Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Page 34

Fiskifréttir - 17.12.1999, Page 34
34 FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 Rannsóknir Margt bendir til þess að fiskafli sé háður Ioftslagi. Jón Jónsson fiskifræðingur og fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar nefnir um þetta dæmi í riti sínu, Útgerð og aflabrögð við ísland. Hann telur hitabreytingar geta verið mjög afdrifaríkar fyrir lífríkið í hafinu, til dæmis á uppeldissvæðum þorsksins við Vestur-, Norður- og Austur- land, en þangað berast þorskegg og seiði með straumum. Nýlegt dæmi um þetta segir hann harðindin á Norður- og Austurlandi á of- anverðum sjöunda áratugnum þegar Austur-Islandsstraumur kóln- aði mjög, svo að pólsjór var þá við allt Norðurland og suður á miðja Austfirði. Framleiðsla plöntusvifs var þá einungis fjórðungur af með- allagi, dýrasvif hrundi og ískald- ur veggur pólsjávarins hindraði göngur norsk-íslensku sfldarinn- ar upp að landinu. Upp úr því hrapaði þorskveið- in við Grænland og síðar við Ný- fundnaland. En flest bendir til þess að hlýrri sjór norður af fs- landi og síðar við Grænland og Nýfundnaland sé nú að bæta lífs- skilyrði sævarbúa á ný. Rökin fyrir því að hitafar geti haft áhrif á fiskafla eru nokkuð augljós. Það er sjálf lífkeðjan sem hér er um að ræða, bæði á sjó og landi. Sá hlekkur hennar sem næst- ur er hinu ólífræna umhverft er plönturíkið. Gott dæmi um hann er grasvöxturinn í landbúnaði okkar. Það er margsannað að sprettan er ekki aðeins háð sólskininu sem breytir ólífrænum efnum í lífræn, heldur er hún líka háð hitanum; töðufall verður því meira sem hlý- indin eru meiri. Næsti hlekkur í þeirri keðju er búpeningurinn sem framleiðir meðal annars fæðu handa mannfólkinu. Ofan á þetta bætist að því kaldara og harðara sem árferðið er því meira þarf af vetrarfóðri. Utkoman er að fram- leiðsla búfjárafurða vex um svo sem 30% fyrir hverja gráðu í árs- hitanum og sumir telja áhrifin jafn- vel meiri. A öllum öldum í sögu þjóðarinnar hefur þetta samhengi hitafarsins og lífsins verið örlaga- ríkt og valdið búsæld eða hungri, líft eða dauða. Og því miður voru þessa sveiflur í búskapnum mjög samhliða breytingum á sjávarfangi. I sjónum gildir sama lögmál. Grunnhlekkurinn í lífkeðjunni er þörungarnir, að mestu leyti örsmá- ar plöntur með blaðgrænu sem nýt- ir sólskinið til að vinna lífræn efni úr kolefni og öðrum efnum hafsins. Þetta er kallað plöntusvif og vöxt- ur þess er háður hitanum í sjónum rétt eins og grasvöxtur á landi. A plöntusvifinu lifa smá krabbadýr sem berast með straumum og eru lostæti fyrir þorskseiði, síld og loðnu og aðra sævarbúa, og á þeim lifa stærri fiskar. í þessari lífkeðju má enginn hlekkur bresta, en ein af nauðsynlegum forsendum hennar er sjávarhitinn sem plöntusvifið nýtur. Við það bætist svo að vaxtar- hraði allra þessara sjávardýra er líka kominn undir hitanum. Þegar plöntusvifið fer niður í fjórðung af því sem venjulegt er, eins og gerð- ist á sjöunda áratugnum fyrir Norð- urlandi, má því búast við að áhrif kuldans á dýralffið verði enn meiri en nemur skerðingu plöntusvifsins. Nú má spyrja hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa skýrslur um sjávarhitann til að kanna þessi lífs- skilyrði og framleiðslu í hafinu. Víst er það æskilegt, en svo vel vill Páll Bergþórsson „Nærri samtímis öllum hlýindaskeiðum, sem eru níu eða tíu í þessi 282 ár, er góður fiskafli, en á sama hátt aflabrestur á öllum kuldaskeiðum,“ segir greinarhöfundur. (Mynd: Heiðar Marteinsson). Loftslag og fiskgengd — eftir Pál Bergþórsson til að milli sjávarhita og lofthita er mjög sterkt samhengi. Um lofthit- ann eru til miklu samfelldari heim- ildir um langan tíma, og því er vel gerlegt að nota hann í þessu skyni. Afli og hiti 1601-1882 I riti Jóns Jónssonar sem um var getið birtir hann línurit yfir afla- hluti fiskimanna á vetrarvertíðum í megindráttum, hvarvetna jafnaða yfir nokkurt árabil. Línuritið yfir aflann táknar hann með tölum frá 1 til 6, þar sem 1 merkir engan fisk í hlut eða mjög fáa, en 6 mjög góða hluti, 1200 fiska eða meira. Þessi gögn hefur Jón unnið úr ýmsum heimildum, aðallega annálum, frá árunum 1601-1882. Til samanburðar óskaði Jón eftir því við mig að ég léti honum í té upplýsingar um loftslagið á þessu sama tímabili. Þar koma fyrst og fremst til greina hitamælingar sem eru til frá árinu 1823 til þessa dags, í Reykjavík og Stykkishólmi. Með því að bera saman meðalhita og fjölda hafísmánaða hvers áratugar á þessu mælingaskeiði áætlaði ég svo hitann allt aftur til aldamót- anna 1600 eftir heimildum um haf- ísinn á þessu fyrra tímabili. Þessi gangur hitans árin 1601-1882 er sýndur á öðru línuriti á sömu mynd. Ekki þarf að taka fram að úrvinnsla mín á hitafarinu var al- gerlega óháð mati Jóns á fiskaflan- um, enda hafði ég unnið að henni að mestu leyti fyrir þrjátíu árum. Það er strax augljóst að nærri samtímis öllum hlýindaskeiðum, sem eru níu eða tíu í þessi 282 ár, er góður fiskafli, og á sama hátt er aflabrestur á öllum kuldaskeiðum. Ekki er þó ólíklegt að áhrifin á fiskgengdina komi nokkrum árum seinna en hitabreytingar, en varla má búast við að þann tímamun sé unnt að greina í annálum. Þessu samhengi má lýsa svo að þegar meðalhiti áratugar hækkar úr 2,5 stigum í 3,5 stig aukast aflahlutir eftir þessum kvarða Jóns úr 3,25 í 4,44 að jafnaði. Eins og Jón tekur fram er vissulega erfitt að meta hvað það er mikil aukning f fiskum talin, en mér virðist að hún sé varla minni en 50%, eins og í pottinn er búið. Loftslag og afli á 20. öld Nú mætti ætla að hægara væri að bera saman hitann og aflann á síðustu öld, eftir tiltölulega ná- kvæmum skýrslum og mælingum. Það er þó enginn leikur því að svo miklar umbyltingar hafa orðið í sókninni á miðin og annarri tilhög- un veiðanna. A árum fyrri heim- styrjaldarinnar og fyrst eftir hana má ætla að sóknin á Islandsmið hafi verið mun minni en svo að gengið væri á stofninn. A stríðsár- unum seinni hurfu öll erlendu veiðiskipin og þeim fjölgaði síðan hægt fyrst í stað. Því er rétt að sleppa þeim árum úr þessum sam- anburði. Tvisvar á öldinni virðast þorskgöngur frá Grænlandi hafa stóraukið aflann. Þær göngur má þó sennilega þakka að verulegu leyti þeirri miklu hlýnun sjávarins sem varð á þessum slóðum um 1920 og stóð fram undir 1970, því að bæði fyrr og síðar hefur mátt heita að á hinum víðáttumiklu grænlensku miðum hafi verið ör- deyða í svölu loftslagi. Þess vegna má ekki ganga framhjá þessari við- bót við aflann þegar tíundað er hverju ylurinn fær áorkað um afl- ann á Islandsmiðum. Þorskaflinn á öldinni sem er að líða er sýndur á annarri mynd, en til þess að gefa betra yfirlit er línuritið jafnað svo að fyrir hvert ár eru tekin með í meðaltalinu fjögur síðustu ár á undan og fjög- ur næsta ár á eftir, alls 9 ár. Á sömu mynd er líka línurit yfir hit- ann í Stykkishólmi, jafnað á sama hátt og þorskaflinn. Til að finna samhengi afla og hita notaði ég tvenns konar pör af meðaltölum. Annars vegar meðal- afla og meðalhita á svala skeiðinu 1966-1998, eftir að hafísinn lagð- ist að landinu um 1965. Hitinn í Stykkishólmi reynist 3,5 stig á því tímabili, en ársaflinn 338 þús- und tonn á ári. Hins vegar er not- aður meðalhiti og meðalafli tveggja hlýrra tímabila, 1924- 1938 og 1951-1965. Þá var með- alhitinn 4,1 stig, en meðalaflinn 417 þúsund tonn. Þetta samsvarar því að aflinn aukist um 130 þús- und tonn á bilinu frá 3,5 upp í 4,5 gráður. Þessa niðurstöðu má nú tengja 1. mynd. Efra línuritið (grænt) sýnir aflahluti á vetrarvertíð 1601-1882, eftir mælikvarða 1-6 þar sem 1 merkir engan fisk eða mjög fáa, en 6 mjög góða hluti, 1200 fiska eða meira. Neðra línuritið (rautt) sýnir hita í Stykkishólmi, mældan hita 1823-1992 en áætlaðan hita eftir ísafari 1601-1822. Á báðum línuritum hafa skammærar sveiflur verið jafnaðar. 4

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.