Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.02.1940, Blaðsíða 11
■4 4 -» ^raöurl|pfníi Saga eftir LADBROKE BLACK. t- h «* ► otr-t-tf Trr1‘XTTtT'Í"tTt‘tTTTT-»-Í*+1fVTTTVt,Ý*Í”t*Í"rV-rTTTTZ (Framhald frá síðasta hefti.) þau heyrðu að framdyrnar voru opnaðar og mannamál í ganginum. Mary kom nú inn í stofuna aftur með alvöru- legann og raunalegann svip á andlitinu, Húrt gekk rak- leiðis yfir þangað, sem John Lawless stóð og hvíslaði ein- hverju að honum. Það var að sjá, sem hann ætti örðugt með að standa og yrði að styðja sig við arinnhilluna. —Ég verð að biðja ykkur öll að gera svo vel og fara út úr stofunni, Mér þykir fyrir því, en ég get ekki talað meira við ykkur í kvöld. Ég hefi meira áríðandi málum að sinna, sagði John Lawless, og var að heyra eins og hann ætti örðugt með að tala. —En Mr. Lawless! sagði Lyte, er var alt annað en ánægður yfir því, að verða nú að fara án þess, að hafa aflokið sínu erindi.—Við get- um gert út um þetta með stúlkuna á þrem mínútum. —Nei, ekki í kvöld, sagði Mr Lawless í lágum róm um leið og hann leit til dyranna og var, sem svart ský færðist yfir andlit hans er hann sá mann standa í dyrunum, klæddann í bláann yfirfrakka með flauel kraga.og með sigri- hrósandi hæðnis bros á vör- um. Sir James Matlock reis á fætur og var auðsjeð. að hann var stérlega móðgaður. Mr. Lawless var leiguliði hans, sem hann hafði sagt Mr, Lyte, að mundi gera fyrir sín orð það, sem farið var fram á, en nú var honum sama sem vísað á dyr eins og manni, sem hefði þar ekkert yfir húsum að segja. —Þetta er sérlega ein- kennileg hegðun, Mr. Lawless sagðij hann—Ég er óvanur við, að mér sé vísað á dyr.

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.