Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 9
DAGRENNING viöhafa svipu högg. Jón sálugi var söngelskur og hafSi lagleg söng-hljóö sjálfur, en vitaskuld óþjálfuö, — menn höföu á frumbýlings árunum í Nýja íslandi annað við tímann að gera. en að æfa sig í söng. Hann var Ijóðhagur og eru til eftir hann á prenti þrjár ljóða- bækur; einnig tvær frumsamd- ar sögur. Eru þau verk hans furðu lýta smá, þegar þess er gætt, að maðurinn kom aldrei inn fyrir skóla dyr; naut ekki mentunar. Hann hugsaði al- varlega um eilífðarmálin, og bendir þetta stef, úr einu af kvæðum hans, í þá átt: “Haltu hreinum góðdóms- glugga, svo gleðisólin fái að skína. Þá fær engin andstæð skrugga yfir stigið sálu þína.” Eg var einn vetur vinnu- maður hjá Jóni sáluga við fiski- veiðar norður á W’peg.-vatni. Betri húsbónda gat ég ekki á- kosið mér. Ég var þá bara unglingur og hann annaðist um mig eins vel og besti faðir mundi hafa gert. Kynning 471 okkar Jóns sáluga náði yfir 56 ára skeið. Þau hjón, Jón og Sæunn eign- uðust 9 börn, þrjá syni og sex dætur. Eru synir þeirra þessir; Pálmi, giftur Krístínu Bryn- jólfsson frá Gimli, var hún kennari í nokkur ár áður en hún giftist. Búa þau hjón við Steep Rock, Manitoba. Jón Alex, giftur Naomi Hol- Iand, er hún af enskum ættum, þau búa við Steep Rock. Stefán, giftur Alice Dumas, af frönskum ættum, búa þau við Steep Rock. Dætur þeirra: Ingigerður Magnea, var gift Stefání Eldjárnssyni á Gimli, hún dó árið 1930. Elín, dó 6 mánaða gömul. Anna Valgerður, gift Al- Reed, búsett í California. Elín gift Frank Wiskochil, þau búa í California. Jórun Jónína, gift Friðþjófi Snædal kaupmanni að Steep Rock. Valdína Sigrún, gift Geira Oddson, málara í Vancouver. Jón sálugi fékk slag fyrir ári síðan og náði sér aldrei eftir

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.