Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 13
DAGRENNING 475 vill svo óheppilega til fyrir þig að ég veit dálítið leyndar- mál þér viðkomandi, sem ég þykist fullviss um, að þú kærir þig ekkertum. að fleiri fái að vita. —Þetta er hótun, sagði Steele. —Þú getur auðvitað kall- að það því nafni ef þér sýn- ist. En peningana verð ég að fá. —Veist þú ekki að hótun af þessu tægi varðar við lög? —Jú hugmynd hef ég um það, og ég hefi einhverstaðar heyrt það, að menn fái fimm ára hegningarhús vist fyrir svona hótanir. En svo hefi ég líka heyrt þess einhverstaðar getið, að það sé til annar glæpur, er þeir sem hann fremja séu látnir standa á dá- litlum hurðarhlera með kaðal spotta utanum hálsinn og sé öðrum enda kaðalsins fest fyrir ofan höfuðið á mannin- um og síðan hlerinn tekinn burtu undan fótunum svo maðurinn hangir í lausu lofti með kaðal snöru um hálsinn. Hefir þú nokkurn tíma heyrt getið um þetta, Mr. Steele? —Þú hefir engar sannan- ir. Þetta er þinn eigin heila- spuni. Hver mundi trúa þér ? —Heilaspuni, segir þú. Heyrði ég ekki skvampið í vatninu þegar þú hentir hon- um út úr bátnum. Og heyrði ég kanske ekki þegar hann kallaði eftir hjálp. Tala þú ekki um heilaspuna við mig í þessu sambandi, Mr. Steel. —En þú virðist gleyma ákvæði kviðdómsins, sem var að maðurinn hlyti að hafa dottið út af bryggjunni. —Kviðdómurinn gaf eng- ann úrskurð, en lét í Ijós hvað líklegast væri að geta sér til um slysið. Þú þarft ekki að hugsa þér að komast svona auðveldlega út úr því, Mr. Steele. —Þeir gáfu víst úrskurð, og málinu er lokið. Þeir geta ekki tekið það upp aftur, sagði Steele. —Ó, svo þú heldur að þeir geti það ekki, og að þú getir skýlt þér bakvið það. —Fanst druknaður,—það var úrskurðurinn, sagði Steele og það láku svitadroparnir af enni hanns. —Það er ekki til neins fyrir þigMr. Steele, að reyna til að hanga í úrskurði lík- skoðunardómsins. Það þarf

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.