Dagrenning - 01.02.1940, Page 8

Dagrenning - 01.02.1940, Page 8
470 DAGRENNING andi konu sinni, Sæunni Jóns- dóttur frá AnastöSum í Skaga- firSi, ÞaS sama ár fluttu þau hjón vestur um haf, áttu stutta dvöl í Winnipeg, og fluttu svo til Gimli. Þar dvöldu þau í nær því þrjátíu ár, ýmist í þorpinu sjálfu eSa á landi, sem Jón tók rétt skammt fyrír suS-vestan Gimli þorpiS. Jón sálugi var vel meSal maSur aS hæS, beinvaxinn, herSabreiSur og bringuhvelf- dur, nokkuS holdugur en þó beinaber um flest liSamót, út- limafríSur og prúSmannlega á fót kominn. Hendurnar voru þykkar en ekki mjög stórar. Á síSari árum voru allir hnúfar býsna hrokknir og húSrúmir og lófarnir nokkuS grónir siggj- um. Hendur hans báru þaS meS sér, aS ekki hefSu þær fariS á mis viS kulda og vos og margþætta áreynslu. Jón var meira heldur en meSal maSur aS afli, enda mun þaS oft hafa komiS sér vel fyrir hann fram- an af búskapar árum hans í Nýja íslandi þar, sem hann var þá einyrki. Jón sálugi var greindur og vel lesinn. Hann fylgdist vel meS og tók drjúfann þátt í opinberum málum; átti sætí í sveitarstjórn nýlendunnar um eitt skeiS, þótti hann þar dug- legur ográSagóSur. Frjálslynd- ur var hann í trúarskoSunum sínurn og fór aldrei dult meS sínarskoSanir í neinum málum. Hann fylgdi stefnu conserva- tive-flokksins í stjórnmálum. Mannféiags stéttaskiftingum og stétta ríg öllum var hann and- stæSur, og lýsa þessar tvær IjóSiínur úr einu af kvæSum hans. því best: “Því heims stétta rígur er heimska svo flá, og háSungar tjón fyrir alla. Jón sálugi lærSi aldrei þá list, aS taka af sér húfuna' til þess, aS ganga berhöfSaSur fram fyrir þá, er meira áttu af jarS- neskum auS en hann sjálfur. Jón sálugi var brjóst góSur maSur; hann vildi geta hjálpaS öllum, sem hjálpar þurftu viS, og á leiS hans voru. Oft dáSist ég aS því, hvaS hann var góS- ur viS skepnur þær, sem hann hafSi undir höndum, og gat látíS þær hlíSa sér án þess, aS

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.