Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Page 6

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Page 6
4 hey sparað. Tilrauniu í Miðtúni hófst veturinn 1950 til 1951 og hefur verið endurtekin þar fjóra vetur. Árni P. Lund, bóndi í Miðtúni, sá ura daglega framkvæmd tilraunarinnar undir umsjón höfundar. Hinni tilrauninni var í upphafi valinn staður í Hafrafellstungu í Öxarfirði, sem er ágæt útbeitarjörð, en hefur enga fjörubeit. Þar hófst tilraunin fyrst veturinn 1951 til 1952. Björn Karlsson, bóndi þar, sá um daglega framkvæmd tilraunarinnar, en sökum heilsubrests varð hann að hverfa frá búi sínu síðari hluta vetrar 1952, og varð því ekki komið við nógu nákvæmu eftirliti með tilrauninni eftir það, svo að niðurstöður hennar verða ekki birtar. Næsta ár var tilraun þessari valinn staður að Klifshaga í Öxarfirði, sem er einnig ágæt útbeitarjörð, en hefur ekki fjörubeit. Grímur Jónsson, bóndi þar, hefur séð um daglega framkvæmd tilraunarinnar undir umsjón höfundar. Tilraunin hefur verið endurtekin þar veturna 1952 til 1953 og 1953 til 1954. Enn liggja ekki fyrir endanlegar niðurstöður um, hvernig hag- kvæmast sé að haga síldarmjölsgjöf handa sauðfé við svipuð skilyrði og tilraunir þessar voru gerðar við. Samt sem áður taldi Tilraunaráð búfjár- ræktar rétt, að þær niðurstöður, sem fyrir lágu, yrðu birtar nú. Til- raunaráðið mæltist til þess við höfund þessarar skýrslu að skrifa um til- raunir þessar og bauðst til að kosta útgáfu hennar. Skýrslunni er skipt í kafla þannig, að skýrt er frá hvorri tilraun hvert ár fyrir sig. Ekki er unnt að birta niðurstöður tilraunarinnar í Miðtúni veturinn 1951 til 1952 vegna þess, að ekki var hægt að haga framkvæmd hennar sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun sökum óvenjulegra harðinda, er stóðu fram yfir fardaga. Halldór Pálsson, formaður Tilraunaráðs búfjárræktar, hefur að- stoðað mig við stærðfræðilegt mat á árangri tilraunanna. Sömuleiðis hefur hann og Pétur Gunnarsson, fóðurfræðingur, sem einnig á sæti í Tilraunaráði búfjárræktar, lesið yfir handritið og leiðbeint mér um ýmis atriði varðandi uppgjör tilraunanna og samningu þessarar skýrslu. Kann ég þeim báðum beztu þakkir fyrir aðstoð þeirra. Sömuleiðis vil ég þakka bændunum, sem sáu um framkvæmd tilraunanna, fyrir þeirra fyrirhöfn, sem leyst var af hendi með nákvæmni og samvizkusemi. Enn fremur vil ég þakka Tilraunaráði búfjárræktar í heild fyrir áhuga þess á þessu máli, fjárframlög til þessara tilrauna og útgáfu skýrslu þess- arar svo og fyrir margvíslegar leiðbeiningar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.