Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Síða 16

Fiskifréttir - 17.12.1999, Síða 16
16 FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 íslenskir sjómenn erlendis lfamdaÆ króna og að því leyti megi fyllilega bera stöðu bestu suður-afrísku togaranna saman við stærri frysti- togarana hérlendis. Suður-afríska landhelgin er sem óplægður akur I síðustu veiðiferð fór Hlöðver með Boronia um 400 sjómflna leið austur í Indlandshaf og þar segist hann víða hafa fengið mjög góðan afla á áður óþekktum togslóðum. Hlöðver þurfti að bregða sér í stutta ferð til Islands vegna fráfalls föður síns eftir þessa veiðiferð og hann segir að þótt hann hafi aðeins verið heima í eina viku þá hafi vart liðið sá dagur að ekki hafi verið hringt í hann frá útgerðinni og hann spurður hvort hann kæmi ekki örugglega fljótlega til baka. — Stjórnendur útgerðarinnar eru mjög spenntir fyrir veiðimögu- leikunum í Indlandshafi og lýsing- urinn sem við veiddum þar í kalda botnsjónum lflcaði mjög vel. Gall- inn er hins vegar sá að fyrirtækið hefur enga aðra skipstjóra en mig sem hafa tök á því að veiða á þess- um slóðum. Þetta held ég að komi til með að breytast smám saman. Fyrirtækið er nýbúið að kaupa tvo nýja og öfluga ísfisktogara frá Spáni og nú er verið að leita að ný- legum frystitogara á borð við Boroniu. Það er vilji fyrir því að nýta sérþekkingu Islendinga á veiðarfærum og veiðitækni og ég gekk t.d. frá kaupum á nýju Glor- íutrolli frá Hampiðjunni á meðan ég var hér heima. Ég er nokkuð viss um að skipunum mun fækka en þess í stað munu stjómendur Irwin & Johnson leggja áherslu á að fá stærri og öflugari skip til veiðanna. Það segir sitt um ástand mála að enginn hefur kannað tog- slóðina fyrir neðan 400 faðma en það er það dýpsta sem ég hef togað á. Hafsvæðið á 400 til 800 faðma dýpi hefur ekkert verið kannað og ég held að landhelgi Suður-Afríku sé best lýst með því að segja að hún sé óplægður akur. Það veit enginn hvað leynist þarna niður í djúpinu. Veiðarnar í dag miðast við lýsing og síðan eru stundaðar veið- ar á hrossamakríl og svo smokk- fiski í Indlandshafí auk hefðbund- inna strandveiða á humri og fleiri tegundum. Það er búið að loka öll- um sóknarfærum í útgerð útlend- inga í landhelgi Suður-Afríku þannig að ég held að það þýði ekk- ert fyrir Islendinga að hugsa um að hasla sér völl á því sviði nema með því þá að kaupa sig inn sem minni- hlutaeigendur. Sóknarfærin fyrir Islendinga eru hins vegar ótvíræð á Mynd af lóðningu á dýptarmæli um borð í Boroniu. Lýsingurinn heldur sig í góðri torfu skammt fyrir ofan botninn Gott lýsingshol komið inn á dekk LÖNPUN EHF. Box 1517-121 Reykjavík Sími: 552 9844 • Fax: 562 9840 svikum. Þá eru menn varkárir og seinteknir hvað varðar nýjungar en sá hugsunarháttur er sem óðum að breytast. Ef rétt er haldið á málum þá tel ég að mörg íslensk fyrirtæki geti átt blómleg viðskipti við út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Suður-Afríku á komandi árum, segir Hlöðver Haraldsson. sviði veiðarfæra og sérfræðiþekk- ingar hvað varðar veiðar, vinnslu og markaðssetningu afurðanna. Stjórnendur útgerðarfyrirtækja í Suður-Afríku þekkja mæta vel til fyrirtækja eins og Hampiðjunnar og J. Hinrikssonar en ég held að til þess að ná virkilegum árangri þá þyrftu íslenskir veiðarfærafram- leiðendur að bjóða suður-afrísku útgerðunum upp á sérstök kynn- ingarverð. Það verður að segjast eins og er að heimamenn hafa ekk- ert alltof góða reynslu af viðskipt- um við útlendinga og það er búið að spilla mörgum góðum við- skiptamöguleikum með prangi og

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.