Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Page 30

Fiskifréttir - 17.12.1999, Page 30
30 FISKIFRETTIR 17. desember 1999 Stórir fiskar Skata gýtur pétursskipi um borð í Árna Friðrikssyni. Mynd/Fiski- fréttir: Heiðar Marteinsson. Skatan var halalaus og alsett kýlum — segir Jón Bogason sem veiddi risastóra skötu í Breiöa- firöi fyrir rúmri háifri öíd — Það vantaði ekki að skatan var geysistór en ekki var hún falieg. Það vantaði á hana hal- ann og hún var öll í kýlum. Satt best að segja var hún lítið ann- að en brjóskið og ég held að hún hafi verið komin að því að drep- ast, segir Jón Bogason um stór- skötuna sem hann veiddi vestur af skerinu Klofningi á Breiða- firði árið 1946 eða 1947. Jón Bogason fæddist í Flatey árið 1924 og þar ólst hann upp. Hann fór ungur til sjós en síðustu 20 ár starfsævinnar vann hann sem rannsóknamaður hjá Haf- rannsóknastofnun, mest við botn- dýrarannsóknir og aldursákvarð- anir á þorskfiskum. Hann safnaði um árabil helstu botndýrum hér við land og er safn Jóns, sem sam- anstendur af um 2000 botndýrum, nú varðveitt á Náttúrufræðistofn- un Islands. Jón var liðlega tvítugur að aldri þegar hann fór í hinn eftirminni- lega róður frá Flatey og var ferð- inni heitið á miðin við Klofning sem er um eina mflu vestan við Flatey. — Eg átti smá dekkpung á þessum árum en vélin var biluð og því fór ég í róðurinn á litlum árabáti. Það tók mig rúman klukkutíma að róa frá Flatey á miðin en á þessum slóðum hafði ég oft fengið góðar lúður á hand- færin. Þegar ég setti í skötuna þá hélt ég fyrst að ég hefði sett í stór- lúðu. Fiskurinn lá þungt í og hreyfði sig lítið og ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að kalla á menn sem voru á bátum ekki langt undan. Mjög stórar lúður geta hæglega velt svona litlum jullum og ég var kominn á frems- ta hlunn með að kalla á aðstoð þegar ég sá að fiskurinn var skata en ekki lúða. Það þarf að hafa sér- stakt lag á að innbyrða svona stóra fiska og það þýðir ekkert að taka þá beint inn fyrir borðstokk- inn því þá hvolfa þeir bátnum. Mér tókst þó að innbyrða þessa skepnu og þegar hún var komin um borð þá sá ég að halann vant- aði á hana og að hún var alsett kýlum og greinilega að dauða komin. Ég sá strax að það yrði aldrei hægt að nýta þennan fisk og því henti ég honum, segir Jón en hann áætlar að lúðan hafi ver- ið um tveir metrar á breidd. Sam- kvæmt því hefur hún örugglega verið þriggja metra löng ef halinn er talinn með og ekki munu vera dæmi um að stærri skata hafi veiðst hér við land. Þess má geta að stærstu lúð- urnar sem Jón veiddi á litlu jull- unni voru um 60 pund að þyngd en hann sagðist oft hafa fengið mun stærri lúður á haukalóð að haustlagi en lúðan gengur yfirleitt út úr Breiðafirðinum á tímabilinu frá september og fram í desem- ber. Jón segir að lúðugengd hafi verið farin að minnka í Breiða- firði um þetta leyti og það hafi þótt gott að fá eina væna lúðu á dag. Hann minnist þess að þegar hann var bam að aldri hafi Flatey- ingar oft verið að fá 10 til 15 lúð- ur eftir daginn og mesti lúðuafli, sem hann hafi heyrt um í Breiða- firði, sé um 100 lúður eftir dag- inn. Þann afla fékk Víkingur AK á svæðinu frá Flatey og inn undir Svefneyjar. Framhald af bls. 29 á línu í Miðnessjó í apríl 1941. Einu upplýsingarnar um þennan stórþorsk er að finna á gömlu mæliblaði sem talið er að sé frá Árna Friðrikssyni fiskifræðingi. Ekkert er vitað um þyngd þorsks- ins en ekki er ósennilegt að hann hafi verið nálægt 60 kflóum að þyngd. Það má annars vegar byggja á því að árið 1926 er sagt að tæplega tveggja metra langur þorskur, sem vó 73 kíló, hafi veiðst á Nýfundnalandsmiðum. Hins veg- ar er vitað um nokkra 167 sentí- metra langa þorska af íslandsmið- um sem voru 40 til 45 kfló. Þar af veiddist einn í Berufjarðarál árið 1991 og vó hann 45 kfló, slægður og gellulaus. Stærsta ýsan á Islandsmiðum var 109 sentímetra löng og veiddist hún á línu út af Arnarfirði árið 1991. Nefnir Gunnar að lengsta ýsa sem sögur fara af í heiminum hafi verið 112 sentímetra löng. Það var áhöfnin á Geysi BA frá Bíldu- dal sem fékk stóru ýsuna út af Arn- arfirði en Ársæll Egilsson, sem var skipstjóri á Geysi á þeim tíma, seg- ist ekkert muna eftir þessum stóra fiski enda mun ýsan hafa verið komin inn í frystihúsið á Bíldudal þegar menn veittu því athygli að þessi fiskur bar höfuð, hnakka- stykki og eyrugga hátt yfir aðrar ýsur sem menn höfðu séð. Jakob Kristinsson, sem var framkvæmda- stjóri útgerðarinnar og fiskvinnsl- unnar, man eftir umræðunni um stóru ýsuna en henni var þó ekki haldið til haga heldur var hún flök- uð og fryst fyrir erlendan markað. Sennilega myndi rúmlega metra löng ýsa vekja miklu meiri eftirtekt í dag en fyrir átta árum enda hefur meðalþyngd ýsunnar farið lækk- andi og uppistaðan í aflanum nú er ýsa sem er 1,0 til 1,8 kfló að þyngd. Vill enginn mæla karfann? Stærsti ufsinn veiddist í Miðnes- sjó árið 1971. Hann var 132 sentí- metra langur og ekki segist Gunnar vita til þess að aðrar upplýsingar hafi verið varðveittar um þann fisk. Stærsta keilan var veidd í utan- verðu Háfadjúpi árið 1987 og var hún 120 sentímetra löng. Engar upplýsingar virðast vera til um stærstu lönguna en vitað er um 153 sentímetra blálöngu þótt upplýs- ingar um ár og stað vanti. Gríðarstór steinbítur veiddist árið 1996 við Vestmannaeyjar og var hann 124 sentímetrar að lengd. Frændi hans hlýrinn virðist hins vegar dafna betur því árið 1992 veiddist 142 sentímetra hlýri á Papagrunni. Af einhverjum ástæðum hafa menn lítið gert af því að slá mál- bandi á karfa en í skjölum Haf- rannsóknastofnunar eru upplýsing- ar um mjög stóran litla karfa sem veiddist SV af Reykjanesi árið 1991. Sá var 38 sentímetra langur. Það ætti því að vera verðugt verkefni fyrir sjómenn að mæla virkilega stóra karfa og hver veit nema að þeir kæmust í metaskýrsl- ur Hafrannsóknastofnunar fyrir vikið. 85 sentímetra skarkoli! Af flatfiskum veiðast margar tegundir hér við land. Stærsta stór- kjaftan veiddist í Háfadjúpi árið 1992 og var hún 65 sentímetra löng. Lengsta langlúran var hins vegar einum sentímetra lengri og veiddist hún í Hornafjarðardjúpi árið 1996. Stærsta skrápflúran var hins vegar 52 sentímetrar að lengd og hún mætti örlögum sínum á Papagrunni árið 1993. Vitað er um 49 sentímetra langan sandkola sem veiddist á Grindavíkurleir árið 1993 og lengsta þykkvalúran mun hafa verið 55 sentímetra löng. Til að finna heimildir um stærsta skar- kolann þarf að leita í smiðju til ekki ómerkari manns en Bjarna Sæmundssonar en í gögnum hans eru upplýsingar um 85 sentímetra langan skarkola frá árinu 1926. Risastór grálúða, heilir 122 sentí- metrar, veiddist á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls í maí árið 1992 og var Sturlaugur H. Böðvarsson AK í y' Dr. Gunnar Jónsson. Mynd/ Fiskifréttir: Sigurjón Ragnars- son. þar að verki. Virðast menn ekki hafa veitt þessum stóra fiski sér- staka athygli fyrr en hann var kom- inn inn á gólf á Faxamarkaði þar sem hann var sleginn hæstbjóð- anda. Næst stærsta grálúðan mun vera 115 sentímetra löng og veidd- ist hún á Ölæðisbankanum. Árið 1996 er svo færður til bókar 134 sentímetra skötuselur. Hann veidd- ist á Öræfagrunni og vó hvorki meira né minna en 26,9 kíló. Á sama grunni veiddist svo 125 sentí- metra langur sædjöfull í mars 1994. Stærsta lúða, sem vitað er til að veiðst hafi á Islandsmiðum, var heilir 3,65 metrar að lengd og fékkst sá happadráttur árið 1935 undan Norðurlandi. Stærsta skatan, sem reyndar er vitnað til annars staðar í þessari samantekt, veiddist á Breiðafirði árið 1946 eða 1947 og var áætluð lengd hennar um þrír metrar. Mesta mæld lengd á skötu er hins vegar 2,52 metrar og veidd- ist sú skepna við Vestmannaeyjar árið 1910. Rétt í blálokin á þessari upptaln- ingu má svo nefna að stærsti háfur- inn mun hafa verið 114 sentímetrar að lengd og veiddist sá vestur af Selvogsbankatá árið 1971. Heim- ildir um lengstu síldina eru hins vegar mun eldri því árið 1955 Hoffell SU fékk risaþorsk í trolliö í maí 1991: Þorskurinn var næstum því eins langur og skipstjórinn — Ég gleymi þessum þorski seint. Hann skar sig vel úr öðr- um afla í trollinu enda var hann næstum því eins langur og ég. Við létum Hafrannsóknastofn- unina strax vita af þessum fiski og kokkurinn lét þau skilaboð fylgja að gellan ein hefði dugað í mat fyrir aðra vaktina um borð. Þetta segir Högni Skaftason, fyrrum skipstjóri á ísfisktogaran- um Hoffelli SU frá Fáskrúðsfirði, en áhöfnin á Hoffellinu fékk óvenju stóran þorsk í trollið í Berufjarðarálnum í maímánuði 1991. Þorskurinn reyndist vera 167 sentímetrar á lengd og slægður og gellulaus vó hann 45 kíló. Við frekari rannsóknir á kvörnunum úr þorskinum, sem var hængur, kom í ljós að hann var 18 ára gamall. Að sögn Högna var strax gert að þorskinum eins og öðrum afla. Hins vegar þótti þetta það merki- legur fengur að ákveðið var að hafa samband við Hafrannsóknastofn- unina. í framhaldinu var hægt að aldursgreina þorskinn og auk þess fékk stofnunin nákvæmar upplýs- ingar um það hvar viðkomandi hol var tekið. í veiðidagbók skipsins var færð staðsetningin 64°24"60 N og 13°46'30 V. — Við fengum aldrei aftur jafn stóran þorsk en hins vegar var ekki óalgengt að rekast á mjög væna þorska. Við vorum af og til að reka í eitt og hol af mjög stór- um þorski og ég man sérstaklega eftir átta til tíu tonna holi á Gauraslóðinni, sem er utan við botninn á Berufjarðarálnum, en í því var aðeins stórþorskur. Mér þótti það eftirtektarvert að við fengum aldrei tvö hol í röð með þessum stóra þorski. Það var eins og að hann héldi sig út af fyriur sig á mjög afmörkuðu svæði, seg- ir Högni Skaftason.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.