Fiskifréttir - 17.12.1999, Page 35
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999
35
við þau áhrif sem hitinn virðist
hafa á 282ja ára skeiðinu frá 1601-
1882. Samræmið er gott og þegar
engar afbrigðilegar aðstæður koma
til svarar þetta til þess að samhengi
hitafars og þorskafla á þessari öld
geti verið eins og þessi tafla sýnir:
Hiti, °C Afli, þús. tonna
2,5 220
3,0 280
3,5 340
4,0 400
4,5 460
Reiknitilraun
Hér verður nú gerð tilraun til
þess að prófa þetta samhengi hita-
fars og afla á tímabilinu
frá því um 1960 og fram
á síðustu ár. Til þess eru
teiknuð þrjú línurit, öll í
þúsundum tonna á ári:
afli
veiðistofn
mögulegur afli
samkvæmt hita
Öll línuritin eru jöfn-
uð nokkuð. Til þess er
notuð svonefnd veldis-
jöfnun, þannig að jafn-
aða talan frá síðasta ári
hefur þrefalt vægi á við
tölu ársins þegar jöfnuð
tala ársins er fundin.
Veiðistofn er margfald-
aður með tölunni 0,29 til
þess að leitast við að
áætla hvað hann geti
gefið mikinn afla til
lengdar. Auk þess er
línuritið yfir afla sam-
kvæmt hita fært áfram
um 6 ár til þess að taka
tillit til þess að veiði-
stofninn lagar sig eftir
nýjum aðstæðum,
Um 1960 er að ljúka
mjög afbrigðilegu afla-
tímabili þegar miklar
göngur frá Grænlandi
höfðu stóraukið veiðina
í mörg ár. Svo virðist
sem þær göngur hafi
ekki verið nýttar að
fullu meðan á þeim
stóð, því að veiðistofn-
inn er svo miklu stærri
en veiðin bendir til. Sér-
staklega er þó áætlaður
afli samkvæmt hita
lægri því hann hefur
ekki hugmynd um
hvenær Grænlands-
göngur koma, ef svo má
að orði komast. En um leið og
þessari hrotu lýkur um 1965 eru öll
línuritin komin í jafnvægi og sam-
ræmi fram undir 1970, þegar dálít-
ið gætir Grænlandsgangna úr ár-
göngunum frá 1961 og 1963. Þá
fer afli samkvæmt hitanum að
hrapa vegna áhrifa hafísáranna sem
byrjuðu 1965, og það heldur áfram
tií 1977. Veiðistofninn minnkar í
góðu samræmi við þessi áhrif kuld-
ans. Síðan hlýnar nokkuð fram
undir 1984, og um 1980 gætir auk
þess Grænlandsgangna úr árgöng-
unum 1970 og 1973. En frá því eft-
ir 1970 er aflinn meiri en bæði
veiðistofninn og hitinn sýnast
leyfa, og eftir 1984 er einkum farið
að taka meira úr stofninum en
hitafarinu svarar. Um 1989 verður
nokkur aukning veiðinnar vegna
Grænlandsgöngu úr 1984 árgangn-
um, en síðan hafa þær ekki látið sjá
sig þar sem algjör aflabrestur hefur
verið við Grænland. Svo virðist
sem þessi ofveiði hafi keðjuverkun
svo að veiðistofninn gengur sífellt
meira saman þó að farið sé að
hlýna um 1990. Eftir að fiskveiði-
takmarkanir byrjuðu um 1984 má
líka búast við að afli hafi verið
meiri en skýrslur sýna vegna auk-
ins brottkasts og það hefur þá líka
átt þátt í að ganga nærri stofninum.
Það er freistandi að álykta að ef
aflanum hefði verið haldið niðri í
því marki sem hitafar sýndist vera
forsenda fyrir, hefði veiðin getað
farið að aukast fljótlega eftir 1990
og væri nú komin í 350 þúsund
tonn eða meira. Einkum hefði ver-
ið áhrifaríkt að þessi aflaskerðing
hefði náð til þess hluta stofnsins
sem er þýðingarmestur fyrir hrygn-
inguna.
✓
Alyktanir
Athugun á aflahlutum frá því
um 1600 og langt fram undir 19.
öld, ásamt fiskveiðum á Islands-
miðum á 20. öld bendir til þess að
loftslagið hafi mikil áhrif á veiði-
þol þorsksins. Þegar á allt er litið
sýnist mér að áhrif hitafarsins hafi
hér síst verið ofmetin. Það er jafn-
vel vafasamt að nægilegt tillit sé
tekið til Grænlandsgangnanna þeg-
ar hlýindi eru hvað mest á þessu
loftslagssvæði, því að þær eru líka
afleiðing hitafarsins, þó að þær
komi með óreglulegu millibili og
hver um sig tengist ekki beinlínis
hitanum á sama árabili.
En svo vikið sé að veðurfarinu
framundan er ekki hægt að segja
annað en að horfur séu góðar. Það
hefur sýnt sig á liðinni öld að lofts-
lagið norður í höfum, nánar tiltek-
ið nálægt Spitzbergen, hefur tekið
langvinnum breytingum til kólnun-
ar og hlýnunar og miklu meiri en
víðast annars staðar á jörðinni.
Saga síðustu fjögurra alda virðist
líka staðfesta þessar
loftslagssveiflur eins og
fjallað var um fyrr í
þessari grein, og þær
breytast líka í ískjörnum
frá Grænlandsjökli.
Minni loftslagsbreyting-
ar hafa svo í hvert sinn
fylgt eftir annars staðar
eins og bergmál á næstu
5-10 árum, einkum á
norðlægum slóðum, en
jafnvel einnig á suður-
hveli. Um það vitna ég
til viðtals í Morgunblað-
inu 3. október 1999.
Eins og sakir standa eru
hlýindi góð norður í hafi
og líklegt að af þeim
sökum verði næstu árin
mild á landinu og í haf-
inu. Til viðbótar þeim
breytingum og óháð
þeim er nokkuð Ijóst að
veðurfar fer hlýnandi á
jörðinni vegna gróður-
húsaáhrifa, og yfirleitt
gætir þeirra mest við
heimskautin. Engin
reynsla styður kenning-
ar um að hlýnandi lofts-
lag dragi úr
Golfstraumnum, hvað
sem síðar verður. Og
svo má árétta að jafnvel
eftir að farið er að kólna
gætir enn áhrifa hlý-
skeiðsins á fiskistofnana
í allmörg ár. Eg tel að
spár af því tagi geti ver-
ið mikilsverðar þegar
ákvarðanir eru teknar
um sjávarútveginn og
þjóðarbúskapinn.
Ef vel er að verki
staðið er ekki óraunhæft
markmið að koma
þorskveiðinni upp í 400
þúsund tonn á ári á Is-
landsmiðum án þess að misbjóða
fiskistofnunum í hafinu. Þó veltur
það vafalaust nokkuð á viðgangi
annarra sjávardýra sem þorskurinn
er háður. Ekki er heldur ólíklegt að
hlýnandi sjór við Grænland skapi
skilyrði þar fyrir góðan þorskstofn
sem kann að senda okkur stöku
sinnum ríflega viðbót við aflann á
íslandsmiðum og endist okkur í
hvert sinn í mörg ár. En hvernig
sem allt veltist er ekki vænlegur
kostur að streitast á móti lögmáli
náttúrunnar um samhengi lífsins
og umhverflsins í sjónum.
Höfundur er veðurfræðingur
og fyrrum veðurstofustjóri.
2. mynd. Keðjubundin 9 ára meðaltöl hita í Stykkis-
hólmi (rautt línurit) og keðjubundin 9 ára meðaltöl
þorskafla í þúsundum tonna (grænt línurit).
3. mynd. Framvinda þorskafla á íslandsmiðum er sýnd
í þúsundum tonna (grænt línurit), en 29% af veiðistofni
eru sýnd í sama mælikvarða (blátt línurit) og áætlaður
afli eftir hitafari er einnig sýndur í þúsundum tonna
(rautt línurit). G ásamt ártali táknar veiði úr Græn-
landsgöngu úr viðkomandi árgangi. Öll línuritin eru
byggð á veldisjöfnuðum meðaltölum, þannig að í með-
altalinu fyrir hvert ár vegur það ár mest, en vægi ár-
anna á undan minnkar um 25% með hverju ári aftur í
tímann.
INSTRUMENT
Hitaðir uindhn
Stærð 405 x 210 mm
Leitið upplýsinga
hjá okkur!
Sími: 894 8400
Áskríft
515 5555
Grandagarði 5*101 Reykjavík
S: 562 2950 • F: 562 3760