metra dýpi. Á dag- inn leggst hann á erfiðan botn niðri á 300-400 metrum,“ segir Albert. Lýsingurinn er mikilvægasta botnfisktegundin í Chile og er heildarkvótinn um 80 þús. tonn á ári. Kvótanum er deilt niður á alla mánuði ársins og síðan keppa skip- in um að ná sem mestu áður en kvóti hvers mánaðar er búinn, eins og fram kom hér í upphafi. Eins og nærri má geta er erfitt að stjórna því að ekki sé fiskað umfram kvóta í hvert sinn. Veiðileyfin fyrir lýsing eru að mestu í höndum tveggja fyr- irtækja í Talcahuano, Bio Bio og E1 Golfo. Gamlir íslenskir togarar Segja má að Talcahuano sé mið- stöð sjávarútvegs í Chile. Við för- um niður á hafnarsvæðið í fylgd Alberts og furðum okkur á fjölda togara sem liggja úti á ytri höfn- inni. Ástæðan er sú að bryggju- pláss er ekki meira en svo að togar- amir geta aðeins komið að hafnar- kantinum til þess að landa en verða síðan að liggja við festar utan við höfnina. Meðal skipanna sem blasa við augum okkar er skip Alberts, sem heitir Bonn, og annar rauð- málaður togari sem okkur er tjáð að sé gamli Bessi ÍS. Tveir aðrir fyrrum íslenskir togarar eru gerðir út frá staðnum, Jón Baldvinsson RE og Björgvin EA, nú báðir í eigu fyrirtækisins E1 Golfo. Nýsmíðaða togara er hvergi að sjá og Albert segir það stafa af því að útgerðar- menn hafi ekki hingað til haft trú á að botnfiskveiðar stæðu undir miklum fjárfestingum. Því hafi þeir í mörgum tilfellum keypt gömul skip frá Evrópu, m.a. frá norskum skipasmíðastöðvum sem tekið hafi eldri skip upp í nýsmíði. S s brestur er kominn í hrossamakríl- stofninn. „Komið hefur í ljós að alltof mikið var veitt af ungum hrossa- makríl sem gerir það að verkum að núna 3-4 fjórum árum síðar vantar stóra makrílinn alveg í veiðina. Smái makrílinn skilaði sér aldrei á land því bannað er að landa makríl undir ákveðnum stærðarmörkum. Ef það er gert eru nætur skipanna innsiglaðar og því þurfa útgerðirn- ar annað hvort að borga sektina eða fá sér nýja nót. Þetta bann er auð- vitað gert í verndunarskyni en leið- ir hins vegar til þess að smáfiskin- um er fleygt dauðum í sjóinn aftur og hann kemur engum að gagni. Því miður eru menn ennþá að stunda þessa iðju í leit sinni að stærri makríl og þar með að grafa sína eigin gröf. Það eru 140 nót- veiðiskip á þessu svæði og þau hafa leitað skipulega í lögsögunni að stóra hrossamakrílnum en engan fundið,“ segir Albert. Gjaldþrotahrina Heildaraflinn í Chile minnkaði úr 8 milljónum tonna árið 1994 í Rauð steypa í trollpokanum. Rauðserkurinn festist svo ræki- lega saman að tína þarf hann úr pokanum með höndunum, fisk fyrir fisk. Þetta verk getur tekið upp undir sólarhring þegar vel fiskast og er ekki vinsælt starf eins og nærri má geta. (Mynd: AH). Vænt rauðserkshol komið inn á dekk á togaranum Bonn. (Mynd: Albert Haraldsson). Öðru máli gegnir um uppsjávar- veiðiflotann. Hann hefur verið endurnýjaður að stórum hluta með nýsmíði bæði í Chile og Noregi. Að sögn Alberts er um að ræða öfl- ug skip með sjókælitönkum og afar kröftugum vindum. „Makrílinn er erfitt að taka í nót og því hafa út- gerðir í Evrópu mikið til gefxst upp á því og veiða þennan fisk nú aðal- lega í flottroll. I Chile er makríllinn hins vegar veiddur á afar kraftmikl- um nótaskipum. Það er ótrúlegt að sjá þá taka 850 faðma nót inn í 40- 45 mínútum. Þeir eru farnir að snurpa þegar um 30% af nótinni hefur verið hífð,“ segir Albert. Smáfískadráp á hrossamakrfl Utgerðir og sjómenn í uppsjáv- arveiðum í Chile, og reyndar Perú líka, hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu misserin vegna E1 Nino hamfaranna sem valdið hafa gífurlegu aflahruni, einkum á ansjósu. Þar við bætist að 6,4 milljónir árið 1997 og áfram niður í 3,8 milljónir tonna árið 1998. Samdráttarins gætir ein- göngu í uppsjávarveiðum. Eins og gefur að skilja hrykktir í stoðum þessarar greinar sjávarútvegsins, enda hefur fjöldi útgerða orðið gjaldþrota og þær bræðslur sem enn eru í gangi eru reknar á hálfum afköstum. I ökuferð Fiskifrétta með Albert um hafnarsvæðið í Talcahuano gat að líta nokkrar stærstu fiskimjölsverksmiðjur í Chile, sem áður gátu brætt allt að 10 þús. tonn af fiski á sólarhring en verða nú að sætta sig við brot af því. Eins og að líkum lætur eru öll þessi fyrirtæki í miklum fjárhags- legum erfiðleikum, ekki síst þau sem nýlega höfðu fjárfest í nýjum skipum, en ný fiskiveiðilög fyrr á þessum áratug hrundu af stað mik- illi nýsmíði fiskiskipa, eins og fram kom í frásögn af skipasmíð- um í Chile í Fiskifréttum nýlega. Einnig var fjárfest ótæpilega í fiskimjölsverksmiðjum enda var þá

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.