Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 14
476 DA GRENNING ekki annað en sýna fram á að nýjar sannanir hafi fengist í málinu og þá er alt komið á stað aftur. Þeir vissu ekki að ég sá Major Matlock fara upp í bátinn með þér til þess að komast yfir ána. Þeir vissu ekki, að hann komst aldrei alla leið yfir. Það eru margir, sem kysu að fá að vita þetta. —Fram að þessu hafði Lang- ford talað af hálfgerðri létt- úð, eins og maður, sem telur sér sigurinn alveg vísann, en nú færðist alvöru svipur yfir hann og hann talaði í hótun- ar róm er hann sagði: —Ég er búin að fá nóg af þínum heimskulegu svörum. Þú veist að ég þarf ekki ann- að en fara til næstu lögreglu- stöðvar og láta taka þig fast- ann og síðan hengdan fyrir að myrða Major Matlock. Líf þitt er í mínum höndum. Til þess að þú fáir það, verður þú að borga fyrir það. Er þetta nægilega greinilegt fyrir þig Mr. Steele?. John Steele, sem staðið hafði fram að þessum tíma meðan á samtali þeirra Lang- ford og hans stóð, gekk að stól og kastaði sér niður á hann. —Þó ég gefi þér þessa peninga, sagði' Steele,—þá hefi ég enga vissu fyrir því. að þú komir ekki aftur og biðjir um meira. Hvaða tryggingu hefi ég fyrir því, að þúbiðjir þá ekki um önnur fimm þúsund? —Hver er að tala um gimm , þúsund pund, spurði Langford. —Það var upphæðin sem þú baðst um í bréfinu. —Já, mikið rétt, það var upphæðin, sem mig vantaði þá, en nú er öðru máli að gegna. Sá, sem ekki kaupir meðan markaðurinn er lágur hann verður að borga meira þegar varan stígur í verði. Mín krafa er alt önnur nú, Mr. Steele. —Hver er upphæðin, sem þú nefnir nú? Ég veit að þú hefir mig í greip þinni og ég veit líka að þú ert óbylgjarn óþokki og varmenni í alla staði. Nefndu upphæðina og láttu mig í friði. —Nú ertu að tala af viti, Mr. Steele. Nú skal ég segja þér dálítið. Ég var staddur á samkomu í gærkvöld og sat á bekk fyrir aftan mann, sem er sérfræðingur í söng.

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.