Dagrenning - 01.02.1940, Qupperneq 12

Dagrenning - 01.02.1940, Qupperneq 12
474 DAGRENNING Það var heldur ekki óþæginda- laust fyrir mig, að geta komið hingað í kvöld. Nei, langt frá Mr. Lawless tók hér fram í fyrir honum og sagði; —Hvað um það, þið verð- ið öll að fara nú. Góða nótt. Hann gekk svo að dyrunum og hélt hurðinni opnri meðan gestir hans fóru út, einn og einn. Er þeir voru allir komn. ir út, snýr hann sér að Mary og segir: —Ég verð að biðja þig að ganga út úr stofunni, eins og hitt fólkið, Mary. Ég þarf að tala við þennan herramann undir fjögur augu. Mary hlýddi tafarlaust, og er hún var farin vék Mr. Lawless sér að komumanni, sem var Steve Langford, og spurði: —Jæja, herra minn, hvað er það, sem þú átt vantalað við mig? Langford tók af sér yfir- frakkann og hattinn, lagði það á sóffann en sjálfur sett- ist hann á hægindastólinn, um leið og hann sagði, með sama hæðnis glottinu og fyr: —Getur þú ekki ímyndað þér hvað það er, sem ég þarf við þig að tala Mr. Lawless, eða John Steele með öðru nafni? Ég skrifaði þér nokkr- ar línur eftir okkar stutta fund í ferjubátnum, og gaf þér viku tíma til að svara. Þegar vikan var liðin og ég hafði ekki fengið neitt svar frá þér, fór ég til að finna þig að máli, en varð þá þess var. að þú hafðir selt hús þitt og flutt burtu. Það var réttfyrir sérstaka tilviljun að ég hitti þig í kvöld, og nú skalt þú ekki sleppa svo auðveldlega. —En hvað er það sem þig vantar frá mér? spurði Steele. —Þú fékst bréfið frá mér og þú veist að mig vantar frá þér fimm þúsund pund sterl- ings. —Hvers vegna ætti ég svo sem að láta þig fá þessa peninga, spurði Steele. Langford sló lófanum ofan á kné sér og rak upp skelli hlátur. —Þetta var alveg ljóm- andi gott hjá þér. Þú ert nátt- úrlega alveg saklaust lamb, ertu það ekki ? En ég skal nú segja þér af hverju ég er að kvabba á þér um þessa litlu upphæð. Svoleiðis er, að það

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.