Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 15
DAGRENNING 477 Stúlka kom fram á pallinn og söng. Þessi sérfræðingur sagði, er hun hafði sungið fyrsta lagið, að þarna væri stúlka, sem hefði fegri söng- rödd en nokkur sem hann hefði áður heyrt syngja. Get- urðu nú nokkuð skilið, hvað ég er að fara ? —Nei, sagði Mr. Steele. —Þú minnist á dóttir mína. Mr. Lyte var hér þegar þú komst inn, og sagði hann að húnhefði óviðjafnanleg söng- hljóð. En hvað hefir það að gera við þig? —Aðeins það, Mr. Steele, að gjaldið, sem ég krefst er dóttir þín. —Einmitt það? —Já, gef mér dóttur þína fyrir eiginkonu og varir mín- ar skulu lokaðar að eilífu. En ef þú gerir það ekki þá - -, Og hann dróg fingurinn yfir háls sér og leit glottandi framan í Steele, sem átti að skilja, hvað það kostaði, ef hann fengi ekki dótturina. Steele féll afturábak upp að stólbakinu, og var ekki gott að sjá hvort heldur hann var lífs eðaliðinn. Iv'. KAPITULI. “Eg er einungis verkamaður.” •S0Í- Það varð algerð þögn nokkrar mínútur, þarna í litla húsinu. John Steele sat og draup höfði, en Langford horfði á hann sigri hrósandi. Svo leit Steele upp og var að sjá, sem hann hefði elst um mörg ár þessa litlu stund. —Það virðist, sem þú hafir mig algerlega á valdi þínu. Það verður því líklega ekki hjá því komist, að þú fáir vilja þinn.— Þetta mælti hann svo lágt, að naumast heyrðist. En Steve Langford heyrði hvað hann sagði og hallaði sér aftur á bak í stóln- urn og var að sjá mjög ánægð- ur. —Eg vissi, að þú mundir sjá hvað þér er fyrir beztu Mr. Steele. Ég vissi, að þú yrðir að láta undan orðum inínum fyr eða síðar, og hyggilega var það hugsað af þér, að gera það strax. Þú getur ekki sagt, að ég hafi verið kröfu harður við þig, sagði Langford, (framli )

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.