Fiskifréttir - 17.12.1999, Qupperneq 18
18
FISKIFRETTIR 17. desember 1999
Verferðir
He/ma sitja meyjar
og mæöast af sorgum
Allt frá upphafi fslandsbyggðar og fram á tuttugustu öld tíðkuðust
miklir „þjóðflutningaru ár hvert á fslandi. Flestir verkfærir karlmenn
yfirgáfu þá sveitirnar og héldu í verið.
Ferðir þeirra í og úr veri voru oft harðsóttar, enda farnar um veg-
leysur um hávetur. En yfir þeim var einnig ævintýraljómi og þjóðsögur
um ferðahrakninga vermanna og samskipti þeirra við útilegumenn,
álfa og tröll, jafnt sem byggðamenn, eru fjölmargar. En raunveruleik-
inn var líka stundum öllum þjóðsögum magnaðri.
Nálægð við gjöful mið réð mestu um útróðrarstaði. Alls staðar þurftu menn að glíma við hafnleysi og treysta á guð og lukkuna um hvort land-
taka væri fær að loknum róðri. Myndin er úr bókinni Sjósókn og sjávarfang og er af skipinu Sigursæli sem var í eigu Guðjóns Jónssonar í
Hallgeirsey.
Þótt íslenskt samfélag hafi verið
talið bændasamfélag allt frá upp-
hafi Islandsbyggðar og fram undir
miðja tuttugustu öldina er ljóst að
allt frá fyrstu tíð hafa Islendingar
mjög verið háðir sjósókn og sjávar-
fangi. Þeir landnámsmanna sem
hingað komu frá Noregi voru flest-
ir frá héruðum þar sem menn
kunnu vel til fiskveiða og fiskur
var meginhluti daglegrar fæðu.
Eins má ætla að þeir sem hingað
komu frá Bretlandseyjum hafi ver-
ið frá strandhéruðum þar sem fisk-
veiðar voru mikilvæg atvinnu-
grein.
Islenskt bændasamfélag þróaðist
snemma á þann veg sem stóð um
aldir. Byggð var mest og þéttust
þar sem landnytjar voru bestar en
þegar fólki fjölgaði færðist byggð-
in meira inn til dala og jafnvel upp
til heiða þar sem möguleikar til bú-
skapar voru harla takmarkaðir og
fólk bjó við svo þröngan kost að
ekkert mátti út af bera til þess að
ekki færi illa. Þegar á landnámsöld
hafa komið hallærisár og orðið
mannfellir. Vert er þó að gefa því
gaum að þá virðist hallærið ekki
hafa orsakast af kuldatíð, eldgos-
um eða annarrri slíkri óáran heldur
fyrst og fremst vegna þess að sjáv-
arafli brást. Þannig getur Grettis
saga slíks hallæristíma er sjávarafli
og reki brugðust og „stóð svo yfir í
mörg ár,“ segir þar.
I íslenskum fornritum er víða
fjallað um fiskveiðar og er ekki
fráleitt að landið hafi fullbyggst á
svo skömmum tíma sem raun ber
vitni af þeirri ástæðu að sjávarafli
var mikill og stutt að sækja. Höfðu
menn vart kynnst öðru eins og
veiðihugurinn verið mikill. Þannig
segir t.d. Landnáma frá fyrri ferð
Flóka Vilgerðarsonar er hann hafði
vetursetu í Vatnsfirði að „þá var
fjörðurinn fullr af veiðiskap, ok
gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá
heyjanna, ok dó allt kvikfé þeirra
um veturinn." Talað er um Island
sem „veiðistöð" á fleiri en einum
stað og þess sérstaklega getið að
þar sé veiði að hafa allan ársins
hring. I Laxdælu segir t.d. frá því
er Björn og Helgi, synir Ketils flat-
nefs, voru að reyna að fá föður sinn
með sér til Islands þá gátu þeir um
að þar væri „fiskastöð öllum miss-
erurn". Ekki varð Ketill upprifinn
af þessum fréttum og sagði að í þá
veiðistöð kæmi hann aldrei á gam-
als aldri.
Fyrsti sægreifinn?
Margt bendir til þess að þeir
landnámsmenn sem fyrstir komu
til landsins hafi valið sér búsetu
með tilliti til þess hvaðan var styst
og best að sækja á miðin. Þeir sem
á eftir komu urðu því að gera sér að
góðu staði þar sem rýrari kostur
var til sjávarróðra eða þá að sækja
til þeirra er komið höfðu sér fyrir
og róa með þeim. Er ekkert efamál
að mjög snemma hafa orðið til út-
róðrarstaðir og vísir að ver-
mennsku þótt raunar sé ekki mikið
um það fjallað í fornum sögum. I
Bandamanna sögu er þess þó getið
að Oddur Ofeigsson á Reykjum í
Miðfirði yfirgaf föðurhús þegar
hann var tólf vetra. Tók hann með
sér „vað af þili og öll veiðarfæri“
og hélt út á Vatnsnes þar sem hann
komst í skipsrúm og var þar í þrjá
vetur og þrjú sumur. Að þeim tíma
loknum hafði hann efnast svo að
hann gat keypt sér hlut í ferju sem
gekk milli Vatnsness og Stranda
„og flytr farma norðan, viðu ok
hvali ok fiska.“ Er Oddur Ófeigs-
son raunar fyrsti íslendingurinn
sem sögur fara af að hafi efnast vel
á fiskveiðum og útvegi.
Þegar kemur fram á þjóðveldis-
öld hafa lifnaðarhættir Islendinga
sjálfsagt færst í nokkuð fastar
skorður. Búskapur eða hefðbund-
inn landbúnaður, kvikfjárrækt, var
undirstaðan en sjávarútvegurinn og
það sem hann gaf af sér voru ekki
síður mikilvægt lifibrauð lands-
manna. títróðrarstaðir urðu til,
staðir, sem menn tóku að sækja
víða að, á ákveðnum árstímum til
þess að afla sér og sínum viðurvær-
is. Þótt ekki fari miklum sögum af
því hvar þessir staðir voru í önd-
verðu má ætla að þeir hafi verið þar
sem síðar urðu mikilvægar og fjöl-
sóttar verstöðvar. Dæmi um slfkt
eru Vestmannaeyjar en Landnáma
segir frá því að Herjólfur, sonur
Bárðar Bárekssonar, hafi fyrstur
byggt þær og bjó hann í Herjólfs-
dal. „Ok átti einn allar eyjarnar.
Þær liggja fyrir Eyjasandi, en áður
var þar veiðistöð ok engra manna
vetrseta.“
Útvegurinn kemst í
fastar skorður
í fyrstu mun útgerð frá ver- eða
veiðistöðvum hafa verið ferns kon-
ar. í fyrsta lagi var um að ræða
svokölluð heimaver, en þau voru
við þá bæi þar sem skammt var á
miðin og róðrarmenn dvöldu
heima hjá sér að næturlagi. í öðru
lagi voru útver sem voru skilgreind
þannig í máldaga frá miðri fjórt-
ándu öld að þau væru þar sem
menn kæmu til róðra og færu ekki
heim að kvöldi og voru menn sem
stunduðu róðra þaðan kallaðir út-
róðrarmenn. í þriðja lagi var svo
um að ræða svokölluð viðleguver,
en það voru þeir útgerðarstaðir þar
sem aðkomumenn reru frá á
ákveðnum árstímum og fengu inni
á heimilum bænda á vertíðinni.
Smátt og smátt mun útgerð frá við-
leguverunum hafa orðið svo um-
fangsmikil að þeir sem þaðan reru
tóku að reisa sér tjöld eða skýli á